Innlent

Mál manns sem lést í fangaklefa í rannsókn

Séð inn í fangaklefa á Hverfisgötu.
Séð inn í fangaklefa á Hverfisgötu.
Lögregla hefur staðfest að karlmaður á fimmtugsaldri sem tók líf sitt í fangaklefa í gærmorgun hafi hengt sig. Fullyrt er í Fréttablaðinu í morgun að maðurinn hafi hengt sig, með teppi, en Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn gat ekki staðfest það í samtali við fréttastofu í morgun. Málið er í rannsókn og beðið er niðurstöðu krufningar.

Lögreglan handtók manninn í vesturbæ Reykjavíkur í fyrrinótt og færði hann í fangaklefa í bítið í gærmorgun. Maðurinn hafði þá verið með háreysti og nágrannar kvatt lögreglu á staðinn. Maðurinn ógnaði lögreglu með hnífi og beitti lögreglan þá piparúða til að yfirbuga hann.

Það var síðan á ellefta tímanum í gærmorgun sem komið var að manninum látnum í fangaklefa sínum.


Tengdar fréttir

Maðurinn sem gekk berserksgang lést í fangaklefa í morgun

Maður sem gekk berserksgang í vesturbæ Reykjavíkur í gærkvöldi lést í fangaklefa á lögreglustöðinni við Hverfisgötu í morgun. Þetta staðfestir Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn í samtali við fréttastofu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×