Manchester United fćr á sig kćru fyrir framkomuna í gćr

 
Enski boltinn
17:20 14. MARS 2017
Leikmenn Manchester United hópust í ađ Michael Oliver eftir ađ rauđa spjaldiđ fór á loft.
Leikmenn Manchester United hópust í ađ Michael Oliver eftir ađ rauđa spjaldiđ fór á loft. VÍSIR/GETTY

Enska knattspyrnusambandið hefur ákveðið að kæra Manchester United fyrir framkomu leikmanna liðsins í tapinu á móti Chelsea í átta liða úrslitum ensku bikarkeppninnar í gær.

Manchester United tapaði leiknum 1-0 eftir að hafa verið manni færri í 55 mínútur.

Aganefnd enska sambandsins mun taka fyrir hegðun leikmanna United á 35. mínútu leiksins þegar leikmenn liðsins voru mjög ósáttir með þá ákvörðun Michael Oliver dómara að gefa Ander Herrera sitt annað gula spjald.

Fullt af leikmönnum Manchester United umkringdu dómarann Michael Oliver eftir að rauða spjaldið fór á loft. Ander Herrera fékk það fyrir brot á Chelsea-manninum Edin Hazard og fannst mörgum það afar harður dómur.

Manchester United hefur til föstudagsins til að segja sína hlið á málinu.

Manchester United var ríkjandi bikarmeistari og ver því ekki þann til í ár. Liðið hefur þegar unnið enska deildabikarinn og er enn með í Evrópudeildinni.Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Enski boltinn / Manchester United fćr á sig kćru fyrir framkomuna í gćr
Fara efst