Margfalt ódýrari íbúðir fást úti á landi Sveinn Arnarsson skrifar 21. september 2016 07:00 Fermetraverð fasteigna eftir staðsetningu Langdýrustu fermetrana í íbúðarhúsnæði er að finna í Garðabæ og í póstnúmeri 101 í Reykjavík ef marka má íbúðir til sölu á fasteignavefjum landsins. Staðan er skelfileg og þúsundir íbúða þarf inn á markaðinn til að anna eftirspurn, að mati framkvæmdastjóra Félags fasteignasala. Fréttablaðið kannaði ásett verð fasteigna sem eru um 70 til 120 fermetrar að stærð vítt og breitt um landið. Einstaklingar í dag sem eru á leið út á fasteignamarkaðinn eru í mörgum tilvikum að leita sér að íbúð á þessu stærðarbili. Verðið er nokkuð mismunandi eftir því hvar íbúðirnar eru staðsettar. Einnig eru sum svæði að byggjast upp með mörgum nýjum íbúðum í dýrari kantinum. „Það er virkilega erfitt fyrir ungt fólk að kaupa sína fyrstu eign. Fólk þarf að eiga fimm til sex milljónir til að komast inn á markaðinn og það er ekki gefið,“ segir Grétar Jónasson, framkvæmdastjóri Félags fasteignasala. Grétar segir það óskemmtilega stöðu sem gæti þá komið upp að börn efnaðra foreldra séu þá þau einu sem geti eignast fasteign. „Fólk sem á ákaflega lítið, nýkomið úr námi, þarf að reiða sig á foreldra eða aðra sem eiga nægilegt fé til að hjálpa. Það er staða sem margir standa frammi fyrir. Við erum að sjá að þeir sem eiga efnaða foreldra eru líklegri til að geta eignast fasteign,“ segir Grétar. Gríðarlegur munur er á fasteignaverði á milli höfuðborgarsvæðisins og síðan landsbyggðanna. Til að mynda er fasteignaverð á Akureyri aðeins hálfdrættingur á við það sem gerist í borginni. Fasteignaverð lækkar síðan tiltölulega hratt þegar komið er í nágrannasveitarfélög höfuðborgarinnar.Benedikt Sigurðarson, framkvæmdastjóri BúsetaAtvinnusóknarsvæði höfuðborgarsvæðisins hefur verið að stækka síðustu áratugina með bættum samgöngum. Er nú talað um að atvinnusóknarsvæðið nái um 45 mínútna akstursvegalengd frá Reykjavík. Því eru mörg dæmi um að einstaklingar sæki vinnu til borgarinnar þó þeir séu búsettir á Selfossi í austri eða nálægt Borgarnesi í norðri frá höfuðborgarsvæðinu. „Þess vegna þarf það fólk, sem ekki á kost á að kaupa í höfuðborginni, að skoða það hvort búseta utan borgarinnar er möguleg, setjast yfir hvort það sé leiðin til að komast inn á fasteignamarkaðinn,“ segir Grétar. Benedikt Sigurðarson, framkvæmdastjóri Búseta á Norðurlandi, segir að hátt fasteignaverð sé ekki einu vandkvæðin við íslenskan fasteignamarkað. Íslenskur leigumarkaður eigi langt í land með að vera sambærilegur við það sem þekkist í nágrannalöndum okkar. „Almennur leigumarkaður hefur ekki verið til staðar á Íslandi að því leyti að séreignaráherslan hefur verið svo mikil. Þegar ég segi almennur leigumarkaður á ég við leigumarkað sem ekki er rekinn sem einhvers konar skammtímahagnaður eða gróðatækifæri fjárfesta,“ segir Benedikt. Að sögn Benedikts hafa íbúðafélög neytenda átt erfitt með að fóta sig. Engin slík félög hafi fótað sig á leigumarkaði, einungis húsnæðissamvinnufélög sem lítið hlutfall hafi á markaði. „Ekkert eftirlit er með leigumarkaði, engin skráning á starfseminni, ekkert aðhald hins opinbera og öfugt við Svíþjóð og Þýskaland til dæmis er ekkert neytendafélag til staðar til að skaffa neytendum íbúðir á sem lægstu verði,“ bætir Benedikt við.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Sjá meira
Langdýrustu fermetrana í íbúðarhúsnæði er að finna í Garðabæ og í póstnúmeri 101 í Reykjavík ef marka má íbúðir til sölu á fasteignavefjum landsins. Staðan er skelfileg og þúsundir íbúða þarf inn á markaðinn til að anna eftirspurn, að mati framkvæmdastjóra Félags fasteignasala. Fréttablaðið kannaði ásett verð fasteigna sem eru um 70 til 120 fermetrar að stærð vítt og breitt um landið. Einstaklingar í dag sem eru á leið út á fasteignamarkaðinn eru í mörgum tilvikum að leita sér að íbúð á þessu stærðarbili. Verðið er nokkuð mismunandi eftir því hvar íbúðirnar eru staðsettar. Einnig eru sum svæði að byggjast upp með mörgum nýjum íbúðum í dýrari kantinum. „Það er virkilega erfitt fyrir ungt fólk að kaupa sína fyrstu eign. Fólk þarf að eiga fimm til sex milljónir til að komast inn á markaðinn og það er ekki gefið,“ segir Grétar Jónasson, framkvæmdastjóri Félags fasteignasala. Grétar segir það óskemmtilega stöðu sem gæti þá komið upp að börn efnaðra foreldra séu þá þau einu sem geti eignast fasteign. „Fólk sem á ákaflega lítið, nýkomið úr námi, þarf að reiða sig á foreldra eða aðra sem eiga nægilegt fé til að hjálpa. Það er staða sem margir standa frammi fyrir. Við erum að sjá að þeir sem eiga efnaða foreldra eru líklegri til að geta eignast fasteign,“ segir Grétar. Gríðarlegur munur er á fasteignaverði á milli höfuðborgarsvæðisins og síðan landsbyggðanna. Til að mynda er fasteignaverð á Akureyri aðeins hálfdrættingur á við það sem gerist í borginni. Fasteignaverð lækkar síðan tiltölulega hratt þegar komið er í nágrannasveitarfélög höfuðborgarinnar.Benedikt Sigurðarson, framkvæmdastjóri BúsetaAtvinnusóknarsvæði höfuðborgarsvæðisins hefur verið að stækka síðustu áratugina með bættum samgöngum. Er nú talað um að atvinnusóknarsvæðið nái um 45 mínútna akstursvegalengd frá Reykjavík. Því eru mörg dæmi um að einstaklingar sæki vinnu til borgarinnar þó þeir séu búsettir á Selfossi í austri eða nálægt Borgarnesi í norðri frá höfuðborgarsvæðinu. „Þess vegna þarf það fólk, sem ekki á kost á að kaupa í höfuðborginni, að skoða það hvort búseta utan borgarinnar er möguleg, setjast yfir hvort það sé leiðin til að komast inn á fasteignamarkaðinn,“ segir Grétar. Benedikt Sigurðarson, framkvæmdastjóri Búseta á Norðurlandi, segir að hátt fasteignaverð sé ekki einu vandkvæðin við íslenskan fasteignamarkað. Íslenskur leigumarkaður eigi langt í land með að vera sambærilegur við það sem þekkist í nágrannalöndum okkar. „Almennur leigumarkaður hefur ekki verið til staðar á Íslandi að því leyti að séreignaráherslan hefur verið svo mikil. Þegar ég segi almennur leigumarkaður á ég við leigumarkað sem ekki er rekinn sem einhvers konar skammtímahagnaður eða gróðatækifæri fjárfesta,“ segir Benedikt. Að sögn Benedikts hafa íbúðafélög neytenda átt erfitt með að fóta sig. Engin slík félög hafi fótað sig á leigumarkaði, einungis húsnæðissamvinnufélög sem lítið hlutfall hafi á markaði. „Ekkert eftirlit er með leigumarkaði, engin skráning á starfseminni, ekkert aðhald hins opinbera og öfugt við Svíþjóð og Þýskaland til dæmis er ekkert neytendafélag til staðar til að skaffa neytendum íbúðir á sem lægstu verði,“ bætir Benedikt við.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Sjá meira