Margir gerast vegan í janúar Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 8. janúar 2015 12:00 Sæunn Ingibjörg Marinósdóttir Í janúar fer fram hið alþjóðlega átak Veganúar (e. veganuary), en átakinu var hleypt af stokkunum af Matthew Glover og Jane Land í fyrsta sinn í fyrra. Þeir sem eru vegan sneiða hjá öllum dýraafurðum. Sumir gera það heilsunnar vegna, aðrir af dýra- og umhverfisverndarástæðum og sumir eru einfaldlega forvitnir og langar til þess að prufa. Á einu ári hefur Veganúar náð talsverðri útbreiðslu og samtök grænmetisæta á Íslandi halda utan um átakið hérlendis í ár. „Þetta er í fyrsta skipti sem þetta er gert með skipulögðum hætti á Íslandi. Það voru einhverjir Íslendingar sem tóku þátt í gegnum enska átakið í fyrra og við ákváðum að heimfæra þetta,“ segir Sæunn Ingibjörg Marinósdóttir, stjórnarmeðlimur í samtökum grænmetisæta á Íslandi. „Við erum ekki með neina sérstaka skráningu á því hversu margir taka þátt í þessu en við höfum tekið eftir því að það hefur fjölgað um eitthvað um hundrað manns í Vegan Ísland-umræðuhópnum okkar. Við höfum fengið mjög mikil viðbrögð, ég myndi giska á að þetta væru allavega yfir hundrað manns sem eru eitthvað að fikra sig áfram í þessu,“ segir hún. Þátttakendur eru einstaklingar sem hafa verið vegan í lengri eða skemmri tíma, grænmetisætur sem vilja prófa að vera vegan eða jafnvel fólk sem er að prófa að hætta að neyta dýraafurða í fyrsta skipti. Hægt er að leita upplýsinga um Veganúar á vefsíðu samtaka íslenskra grænmetisæta og einnig í Facebook-hópnum Vegan Ísland. Sjálfum sér samkvæmurVísir/StefánÁrni Stefán Árnason, lögfræðingur „Það er aðallega af því að ég er lögfræðingur og lokaverkefni mitt var að skrifa um íslensku dýraverndarlögin. Í framhaldi af því þróuðust málin í þá átt að ég taldi að dýravernd fælist ekki eingöngu í að hugsa um velferð dýra þar til þau eru líflátin heldur hafna öllu dýraeldi og notkun afurða þeirra,“ segir Árni sem hefur verið vegan frá síðastliðnu hausti. Hann segir að sér líði vel á vegan-fæði, líkamlega og samviskunnar vegna. „Sannfæring mín var orðin sú að annað líf á jafnan rétt til lífs og maðurinn og ef ég ætlaði að vera sjálfum mér samkvæmur yrði ég að hafna því að dýr væru líflátin til manneldis.“ Tekur skrefið til fullsMynd/HildurMaralHildur Maral Hamíðsdóttir, starfsmaður plötufyrirtækisins Bedroom Community, umboðsmaður hljómsveitarinnar Oyama og nemi „Ég er búin að vera grænmetisæta núna í ár. Pælingin þegar ég byrjaði á því var að verða vegan á einhverjum tímapunkti en mér fannst ekki alveg hægt að breyta þessu á einni nóttu,“ segir Hildur. Hún segir úrvalið af vegan-mat á Íslandi gott. „Ég bý í Danmörku og er svolítið spennt að sjá hvernig úrvalið verður þar. Eins og í Bónus til dæmis eru vegan-vörur. Það er ekkert mál að elda mjög góðar vegan-uppskriftir og í rauninni ekki svo frábrugðið því að elda þegar maður er grænmetisæta.“ Sýnir gott fordæmiVísir/StefánRagnar Freyr, grafískur hönnuður „Ég eiginlega ákvað að taka þátt í Veganúar af því að ég er búinn að vera vegan alla hina mánuðina, það svona lá beint við. Líka til þess að sýna gott fordæmi,“ segir Ragnar Freyr en markmið hans í mánuðinum er að borða meira af heilli fæðu. Ragnar segir ýmsa veitingastaði á Íslandi bjóða upp á vegan-vænan mat. „Það er alltaf hægt að spyrja og fá eitthvað svona matreitt sérstaklega fyrir sig, ég held einmitt úti lista um veitingastaði á Íslandi sem eru vegan-vænir.“ Þarf ekki kjöt til þess að vera sterkMynd/HuldaBHulda B. Waage, kraftlyftingakona „Ég er náttúrulega vegan og tek þátt í Veganúar meira svona til þess að sýna fólkinu í kringum mig að þetta sé hægt og hvernig þetta virkar. Koma á framfæri skilaboðunum og hvetja aðra til þess að taka þátt,“ segir Hulda. Hulda er kraftlyftingakona og segir að vegan-mataræðið henti sér vel í lyftingunum. „Fólk hefur ákveðnar fyrirframgefnar hugmyndir um hvernig maður eigi að borða til þess að vera sterkur. Að maður þurfi að borða mikið kjöt og dæla í sig skyri en það er alls ekki þannig,“ segir hún og bætir við: „Ég finn það til dæmis eftir að ég tók út mjólkurvörur að ég fæ miklu minni bólgur og harðsperrur.“ Mest lesið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Sjá meira
Í janúar fer fram hið alþjóðlega átak Veganúar (e. veganuary), en átakinu var hleypt af stokkunum af Matthew Glover og Jane Land í fyrsta sinn í fyrra. Þeir sem eru vegan sneiða hjá öllum dýraafurðum. Sumir gera það heilsunnar vegna, aðrir af dýra- og umhverfisverndarástæðum og sumir eru einfaldlega forvitnir og langar til þess að prufa. Á einu ári hefur Veganúar náð talsverðri útbreiðslu og samtök grænmetisæta á Íslandi halda utan um átakið hérlendis í ár. „Þetta er í fyrsta skipti sem þetta er gert með skipulögðum hætti á Íslandi. Það voru einhverjir Íslendingar sem tóku þátt í gegnum enska átakið í fyrra og við ákváðum að heimfæra þetta,“ segir Sæunn Ingibjörg Marinósdóttir, stjórnarmeðlimur í samtökum grænmetisæta á Íslandi. „Við erum ekki með neina sérstaka skráningu á því hversu margir taka þátt í þessu en við höfum tekið eftir því að það hefur fjölgað um eitthvað um hundrað manns í Vegan Ísland-umræðuhópnum okkar. Við höfum fengið mjög mikil viðbrögð, ég myndi giska á að þetta væru allavega yfir hundrað manns sem eru eitthvað að fikra sig áfram í þessu,“ segir hún. Þátttakendur eru einstaklingar sem hafa verið vegan í lengri eða skemmri tíma, grænmetisætur sem vilja prófa að vera vegan eða jafnvel fólk sem er að prófa að hætta að neyta dýraafurða í fyrsta skipti. Hægt er að leita upplýsinga um Veganúar á vefsíðu samtaka íslenskra grænmetisæta og einnig í Facebook-hópnum Vegan Ísland. Sjálfum sér samkvæmurVísir/StefánÁrni Stefán Árnason, lögfræðingur „Það er aðallega af því að ég er lögfræðingur og lokaverkefni mitt var að skrifa um íslensku dýraverndarlögin. Í framhaldi af því þróuðust málin í þá átt að ég taldi að dýravernd fælist ekki eingöngu í að hugsa um velferð dýra þar til þau eru líflátin heldur hafna öllu dýraeldi og notkun afurða þeirra,“ segir Árni sem hefur verið vegan frá síðastliðnu hausti. Hann segir að sér líði vel á vegan-fæði, líkamlega og samviskunnar vegna. „Sannfæring mín var orðin sú að annað líf á jafnan rétt til lífs og maðurinn og ef ég ætlaði að vera sjálfum mér samkvæmur yrði ég að hafna því að dýr væru líflátin til manneldis.“ Tekur skrefið til fullsMynd/HildurMaralHildur Maral Hamíðsdóttir, starfsmaður plötufyrirtækisins Bedroom Community, umboðsmaður hljómsveitarinnar Oyama og nemi „Ég er búin að vera grænmetisæta núna í ár. Pælingin þegar ég byrjaði á því var að verða vegan á einhverjum tímapunkti en mér fannst ekki alveg hægt að breyta þessu á einni nóttu,“ segir Hildur. Hún segir úrvalið af vegan-mat á Íslandi gott. „Ég bý í Danmörku og er svolítið spennt að sjá hvernig úrvalið verður þar. Eins og í Bónus til dæmis eru vegan-vörur. Það er ekkert mál að elda mjög góðar vegan-uppskriftir og í rauninni ekki svo frábrugðið því að elda þegar maður er grænmetisæta.“ Sýnir gott fordæmiVísir/StefánRagnar Freyr, grafískur hönnuður „Ég eiginlega ákvað að taka þátt í Veganúar af því að ég er búinn að vera vegan alla hina mánuðina, það svona lá beint við. Líka til þess að sýna gott fordæmi,“ segir Ragnar Freyr en markmið hans í mánuðinum er að borða meira af heilli fæðu. Ragnar segir ýmsa veitingastaði á Íslandi bjóða upp á vegan-vænan mat. „Það er alltaf hægt að spyrja og fá eitthvað svona matreitt sérstaklega fyrir sig, ég held einmitt úti lista um veitingastaði á Íslandi sem eru vegan-vænir.“ Þarf ekki kjöt til þess að vera sterkMynd/HuldaBHulda B. Waage, kraftlyftingakona „Ég er náttúrulega vegan og tek þátt í Veganúar meira svona til þess að sýna fólkinu í kringum mig að þetta sé hægt og hvernig þetta virkar. Koma á framfæri skilaboðunum og hvetja aðra til þess að taka þátt,“ segir Hulda. Hulda er kraftlyftingakona og segir að vegan-mataræðið henti sér vel í lyftingunum. „Fólk hefur ákveðnar fyrirframgefnar hugmyndir um hvernig maður eigi að borða til þess að vera sterkur. Að maður þurfi að borða mikið kjöt og dæla í sig skyri en það er alls ekki þannig,“ segir hún og bætir við: „Ég finn það til dæmis eftir að ég tók út mjólkurvörur að ég fæ miklu minni bólgur og harðsperrur.“
Mest lesið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög