Erlent

Málverk eftir Hitler selt á rúmar 20 milljónir króna

Höskuldur Kári Schram skrifar
Talið er að Adolf Hitler hafi málað um tvö þúsund myndir á árunum 1905 til 1920.
Talið er að Adolf Hitler hafi málað um tvö þúsund myndir á árunum 1905 til 1920. Vísir/Getty
Málverk eftir Adolf Hitler var selt á 130 þúsund evrur eða rúmar 20 milljónir króna á uppboði í Þýskalandi í gær.

Málverkið sem er frá árinu 1914 er af gamla ráðhúsinu í München en Hitler bjó einmitt í þeirri borg á árunum fyrir fyrri heimsstyrjöld. Seljandinn fékk málverkið í arf en það var upphaflega keypt árið 1916.

Talið er að Adolf Hitler hafi málað um tvö þúsund myndir á árunum 1905 til 1920. Tólf buðu í málverkið á uppboðinu í gær en kaupandinn er frá miðausturlöndum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×