Mannslát vegna mistaka: Skrýtið að móteitur hafi ekki verið notað Hrund Þórsdóttir skrifar 29. janúar 2014 20:00 Í gær sögðum við frá láti Péturs Péturssonar sem féll frá eftir of stóran skammt af morfínlyfinu Contalgin, sem ætlaður var herbergisfélaga hans á hjúkrunarheimilinu Garðvangi. Í kjölfarið var tekin ákvörðun um að gefa honum ekki móteitur og lést hann níu dögum síðar. Læknir sem við ræddum við í dag segir að til sé móteitur gegn morfínlyfjum sem virki strax og engin ástæða sé til að spara. Það eyðir þó ekki efnunum úr líkamanum heldur dregur tímabundið úr einkennum og því getur þurft að gefa það endurtekið. Læknirinn segir skrýtið að móteitur hafi ekki verið notað og Magnús Karl Magnússon, prófessor í lyfja- og eiturefnafræði, tekur undir að það sé óvenjulegt. „Þegar við sjáum alvarleg einkenni um morfíneitrun, þá er langoftast gerð tilraun með að gefa svona móteitur. Það er ekki auðvelt að gera það, það þarf að komast í æð hjá sjúklingnum, en það er tiltölulega hættulítið að gefa það,“ segir Magnús. Eldra fólk þolir móteitrið og helsta ástæðan fyrir að grípa ekki til þess er ef sjúklingur hefur ofnæmi fyrir því. Þá þarf að taka tillit til undirliggjandi sjúkdóma en jafnvel þótt þeir séu til staðar segir Magnús ráðlegt að nota móteitrið. „Ef um er að ræða lífshættulega aukaverkun, já,“ segir hann. Samkvæmt lögum skal tilkynna lögreglu ef ætla má að dauðsfall megi rekja til mistaka, vanrækslu eða óhappatilviks við læknismeðferð en lát Péturs var ekki tilkynnt. Það er meðal þess sem er til skoðunar hjá Geir Gunnlaugssyni landlækni og embætti hans, í tengslum við málið. Hann vísar til norskrar reynslu. „Þeir vinna þannig að þegar ekki er grunur um glæpsamlegan ásetning í mistökum í heilbrigðisþjónustu, þá er ekki tilkynnt til lögreglu. Þetta er kannski eitthvað sem við þurfum að skoða og ef til vill að læra eitthvað af,“ segir Geir. Fjölskylda Péturs ætlar ekki að kæra heldur setur málið í hendur landlæknisembættisins. „Ég get fullvissað ættingjana um það að við munum skoða þetta mál af mikilli festu og miklum heiðarleika,“ segir Geir að lokum. Tengdar fréttir Lést eftir mistök á hjúkrunarheimili: „Við vorum ekki á leiðinni að kveðja hann“ Maður lést vegna mistaka sem gerð voru við umönnun hans á hjúkrunarheimilinu Garðvangi í Garði nú fyrir mánaðamótin. Banameinið var rangur lyfjaskammtur, sem ætlaður var herbergisfélaga hans. Í kjölfarið var svo tekin ákvörðun um að gefa honum ekki mótefni og lést hann rúmri viku síðar. 28. janúar 2014 17:00 Ættingjar telja undirmönnun spila stóran þátt í mannsláti: "Af hverju var ekkert gert?" Börn manns sem lést vegna mistaka sem gerð voru við umönnun hans á hjúkrunarheimilinu Garðvangi í Garði nú fyrir mánaðamótin, hafa samúð með starfsmanninum sem gerði mistök sem kostuðu líf föður þeirra. Þau segja ástand heilbrigðiskerfisins slæmt og ætla ekki að kæra. 28. janúar 2014 20:00 Lögreglu ekki tilkynnt um mistök við lyfjagjöf Pétur Pétursson fékk tvítugfaldan skammt af morfínlyfinu Contalgin sem ætlaður var herbergisfélaga. Lögreglu var ekki tilkynnt um mistökin þrátt fyrir lagaskyldu. 29. janúar 2014 07:00 Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Maður talinn af eftir jarðfall Erlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Fleiri fréttir Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Sjá meira
Í gær sögðum við frá láti Péturs Péturssonar sem féll frá eftir of stóran skammt af morfínlyfinu Contalgin, sem ætlaður var herbergisfélaga hans á hjúkrunarheimilinu Garðvangi. Í kjölfarið var tekin ákvörðun um að gefa honum ekki móteitur og lést hann níu dögum síðar. Læknir sem við ræddum við í dag segir að til sé móteitur gegn morfínlyfjum sem virki strax og engin ástæða sé til að spara. Það eyðir þó ekki efnunum úr líkamanum heldur dregur tímabundið úr einkennum og því getur þurft að gefa það endurtekið. Læknirinn segir skrýtið að móteitur hafi ekki verið notað og Magnús Karl Magnússon, prófessor í lyfja- og eiturefnafræði, tekur undir að það sé óvenjulegt. „Þegar við sjáum alvarleg einkenni um morfíneitrun, þá er langoftast gerð tilraun með að gefa svona móteitur. Það er ekki auðvelt að gera það, það þarf að komast í æð hjá sjúklingnum, en það er tiltölulega hættulítið að gefa það,“ segir Magnús. Eldra fólk þolir móteitrið og helsta ástæðan fyrir að grípa ekki til þess er ef sjúklingur hefur ofnæmi fyrir því. Þá þarf að taka tillit til undirliggjandi sjúkdóma en jafnvel þótt þeir séu til staðar segir Magnús ráðlegt að nota móteitrið. „Ef um er að ræða lífshættulega aukaverkun, já,“ segir hann. Samkvæmt lögum skal tilkynna lögreglu ef ætla má að dauðsfall megi rekja til mistaka, vanrækslu eða óhappatilviks við læknismeðferð en lát Péturs var ekki tilkynnt. Það er meðal þess sem er til skoðunar hjá Geir Gunnlaugssyni landlækni og embætti hans, í tengslum við málið. Hann vísar til norskrar reynslu. „Þeir vinna þannig að þegar ekki er grunur um glæpsamlegan ásetning í mistökum í heilbrigðisþjónustu, þá er ekki tilkynnt til lögreglu. Þetta er kannski eitthvað sem við þurfum að skoða og ef til vill að læra eitthvað af,“ segir Geir. Fjölskylda Péturs ætlar ekki að kæra heldur setur málið í hendur landlæknisembættisins. „Ég get fullvissað ættingjana um það að við munum skoða þetta mál af mikilli festu og miklum heiðarleika,“ segir Geir að lokum.
Tengdar fréttir Lést eftir mistök á hjúkrunarheimili: „Við vorum ekki á leiðinni að kveðja hann“ Maður lést vegna mistaka sem gerð voru við umönnun hans á hjúkrunarheimilinu Garðvangi í Garði nú fyrir mánaðamótin. Banameinið var rangur lyfjaskammtur, sem ætlaður var herbergisfélaga hans. Í kjölfarið var svo tekin ákvörðun um að gefa honum ekki mótefni og lést hann rúmri viku síðar. 28. janúar 2014 17:00 Ættingjar telja undirmönnun spila stóran þátt í mannsláti: "Af hverju var ekkert gert?" Börn manns sem lést vegna mistaka sem gerð voru við umönnun hans á hjúkrunarheimilinu Garðvangi í Garði nú fyrir mánaðamótin, hafa samúð með starfsmanninum sem gerði mistök sem kostuðu líf föður þeirra. Þau segja ástand heilbrigðiskerfisins slæmt og ætla ekki að kæra. 28. janúar 2014 20:00 Lögreglu ekki tilkynnt um mistök við lyfjagjöf Pétur Pétursson fékk tvítugfaldan skammt af morfínlyfinu Contalgin sem ætlaður var herbergisfélaga. Lögreglu var ekki tilkynnt um mistökin þrátt fyrir lagaskyldu. 29. janúar 2014 07:00 Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Maður talinn af eftir jarðfall Erlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Fleiri fréttir Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Sjá meira
Lést eftir mistök á hjúkrunarheimili: „Við vorum ekki á leiðinni að kveðja hann“ Maður lést vegna mistaka sem gerð voru við umönnun hans á hjúkrunarheimilinu Garðvangi í Garði nú fyrir mánaðamótin. Banameinið var rangur lyfjaskammtur, sem ætlaður var herbergisfélaga hans. Í kjölfarið var svo tekin ákvörðun um að gefa honum ekki mótefni og lést hann rúmri viku síðar. 28. janúar 2014 17:00
Ættingjar telja undirmönnun spila stóran þátt í mannsláti: "Af hverju var ekkert gert?" Börn manns sem lést vegna mistaka sem gerð voru við umönnun hans á hjúkrunarheimilinu Garðvangi í Garði nú fyrir mánaðamótin, hafa samúð með starfsmanninum sem gerði mistök sem kostuðu líf föður þeirra. Þau segja ástand heilbrigðiskerfisins slæmt og ætla ekki að kæra. 28. janúar 2014 20:00
Lögreglu ekki tilkynnt um mistök við lyfjagjöf Pétur Pétursson fékk tvítugfaldan skammt af morfínlyfinu Contalgin sem ætlaður var herbergisfélaga. Lögreglu var ekki tilkynnt um mistökin þrátt fyrir lagaskyldu. 29. janúar 2014 07:00
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir