SUNNUDAGUR 24. JÚLÍ NÝJAST 18:30

Miđstöđ Boltavaktarinnar | Pepsi-deildin á einum stađ

SPORT

Manchester United kallar Januzaj til baka úr láni

 
Enski boltinn
08:00 07. JANÚAR 2016
Adnan Januzaj fékk lítiđ ađ spila međ Dortmund.
Adnan Januzaj fékk lítiđ ađ spila međ Dortmund. VÍSIR/GETTY

Manchester United er búið að kalla belgíska ungstirnið Adnan Januzaj til baka úr láni frá þýska liðinu Dortmund.

Louis van Gaal taldi sig ekki eiga pláss fyrir Januzaj í liði United á þessari leiktíð og lánaði hann því til Dortmund í von um að hann fengi að spila meira.

Januzaj hefur aðeins spilað tólf leiki fyrir Dortmund í öllum keppnum og þar af aðeins byrjað þrjá leiki.

Hann hefur aldrei byrjað leik í þýsku 1. deildinni heldur aðeins komið sex sinnum inn á sem varamaður. Þá hefur hann ekki spilað leik síðan liðið tapaði fyrir PAOK í Evrópudeildinni 10. desember.

Januzaj spilaði með United í ágúst og þá skoraði Belginn ungi sigurmarkið gegn Aston Villa á útivelli.

Hann er með samning við Manchester United sem gildir út tímabilið 2018.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Enski boltinn / Manchester United kallar Januzaj til baka úr láni
Fara efst