Málsvörn banntrúarmanns Egill Óskarsson skrifar 8. desember 2011 06:00 Guðmundur Andri Thorsson skrifaði pistil í Fréttablaðið 5. desember sem bar heiti Banntrúarmenn. Þar fjallaði hann um félagið Vantrú, sem hann hefur ekki miklar mætur á. Guðmundur Andri segir að Vantrú hafi með kæru sinni til siðanefndar HÍ vegið að akademísku frelsi fræðimanna við háskólann og leitast við að stjórna umfjöllun um sig. Það er hins vegar staðreynd að HÍ hefur sett sér siðareglur. Þær setja þau höft á akademískt frelsi fræðimanna að þeir haldi sig við siðleg og akademísk vinnubrögð. Frelsi án hafta er ekki eftirsóknarvert, hvorki innan fræðasamfélagsins né utan. Í siðareglunum kemur fram að aðilar innan og utan Háskólans geti sent erindi til siðanefndar. Ef það að senda slíkt erindi þegar fólki finnst á sér brotið er sjálfkrafa, óháð efnisatriðum, árás á akademískt frelsi og tilraun til að stjórna umfjöllun þá þjóna siðareglurnar ekki tilgangi sínum og „frelsið“ er óbeislað. Guðmundur Andri skrifar: „Þeir sáu þá gullið tækifæri til að gera guðfræðideild HÍ og þessum kennara alveg sérstaklega lífið leitt, sem svo sannarlega hefur tekist“ Þetta er alrangt. Vantrú taldi hluta kennslunnar brot á siðareglum HÍ. Vissulega finnast fáir aðdáendur guðfræðideildar í félaginu en það er hugarburður að Bjarni Randver sé erkióvinur þess. Aftur vitna ég í Guðmund Andra: „... samkvæmt grein Barkar virðast [félagar í Vantrú] hafa skipulagt látlausar árásir á Bjarna til að hrekja hann úr starfi fyrir þær sakir að hafa ekki farið þeim orðum um félagsskapinn sem félagsmenn töldu tilhlýðilegt.“ Þessar skipulögðu árásir finnast hvergi í gjörðum félagsins. Þær hafa menn fundið í stolnum gögnum af læstu innra spjalli. Þar ráða félagsmenn ráðum sínum en Vantrú er óhefðbundið félag að því leyti að tilvera þess er nær eingöngu bundin við netið. Það voru notuð stór orð um Bjarna Randver í trúnaðarspjalli. Margt af því sem birt hefur verið var sagt í háði, t.d. þar sem talað er um „heilagt stríð“ og „einelti“. Þar voru menn að vitna í stórkarlalegri kerskni í orðræðu frá ákveðnum trúfélögum. „Herferðin“ var fyrst og fremst í kjaftinum á mönnum í umræðum sem fóru fram í trúnaði. Heiftin í félagsmönnum var ekki meiri en svo að þrisvar var Vantrú tilbúin að ljúka málinu með sátt. Því var ávallt hafnað af Bjarna Randveri. Hvort sem vinnubrögð siðanefndar hafa verið fullnægjandi eða ekki er ljóst að ekki stóð upp á Vantrú að ljúka málinu án úrskurðar siðanefndar. Tilgangur félagsins var aldrei sá að koma höggi á Bjarna. Þetta mál hefur tekið mikið á Bjarna Randver. Það er miður. Vantrú óraði aldrei fyrir þeim látum sem hafa orðið í kringum það sem átti að vera einföld kvörtun. Hvort þær tafir og kostnaður sem orðið hefur á málinu er vegna starfshátta siðanefndar eða heiftúðugra viðbragða Bjarna er ekki félagsmanna í Vantrú að dæma um. Vanlíðan og erfiðleikar Bjarna Randvers eru ekki fagnaðarefni fyrir meðlimi Vantrúar. Þvert á móti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Guðmundur Andri Thorsson skrifaði pistil í Fréttablaðið 5. desember sem bar heiti Banntrúarmenn. Þar fjallaði hann um félagið Vantrú, sem hann hefur ekki miklar mætur á. Guðmundur Andri segir að Vantrú hafi með kæru sinni til siðanefndar HÍ vegið að akademísku frelsi fræðimanna við háskólann og leitast við að stjórna umfjöllun um sig. Það er hins vegar staðreynd að HÍ hefur sett sér siðareglur. Þær setja þau höft á akademískt frelsi fræðimanna að þeir haldi sig við siðleg og akademísk vinnubrögð. Frelsi án hafta er ekki eftirsóknarvert, hvorki innan fræðasamfélagsins né utan. Í siðareglunum kemur fram að aðilar innan og utan Háskólans geti sent erindi til siðanefndar. Ef það að senda slíkt erindi þegar fólki finnst á sér brotið er sjálfkrafa, óháð efnisatriðum, árás á akademískt frelsi og tilraun til að stjórna umfjöllun þá þjóna siðareglurnar ekki tilgangi sínum og „frelsið“ er óbeislað. Guðmundur Andri skrifar: „Þeir sáu þá gullið tækifæri til að gera guðfræðideild HÍ og þessum kennara alveg sérstaklega lífið leitt, sem svo sannarlega hefur tekist“ Þetta er alrangt. Vantrú taldi hluta kennslunnar brot á siðareglum HÍ. Vissulega finnast fáir aðdáendur guðfræðideildar í félaginu en það er hugarburður að Bjarni Randver sé erkióvinur þess. Aftur vitna ég í Guðmund Andra: „... samkvæmt grein Barkar virðast [félagar í Vantrú] hafa skipulagt látlausar árásir á Bjarna til að hrekja hann úr starfi fyrir þær sakir að hafa ekki farið þeim orðum um félagsskapinn sem félagsmenn töldu tilhlýðilegt.“ Þessar skipulögðu árásir finnast hvergi í gjörðum félagsins. Þær hafa menn fundið í stolnum gögnum af læstu innra spjalli. Þar ráða félagsmenn ráðum sínum en Vantrú er óhefðbundið félag að því leyti að tilvera þess er nær eingöngu bundin við netið. Það voru notuð stór orð um Bjarna Randver í trúnaðarspjalli. Margt af því sem birt hefur verið var sagt í háði, t.d. þar sem talað er um „heilagt stríð“ og „einelti“. Þar voru menn að vitna í stórkarlalegri kerskni í orðræðu frá ákveðnum trúfélögum. „Herferðin“ var fyrst og fremst í kjaftinum á mönnum í umræðum sem fóru fram í trúnaði. Heiftin í félagsmönnum var ekki meiri en svo að þrisvar var Vantrú tilbúin að ljúka málinu með sátt. Því var ávallt hafnað af Bjarna Randveri. Hvort sem vinnubrögð siðanefndar hafa verið fullnægjandi eða ekki er ljóst að ekki stóð upp á Vantrú að ljúka málinu án úrskurðar siðanefndar. Tilgangur félagsins var aldrei sá að koma höggi á Bjarna. Þetta mál hefur tekið mikið á Bjarna Randver. Það er miður. Vantrú óraði aldrei fyrir þeim látum sem hafa orðið í kringum það sem átti að vera einföld kvörtun. Hvort þær tafir og kostnaður sem orðið hefur á málinu er vegna starfshátta siðanefndar eða heiftúðugra viðbragða Bjarna er ekki félagsmanna í Vantrú að dæma um. Vanlíðan og erfiðleikar Bjarna Randvers eru ekki fagnaðarefni fyrir meðlimi Vantrúar. Þvert á móti.
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar