Maltverji fer með sjávarútvegsmál hjá Juncker Atli Ísleifsson skrifar 10. september 2014 13:18 Í framkvæmdastjórninni sitja 28 framkvæmdastjórar og eru einungis níu þeirra konur. Vísir/AFP Jean-Claude Juncker, verðandi forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, kynnti nýja framkvæmdastjórn sína til leiks fyrr í dag. Í framkvæmdastjórninni má finna sjö varaforseta þar sem hver og einn gegnir ákveðnu samræmingarhlutverki á skilgreindu málefnasviði. Konur munu skipa þrjár af sjö varaforsetastöðum. Mikið hefur verið skrafað síðustu vikurnar um hverjir fái valdamestu stöðurnar og hvaða málaflokk. Í framkvæmdastjórn Junckers er meðal annars að finna fimm fyrrverandi forsætisráðherra, fjóra fyrrverandi aðstoðarforsætisráðherra og sjö sem gegna framkvæmdastjórastöðu í núsitjandi framkvæmdastjórn José Manuel Barroso. Bretinn Jonathan Hill, fyrrverandi leiðtoga íhaldsmanna í Lávarðadeild breska þingsins, mun fara með málefni fjármálaþjónustu innan sambandsins, en í frétt BBC segir að David Cameron forsætisráðherra hafi fagnað þeirri niðurstöðu. Þá mun fyrrverandi fjármálaráðherra Frakklands, Pierre Moscovici, hafa umsjón með efnahagsstefnu sambandsins sem þykir eitt valdamesta embættið.Nýtt upphaf Juncker sagði þessa nýju framkvæmdastjórn vera staðráðna í að „veita Evrópu nýtt upphaf“. Framkvæmdastjórn ESB er álitin valdamesta stofnun sambandsins þar sem hún á frumkvæði að nýrri löggjöf, tryggir að aðildarríki fari að sáttmálum sambandsins og kemur fram fyrir hönd aðildarríkjanna við gerð viðskiptasamninga sambandsins. Andstæðingar ESB eru margir gagnrýnir á störf framkvæmdastjórnarinnar sem saka hana um að sóa skattfé og koma á svifaseinu regluverki sem hamli starfsemi fyrirtækja. Embættismenn ESB segja hins vegar að samræmt regluverk, sem framfylgt sé alls staðar á evrópska efnahagssvæðinu, geri innri markaðinn skilvirkari þar sem það dragi úr innlendum viðskiptahindrunum.Þörf á samþykki þingsins Sérhvert aðildarríki tilnefndi einn framkvæmdastjóra en samkvæmt hefð er farið fram á að þeir starfi í þágu Evrópusambandsins alls, en vinni ekki að hagsmunum einstakra aðildarríkja. Þrátt fyrir það skipta einstaka málaflokkar hverju aðildarríki meira máli en aðrir og sækja aðildarríki mörg hart að því að fá að gegna ákveðnum framkvæmdastjórastöðum. Ný framkvæmdastjórn mun taka við í byrjun nóvember og tekur þar með við af framkvæmdastjórn Portúgalans Barroso. Evrópuþingið þarf þó fyrst að samþykkja framkvæmdastjórnina í heild sinni en það ferli hefst í lok mánaðarins.Enginn sérstakur stækkunarstjóriEkki verður sérstakur framkvæmdastjóri stækkunarmála í framkvæmdastjórn Junckers en Austurríkismaðurinn Johannes Hahn mun fara með málefni „nágrannastefnu sambandsins og stækkunarviðræður“.Í tilkynningu frá framkvæmdastjórninni segir að framkvæmdastjórinn muni leggja áherslu á áframhald aðildarviðræðna, en að viðurkennt sé að ekki verði nein frekari stækkun sambandsins næstu fimm árin. Í tilkynningunni segir að nokkrir málaflokkar hafi verið hugsaðir upp á nýtt og straumlínulagaðir. Eigi það meðal annars um umhverfismál, málefni hafsins og sjávarútveg en Maltverjinn Karmenu Vella mun fara fyrir þeim málaflokki næstu fimm árin.Framkvæmdastjórn Jean-Claude Juncker.Mynd/Framkvæmdastjórn ESBMynd/Framkvæmdastjórn ESBMynd/Framkvæmdastjórn ESB Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Fleiri fréttir Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Sjá meira
Jean-Claude Juncker, verðandi forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, kynnti nýja framkvæmdastjórn sína til leiks fyrr í dag. Í framkvæmdastjórninni má finna sjö varaforseta þar sem hver og einn gegnir ákveðnu samræmingarhlutverki á skilgreindu málefnasviði. Konur munu skipa þrjár af sjö varaforsetastöðum. Mikið hefur verið skrafað síðustu vikurnar um hverjir fái valdamestu stöðurnar og hvaða málaflokk. Í framkvæmdastjórn Junckers er meðal annars að finna fimm fyrrverandi forsætisráðherra, fjóra fyrrverandi aðstoðarforsætisráðherra og sjö sem gegna framkvæmdastjórastöðu í núsitjandi framkvæmdastjórn José Manuel Barroso. Bretinn Jonathan Hill, fyrrverandi leiðtoga íhaldsmanna í Lávarðadeild breska þingsins, mun fara með málefni fjármálaþjónustu innan sambandsins, en í frétt BBC segir að David Cameron forsætisráðherra hafi fagnað þeirri niðurstöðu. Þá mun fyrrverandi fjármálaráðherra Frakklands, Pierre Moscovici, hafa umsjón með efnahagsstefnu sambandsins sem þykir eitt valdamesta embættið.Nýtt upphaf Juncker sagði þessa nýju framkvæmdastjórn vera staðráðna í að „veita Evrópu nýtt upphaf“. Framkvæmdastjórn ESB er álitin valdamesta stofnun sambandsins þar sem hún á frumkvæði að nýrri löggjöf, tryggir að aðildarríki fari að sáttmálum sambandsins og kemur fram fyrir hönd aðildarríkjanna við gerð viðskiptasamninga sambandsins. Andstæðingar ESB eru margir gagnrýnir á störf framkvæmdastjórnarinnar sem saka hana um að sóa skattfé og koma á svifaseinu regluverki sem hamli starfsemi fyrirtækja. Embættismenn ESB segja hins vegar að samræmt regluverk, sem framfylgt sé alls staðar á evrópska efnahagssvæðinu, geri innri markaðinn skilvirkari þar sem það dragi úr innlendum viðskiptahindrunum.Þörf á samþykki þingsins Sérhvert aðildarríki tilnefndi einn framkvæmdastjóra en samkvæmt hefð er farið fram á að þeir starfi í þágu Evrópusambandsins alls, en vinni ekki að hagsmunum einstakra aðildarríkja. Þrátt fyrir það skipta einstaka málaflokkar hverju aðildarríki meira máli en aðrir og sækja aðildarríki mörg hart að því að fá að gegna ákveðnum framkvæmdastjórastöðum. Ný framkvæmdastjórn mun taka við í byrjun nóvember og tekur þar með við af framkvæmdastjórn Portúgalans Barroso. Evrópuþingið þarf þó fyrst að samþykkja framkvæmdastjórnina í heild sinni en það ferli hefst í lok mánaðarins.Enginn sérstakur stækkunarstjóriEkki verður sérstakur framkvæmdastjóri stækkunarmála í framkvæmdastjórn Junckers en Austurríkismaðurinn Johannes Hahn mun fara með málefni „nágrannastefnu sambandsins og stækkunarviðræður“.Í tilkynningu frá framkvæmdastjórninni segir að framkvæmdastjórinn muni leggja áherslu á áframhald aðildarviðræðna, en að viðurkennt sé að ekki verði nein frekari stækkun sambandsins næstu fimm árin. Í tilkynningunni segir að nokkrir málaflokkar hafi verið hugsaðir upp á nýtt og straumlínulagaðir. Eigi það meðal annars um umhverfismál, málefni hafsins og sjávarútveg en Maltverjinn Karmenu Vella mun fara fyrir þeim málaflokki næstu fimm árin.Framkvæmdastjórn Jean-Claude Juncker.Mynd/Framkvæmdastjórn ESBMynd/Framkvæmdastjórn ESBMynd/Framkvæmdastjórn ESB
Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Fleiri fréttir Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Sjá meira