Manchester United hefur hafiš višręšur viš Mourinho

 
Enski boltinn
22:30 05. FEBRŚAR 2016
Jose Mourinho.
Jose Mourinho. VĶSIR/GETTY

BBC segir frá því í kvöld að viðræður séu farnar í gang á milli Manchester United og Portúgalans Jose Mourinho um að hann taki við liði Manchester United af Hollendingnum Louis van Gaal.

Samkvæmt heimildum BBC þá hefur ekki verið gengið frá neinum samningum ennþá en Jose Mourinho hefur verið orðaður við Manchester United allt frá því að hann var rekinn frá Chelsea í desember.

Jose Mourinho er 53 ára gamall og hefur aldrei farið leynt með það að hann hafi áhuga á því að taka við liði Manchester United.

Það er almennt búist við því að Louis van Gaal hætti sem knattspyrnustjóri Manchester United í vor en liðið hefur ekki verið sannfærandi undir hans stjórn og spilað bitlausan fótbolta stærstan hluta tímabilsins.

Manchester United ætlar með þessu að svara leik nágrannanna í Manchester City sem hafa gert þriggja ára samning við Pep Guardiola.

Pep Guardiola og Jose Mourinho glímdu í nokkur ár þegar þeir voru þjálfarar erkifjendanna Barcelona og Real Madrid á Spáni.


Deila
Athugiš. Allar athugasemdir eru į įbyrgš žeirra er žęr rita. Vķsir hvetur lesendur til aš halda sig viš mįlefnalega umręšu. Einnig įskilur Vķsir sér rétt til aš fjarlęgja ęrumeišandi eša ósęmilegar athugasemdir og ummęli žeirra sem tjį sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIŠ

  • Nżjast į Vķsi
  • Mest Lesiš
  • Fréttir
  • Sport
  • Višskipti
  • Lķfiš
Forsķša / Sport / Fótbolti / Enski boltinn / Manchester United hefur hafiš višręšur viš Mourinho
Fara efst