Innlent

Mannanafnanefnd: Karma má vera karlmannsnafn og Ári er ekki of niðrandi

Bjarki Ármannsson skrifar
Sem kunnugt er, hefur innanríkisráðuneytið lagt fram frumvarpsdrög sem fela í sér að bæði mannanafnanefnd og mannanafnaskrá verði felld niður.
Sem kunnugt er, hefur innanríkisráðuneytið lagt fram frumvarpsdrög sem fela í sér að bæði mannanafnanefnd og mannanafnaskrá verði felld niður. Vísir/Getty
Karlmannsnöfnin Karma, Ári og Gaddi og kvenmannsnöfnin Eiríksína, Kikka og Liljan eru meðal þeirra nafna sem Mannanafnanefnd hefur samþykkt í nýlegum úrskurðum sem birtir eru í dag.

Nöfnin sem fengu höfnun að þessu sinni eru kvenmannsnöfnin Cleopatra (rithátturinn Kleópatra er þó leyfður) og Olgalilja og karlmannsnöfnin Omid og Zar.

Athygli vekur að Karma sé leyft sem karlmannsnafn og með eignarfallsendinguna Körmu. Sturla er í nútímamáli eina íslenska karlmannsnafnið með endinguna –u í eignarfalli. Þó eru til dæmi um nöfnin Skúta og Órækja í fornmáli.

Í umsókn um nafnið er sagt að eignarfallsmynd þess sé Karmas en Mannanafnanefnd telur þá mynd brjóta í bága við lög. Nefndin hafnaði einnig eignarfallsmyndinni Körmu fyrir tveimur árum en telur nú við nánari skoðun að ekki sé hægt að fullyrða að slík beyging sé ótæk.

Þá er athyglisvert að karlmannsnafnið Ári sé samþykkt en þar reyndi á það ákvæði mannanafnalaga að nöfn megi ekki verða nafnbera til ama. Orðabókarskilgreining nafnorðsins ári er „púki“ eða „illur andi“.

Nefndin komst þó að þeirri niðurstöðu að grunnmerking orðsins væri líklega ekki almennt þekkt og hvort eð er ekki mjög niðrandi. Nafnið Ári var því látið njóta vafans.

Sem kunnugt er, hefur innanríkisráðuneytið lagt fram frumvarpsdrög sem fela í sér að bæði mannanafnanefnd og mannanafnaskrá verði felld niður.


Tengdar fréttir

Óttast að íslenskir nafnasiðir deyi út

Núverandi mannanafnalög verða felld á brott og mannanafnanefnd lögð niður, samkvæmt drögum að nýju frumvarpi innanríkisráðuneytisins. Formaður íslenskrar málnefndar telur afleiðingarnar meðal annars verða þær að íslenska föðurnafnakerfið leggist af.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×