Maltverji fer með sjávarútvegsmál hjá Juncker Atli Ísleifsson skrifar 10. september 2014 13:18 Í framkvæmdastjórninni sitja 28 framkvæmdastjórar og eru einungis níu þeirra konur. Vísir/AFP Jean-Claude Juncker, verðandi forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, kynnti nýja framkvæmdastjórn sína til leiks fyrr í dag. Í framkvæmdastjórninni má finna sjö varaforseta þar sem hver og einn gegnir ákveðnu samræmingarhlutverki á skilgreindu málefnasviði. Konur munu skipa þrjár af sjö varaforsetastöðum. Mikið hefur verið skrafað síðustu vikurnar um hverjir fái valdamestu stöðurnar og hvaða málaflokk. Í framkvæmdastjórn Junckers er meðal annars að finna fimm fyrrverandi forsætisráðherra, fjóra fyrrverandi aðstoðarforsætisráðherra og sjö sem gegna framkvæmdastjórastöðu í núsitjandi framkvæmdastjórn José Manuel Barroso. Bretinn Jonathan Hill, fyrrverandi leiðtoga íhaldsmanna í Lávarðadeild breska þingsins, mun fara með málefni fjármálaþjónustu innan sambandsins, en í frétt BBC segir að David Cameron forsætisráðherra hafi fagnað þeirri niðurstöðu. Þá mun fyrrverandi fjármálaráðherra Frakklands, Pierre Moscovici, hafa umsjón með efnahagsstefnu sambandsins sem þykir eitt valdamesta embættið.Nýtt upphaf Juncker sagði þessa nýju framkvæmdastjórn vera staðráðna í að „veita Evrópu nýtt upphaf“. Framkvæmdastjórn ESB er álitin valdamesta stofnun sambandsins þar sem hún á frumkvæði að nýrri löggjöf, tryggir að aðildarríki fari að sáttmálum sambandsins og kemur fram fyrir hönd aðildarríkjanna við gerð viðskiptasamninga sambandsins. Andstæðingar ESB eru margir gagnrýnir á störf framkvæmdastjórnarinnar sem saka hana um að sóa skattfé og koma á svifaseinu regluverki sem hamli starfsemi fyrirtækja. Embættismenn ESB segja hins vegar að samræmt regluverk, sem framfylgt sé alls staðar á evrópska efnahagssvæðinu, geri innri markaðinn skilvirkari þar sem það dragi úr innlendum viðskiptahindrunum.Þörf á samþykki þingsins Sérhvert aðildarríki tilnefndi einn framkvæmdastjóra en samkvæmt hefð er farið fram á að þeir starfi í þágu Evrópusambandsins alls, en vinni ekki að hagsmunum einstakra aðildarríkja. Þrátt fyrir það skipta einstaka málaflokkar hverju aðildarríki meira máli en aðrir og sækja aðildarríki mörg hart að því að fá að gegna ákveðnum framkvæmdastjórastöðum. Ný framkvæmdastjórn mun taka við í byrjun nóvember og tekur þar með við af framkvæmdastjórn Portúgalans Barroso. Evrópuþingið þarf þó fyrst að samþykkja framkvæmdastjórnina í heild sinni en það ferli hefst í lok mánaðarins.Enginn sérstakur stækkunarstjóriEkki verður sérstakur framkvæmdastjóri stækkunarmála í framkvæmdastjórn Junckers en Austurríkismaðurinn Johannes Hahn mun fara með málefni „nágrannastefnu sambandsins og stækkunarviðræður“.Í tilkynningu frá framkvæmdastjórninni segir að framkvæmdastjórinn muni leggja áherslu á áframhald aðildarviðræðna, en að viðurkennt sé að ekki verði nein frekari stækkun sambandsins næstu fimm árin. Í tilkynningunni segir að nokkrir málaflokkar hafi verið hugsaðir upp á nýtt og straumlínulagaðir. Eigi það meðal annars um umhverfismál, málefni hafsins og sjávarútveg en Maltverjinn Karmenu Vella mun fara fyrir þeim málaflokki næstu fimm árin.Framkvæmdastjórn Jean-Claude Juncker.Mynd/Framkvæmdastjórn ESBMynd/Framkvæmdastjórn ESBMynd/Framkvæmdastjórn ESB Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Jean-Claude Juncker, verðandi forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, kynnti nýja framkvæmdastjórn sína til leiks fyrr í dag. Í framkvæmdastjórninni má finna sjö varaforseta þar sem hver og einn gegnir ákveðnu samræmingarhlutverki á skilgreindu málefnasviði. Konur munu skipa þrjár af sjö varaforsetastöðum. Mikið hefur verið skrafað síðustu vikurnar um hverjir fái valdamestu stöðurnar og hvaða málaflokk. Í framkvæmdastjórn Junckers er meðal annars að finna fimm fyrrverandi forsætisráðherra, fjóra fyrrverandi aðstoðarforsætisráðherra og sjö sem gegna framkvæmdastjórastöðu í núsitjandi framkvæmdastjórn José Manuel Barroso. Bretinn Jonathan Hill, fyrrverandi leiðtoga íhaldsmanna í Lávarðadeild breska þingsins, mun fara með málefni fjármálaþjónustu innan sambandsins, en í frétt BBC segir að David Cameron forsætisráðherra hafi fagnað þeirri niðurstöðu. Þá mun fyrrverandi fjármálaráðherra Frakklands, Pierre Moscovici, hafa umsjón með efnahagsstefnu sambandsins sem þykir eitt valdamesta embættið.Nýtt upphaf Juncker sagði þessa nýju framkvæmdastjórn vera staðráðna í að „veita Evrópu nýtt upphaf“. Framkvæmdastjórn ESB er álitin valdamesta stofnun sambandsins þar sem hún á frumkvæði að nýrri löggjöf, tryggir að aðildarríki fari að sáttmálum sambandsins og kemur fram fyrir hönd aðildarríkjanna við gerð viðskiptasamninga sambandsins. Andstæðingar ESB eru margir gagnrýnir á störf framkvæmdastjórnarinnar sem saka hana um að sóa skattfé og koma á svifaseinu regluverki sem hamli starfsemi fyrirtækja. Embættismenn ESB segja hins vegar að samræmt regluverk, sem framfylgt sé alls staðar á evrópska efnahagssvæðinu, geri innri markaðinn skilvirkari þar sem það dragi úr innlendum viðskiptahindrunum.Þörf á samþykki þingsins Sérhvert aðildarríki tilnefndi einn framkvæmdastjóra en samkvæmt hefð er farið fram á að þeir starfi í þágu Evrópusambandsins alls, en vinni ekki að hagsmunum einstakra aðildarríkja. Þrátt fyrir það skipta einstaka málaflokkar hverju aðildarríki meira máli en aðrir og sækja aðildarríki mörg hart að því að fá að gegna ákveðnum framkvæmdastjórastöðum. Ný framkvæmdastjórn mun taka við í byrjun nóvember og tekur þar með við af framkvæmdastjórn Portúgalans Barroso. Evrópuþingið þarf þó fyrst að samþykkja framkvæmdastjórnina í heild sinni en það ferli hefst í lok mánaðarins.Enginn sérstakur stækkunarstjóriEkki verður sérstakur framkvæmdastjóri stækkunarmála í framkvæmdastjórn Junckers en Austurríkismaðurinn Johannes Hahn mun fara með málefni „nágrannastefnu sambandsins og stækkunarviðræður“.Í tilkynningu frá framkvæmdastjórninni segir að framkvæmdastjórinn muni leggja áherslu á áframhald aðildarviðræðna, en að viðurkennt sé að ekki verði nein frekari stækkun sambandsins næstu fimm árin. Í tilkynningunni segir að nokkrir málaflokkar hafi verið hugsaðir upp á nýtt og straumlínulagaðir. Eigi það meðal annars um umhverfismál, málefni hafsins og sjávarútveg en Maltverjinn Karmenu Vella mun fara fyrir þeim málaflokki næstu fimm árin.Framkvæmdastjórn Jean-Claude Juncker.Mynd/Framkvæmdastjórn ESBMynd/Framkvæmdastjórn ESBMynd/Framkvæmdastjórn ESB
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“