Málar myndir af gæsum með typpinu Guðrún Ansnes skrifar 18. maí 2015 08:00 Axel Valur Davíðsson Diego kemur fram í veislum undir nafninu PErró. Vísir/Ernir „Ég byrja þetta á smá sexí strippi og hef þetta svolítið lúmskt þangað til ég byrja að mála,“ segir Axel Valur Davíðsson Diego, eða PErró eins og hann kallar sig, um limalistina sem hann býður uppá. „Svo bara byrja ég að mála með mínum persónulega pensli á strigann, yfirleitt andlitsmyndir af gæsinni eða afmælisbarninu,“ útskýrir PErró, en pensillinn er typpið á honum. „Þetta hefur verið gífurlega vinsælt. Ég hef ekkert auglýst mig heldur hefur símanúmerið mitt bara borist manna á milli og síminn hringir oftar og oftar,“ segir hann léttur. PErró segist taka aðeins um fjörutíu þúsund krónur fyrir að mæta og mála myndirnar með typpinu á sér, sem sé í raun gjöf en ekki gjald miðað við þá þjónustu sem hann býður uppá. „Ég held ég sé eini karlkyns listmálarastrippari á landinu,“ bætir hann við og stoltið leynir sér ekki.Næstum alltaf góð viðbrögð Aðspurður um viðbrögð fólks þegar hann mætir á svæðið og hefst handa við verkefnið segir hann þau iðulega mjög góð, „fyrir utan eitt skipti. Þá var konan sem ég átti að koma á óvart starfsmaður einhvers konar mannréttindasamtaka og hún hélt mig vera miklu yngri en ég er, og hún varð frekar fúl út í vinkonur sínar. Ég endaði þá bara á að mála myndina af henni með fingrunum.“ Þetta óhefðbundna list-og skemmtiform er afsprengi sprells PErrós og vinkonu hans úr Listaháskólanum, en hann útskrifaðist þaðan árið 2011 úr myndlist, en ekki hvað. „Okkur datt í hug að fara í smá keppni milli kynjanna á sýningu hjá Sirkusi Íslands. Hún málaði með brjóstunum á sér og ég með typpinu á mér. Hennar verk seldist dýrara en mitt, auðvitað, þar sem hún er kona og karlarnir tilbúnari að eyða meiri peningum en konurnar,“ útskýrir hann.Mynd eftir PErró.En sá hlær best sem síðast hlær, því í framhaldinu bauðst honum að koma fram í gæsun og svo fóru hjólin aldeilis að snúast. „Ég hef mest komið fram í gæsunum og svo reyndar steggjunum líka. Nú fer tímabilið líka að byrja og vonandi halda vinsældirnar bara áfram.“ PErró hefur nælt sér í alþjóðlega viðurkenningu, en hann brá sér til Kanada í janúar og tók þar þátt í strippkeppni, sem hann vann. „Það var verulega gaman að vera valinn Janúarmeistarinn,“ segir hann og bætir við að mikill munur sé á íslenskum áhorfendum og þeim sem hann skemmti í Kanada. „Þetta er svo nýtt hérna heima að fólk veit kannski ekki alveg hvernig það á að vera á meðan Kanadabúarnir voru hressari með þetta,“ útskýrir PErró, bjartsýnn á framhaldið. Mest lesið Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Tíska og hönnun Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Lífið „Það jafnast enginn á við þig“ Lífið Með Banksy í stofunni heima Menning Enginn að rífast í partýi á Prikinu Lífið Hljóp undir fölsku nafni Lífið Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Menning Fleiri fréttir Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Sjá meira
„Ég byrja þetta á smá sexí strippi og hef þetta svolítið lúmskt þangað til ég byrja að mála,“ segir Axel Valur Davíðsson Diego, eða PErró eins og hann kallar sig, um limalistina sem hann býður uppá. „Svo bara byrja ég að mála með mínum persónulega pensli á strigann, yfirleitt andlitsmyndir af gæsinni eða afmælisbarninu,“ útskýrir PErró, en pensillinn er typpið á honum. „Þetta hefur verið gífurlega vinsælt. Ég hef ekkert auglýst mig heldur hefur símanúmerið mitt bara borist manna á milli og síminn hringir oftar og oftar,“ segir hann léttur. PErró segist taka aðeins um fjörutíu þúsund krónur fyrir að mæta og mála myndirnar með typpinu á sér, sem sé í raun gjöf en ekki gjald miðað við þá þjónustu sem hann býður uppá. „Ég held ég sé eini karlkyns listmálarastrippari á landinu,“ bætir hann við og stoltið leynir sér ekki.Næstum alltaf góð viðbrögð Aðspurður um viðbrögð fólks þegar hann mætir á svæðið og hefst handa við verkefnið segir hann þau iðulega mjög góð, „fyrir utan eitt skipti. Þá var konan sem ég átti að koma á óvart starfsmaður einhvers konar mannréttindasamtaka og hún hélt mig vera miklu yngri en ég er, og hún varð frekar fúl út í vinkonur sínar. Ég endaði þá bara á að mála myndina af henni með fingrunum.“ Þetta óhefðbundna list-og skemmtiform er afsprengi sprells PErrós og vinkonu hans úr Listaháskólanum, en hann útskrifaðist þaðan árið 2011 úr myndlist, en ekki hvað. „Okkur datt í hug að fara í smá keppni milli kynjanna á sýningu hjá Sirkusi Íslands. Hún málaði með brjóstunum á sér og ég með typpinu á mér. Hennar verk seldist dýrara en mitt, auðvitað, þar sem hún er kona og karlarnir tilbúnari að eyða meiri peningum en konurnar,“ útskýrir hann.Mynd eftir PErró.En sá hlær best sem síðast hlær, því í framhaldinu bauðst honum að koma fram í gæsun og svo fóru hjólin aldeilis að snúast. „Ég hef mest komið fram í gæsunum og svo reyndar steggjunum líka. Nú fer tímabilið líka að byrja og vonandi halda vinsældirnar bara áfram.“ PErró hefur nælt sér í alþjóðlega viðurkenningu, en hann brá sér til Kanada í janúar og tók þar þátt í strippkeppni, sem hann vann. „Það var verulega gaman að vera valinn Janúarmeistarinn,“ segir hann og bætir við að mikill munur sé á íslenskum áhorfendum og þeim sem hann skemmti í Kanada. „Þetta er svo nýtt hérna heima að fólk veit kannski ekki alveg hvernig það á að vera á meðan Kanadabúarnir voru hressari með þetta,“ útskýrir PErró, bjartsýnn á framhaldið.
Mest lesið Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Tíska og hönnun Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Lífið „Það jafnast enginn á við þig“ Lífið Með Banksy í stofunni heima Menning Enginn að rífast í partýi á Prikinu Lífið Hljóp undir fölsku nafni Lífið Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Menning Fleiri fréttir Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Sjá meira