Makalaust framferði Isavia Aðalheiður Héðinsdóttir skrifar 4. júní 2015 00:01 Ingimundur Sigurpálsson formaður stjórnar Isavia ohf. staðhæfði á blaðamannafundi 1. október sl. að samkeppnisferlið um verslunar- og veitingarými í Leifsstöð hafi verið ,,eins opið og gagnsætt eins og frekast er kostur“. Nú hefur úrskurðarnefnd um upplýsingamál komist að niðurstöðu um að það er rangt. Þvert á móti ber úrskurður nefndarinnar um kæru Kaffitárs með sér að stjórn Isavia er staðráðin í að koma í veg fyrir að þátttakendur í samkeppninni geti kannað hvort annarlegar og ómálefnalegar ástæður hafi ráðið vali á fyrirtækjum. Ætla mætti að það stæði ekki í stjórn Isavia að upplýsa hvaða fyrirtæki tóku þátt í samkeppninni, en það er röng ályktun. Í fyrstu bar fyrirtækið fyrir sig trúnaði við þátttökufyrirtækin og meintan álitshnekki þeirra sem urðu undir í samkeppninni. Þá bar Isavia fyrir sig að líklega tækju fleiri fyrirtæki þátt í slíkri samkeppni ef leynd hvíldi yfir samkeppnisferlinu. Úrskurðarnefndin gaf lítið fyrir þessi rök og krafðist þess að fá nafnalistann afhentan í trúnaði. Þá „upplýsti“ Isavia að gögnunum hefði verið eytt, nafnalistanum og öllum forvalsgögnum sem innhéldu m.a. upplýsingar um fyrirtækin, vöruframboð, verð- og markaðsstefnu! Úrskurðarnefndin var augljóslega gáttuð á þessu svari og fannst ástæða til að minna á lög um opinber skjalasöfn sem Isavia virðist hafa brotið með framferði sínu, enda mætti leggja úrskurðarnefndina niður ef það væri látið óátalið að aðilar sem heyra undir upplýsingalög eyði óþægilegum gögnum. Sú spurning verður áleitin hvort Isavia eyddi gögnunum áður en niðurstaða samkeppninnar lá fyrir eða hvort það var gert eftir að Kaffitár bað um gögnin 21. ágúst og opinber umræða um leynimakk hófst. Þessi nafnalisti og forvalsgögn eru mikilvæg vegna þess að Isavia hefur orðið tvísaga um fjölda þátttakenda í samkeppninni, annars vegar segir í fundargerð valnefndar 8. apríl 2014 að þátttakendur hafi verið 70 en á blaðamannafundi 1. október 2014 var fjöldinn orðinn 71. Þá kemur fram í greinargerð úrskurðarnefndar að nefndin hafi undir höndum mikilvæg tilboðsgögn frá Lagardére Services, sem dagsett eru 11. júlí, en lokafrestur til að skila gögnum var 25. júní. Rétt er að minna á að þetta franska fyrirtæki er hinn stóri sigurvegari samkeppninnar með nánast alla útsölustaði matar og drykkja í flugstöðinni. Ég vil vekja athygli á tveimur öðrum staðreyndum sem koma fram í úrskurðinum. Isavia neitaði ekki eingöngu Kaffitári um aðgang að stigagjöf annarra þátttakenda, heldur neitaði hún einnig úrskurðarnefndinni um þessi gögn, þrátt fyrir tilmæli um að þau yrðu aðeins afhent nefndinni í trúnaði. Beiðni um aðgang að gögnum sem útskýra einkunnagjöf og val á fyrirtækjum var svarað með því að engin slík gögn væru til í skjalavörslu fyrirtækisins. Á mannamáli þýðir þetta að engar fundargerðir, engin vinnuskjöl eða minnisblöð, engin greinargerð eða glærukynning er til hjá fyrirtækinu sem útskýrir hvers vegna valnefnd lagði til við stjórn Isavia að gengið yrði til samninga við tiltekin fyrirtæki og stjórn Isavia finnst boðleg vinnubrögð að hafa engin skrifleg gögn til að styðjast við þegar tekin var ákvörðun um ráðstöfun gæða sem teljast til opinberra hagsmuna. Með hliðsjón af öllu þessu ákvarðaði úrskurðarnefnd upplýsingamála að Isavia skyldi afhenda Kaffitári einkunnablöð og öll tilboð og fylgiskjöl fyrirtækja sem tóku þátt í samkeppninni í þeim flokki sem um ræðir, en eðli málsins samkvæmt er ekki hægt að skylda Isavia til að afhenda gögn sem ekki eru til eða hefur verið eytt. Slíkt heyrir undir aðrar eftirlitsstofnanir ríkisins og kallar í raun á stjórnsýsluúttekt á starfsháttum fyrirtækisins. Ég gæti hagsmuna míns fyrirtækis og þess vegna óska ég eftir aðgangi að gögnum. Lesendum ætti þó að vera ljóst að hér er á ferðinni miklu stærra mál og varðar hagsmuni almennings. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Ingimundur Sigurpálsson formaður stjórnar Isavia ohf. staðhæfði á blaðamannafundi 1. október sl. að samkeppnisferlið um verslunar- og veitingarými í Leifsstöð hafi verið ,,eins opið og gagnsætt eins og frekast er kostur“. Nú hefur úrskurðarnefnd um upplýsingamál komist að niðurstöðu um að það er rangt. Þvert á móti ber úrskurður nefndarinnar um kæru Kaffitárs með sér að stjórn Isavia er staðráðin í að koma í veg fyrir að þátttakendur í samkeppninni geti kannað hvort annarlegar og ómálefnalegar ástæður hafi ráðið vali á fyrirtækjum. Ætla mætti að það stæði ekki í stjórn Isavia að upplýsa hvaða fyrirtæki tóku þátt í samkeppninni, en það er röng ályktun. Í fyrstu bar fyrirtækið fyrir sig trúnaði við þátttökufyrirtækin og meintan álitshnekki þeirra sem urðu undir í samkeppninni. Þá bar Isavia fyrir sig að líklega tækju fleiri fyrirtæki þátt í slíkri samkeppni ef leynd hvíldi yfir samkeppnisferlinu. Úrskurðarnefndin gaf lítið fyrir þessi rök og krafðist þess að fá nafnalistann afhentan í trúnaði. Þá „upplýsti“ Isavia að gögnunum hefði verið eytt, nafnalistanum og öllum forvalsgögnum sem innhéldu m.a. upplýsingar um fyrirtækin, vöruframboð, verð- og markaðsstefnu! Úrskurðarnefndin var augljóslega gáttuð á þessu svari og fannst ástæða til að minna á lög um opinber skjalasöfn sem Isavia virðist hafa brotið með framferði sínu, enda mætti leggja úrskurðarnefndina niður ef það væri látið óátalið að aðilar sem heyra undir upplýsingalög eyði óþægilegum gögnum. Sú spurning verður áleitin hvort Isavia eyddi gögnunum áður en niðurstaða samkeppninnar lá fyrir eða hvort það var gert eftir að Kaffitár bað um gögnin 21. ágúst og opinber umræða um leynimakk hófst. Þessi nafnalisti og forvalsgögn eru mikilvæg vegna þess að Isavia hefur orðið tvísaga um fjölda þátttakenda í samkeppninni, annars vegar segir í fundargerð valnefndar 8. apríl 2014 að þátttakendur hafi verið 70 en á blaðamannafundi 1. október 2014 var fjöldinn orðinn 71. Þá kemur fram í greinargerð úrskurðarnefndar að nefndin hafi undir höndum mikilvæg tilboðsgögn frá Lagardére Services, sem dagsett eru 11. júlí, en lokafrestur til að skila gögnum var 25. júní. Rétt er að minna á að þetta franska fyrirtæki er hinn stóri sigurvegari samkeppninnar með nánast alla útsölustaði matar og drykkja í flugstöðinni. Ég vil vekja athygli á tveimur öðrum staðreyndum sem koma fram í úrskurðinum. Isavia neitaði ekki eingöngu Kaffitári um aðgang að stigagjöf annarra þátttakenda, heldur neitaði hún einnig úrskurðarnefndinni um þessi gögn, þrátt fyrir tilmæli um að þau yrðu aðeins afhent nefndinni í trúnaði. Beiðni um aðgang að gögnum sem útskýra einkunnagjöf og val á fyrirtækjum var svarað með því að engin slík gögn væru til í skjalavörslu fyrirtækisins. Á mannamáli þýðir þetta að engar fundargerðir, engin vinnuskjöl eða minnisblöð, engin greinargerð eða glærukynning er til hjá fyrirtækinu sem útskýrir hvers vegna valnefnd lagði til við stjórn Isavia að gengið yrði til samninga við tiltekin fyrirtæki og stjórn Isavia finnst boðleg vinnubrögð að hafa engin skrifleg gögn til að styðjast við þegar tekin var ákvörðun um ráðstöfun gæða sem teljast til opinberra hagsmuna. Með hliðsjón af öllu þessu ákvarðaði úrskurðarnefnd upplýsingamála að Isavia skyldi afhenda Kaffitári einkunnablöð og öll tilboð og fylgiskjöl fyrirtækja sem tóku þátt í samkeppninni í þeim flokki sem um ræðir, en eðli málsins samkvæmt er ekki hægt að skylda Isavia til að afhenda gögn sem ekki eru til eða hefur verið eytt. Slíkt heyrir undir aðrar eftirlitsstofnanir ríkisins og kallar í raun á stjórnsýsluúttekt á starfsháttum fyrirtækisins. Ég gæti hagsmuna míns fyrirtækis og þess vegna óska ég eftir aðgangi að gögnum. Lesendum ætti þó að vera ljóst að hér er á ferðinni miklu stærra mál og varðar hagsmuni almennings.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun