Makalaust framferði Isavia Aðalheiður Héðinsdóttir skrifar 4. júní 2015 00:01 Ingimundur Sigurpálsson formaður stjórnar Isavia ohf. staðhæfði á blaðamannafundi 1. október sl. að samkeppnisferlið um verslunar- og veitingarými í Leifsstöð hafi verið ,,eins opið og gagnsætt eins og frekast er kostur“. Nú hefur úrskurðarnefnd um upplýsingamál komist að niðurstöðu um að það er rangt. Þvert á móti ber úrskurður nefndarinnar um kæru Kaffitárs með sér að stjórn Isavia er staðráðin í að koma í veg fyrir að þátttakendur í samkeppninni geti kannað hvort annarlegar og ómálefnalegar ástæður hafi ráðið vali á fyrirtækjum. Ætla mætti að það stæði ekki í stjórn Isavia að upplýsa hvaða fyrirtæki tóku þátt í samkeppninni, en það er röng ályktun. Í fyrstu bar fyrirtækið fyrir sig trúnaði við þátttökufyrirtækin og meintan álitshnekki þeirra sem urðu undir í samkeppninni. Þá bar Isavia fyrir sig að líklega tækju fleiri fyrirtæki þátt í slíkri samkeppni ef leynd hvíldi yfir samkeppnisferlinu. Úrskurðarnefndin gaf lítið fyrir þessi rök og krafðist þess að fá nafnalistann afhentan í trúnaði. Þá „upplýsti“ Isavia að gögnunum hefði verið eytt, nafnalistanum og öllum forvalsgögnum sem innhéldu m.a. upplýsingar um fyrirtækin, vöruframboð, verð- og markaðsstefnu! Úrskurðarnefndin var augljóslega gáttuð á þessu svari og fannst ástæða til að minna á lög um opinber skjalasöfn sem Isavia virðist hafa brotið með framferði sínu, enda mætti leggja úrskurðarnefndina niður ef það væri látið óátalið að aðilar sem heyra undir upplýsingalög eyði óþægilegum gögnum. Sú spurning verður áleitin hvort Isavia eyddi gögnunum áður en niðurstaða samkeppninnar lá fyrir eða hvort það var gert eftir að Kaffitár bað um gögnin 21. ágúst og opinber umræða um leynimakk hófst. Þessi nafnalisti og forvalsgögn eru mikilvæg vegna þess að Isavia hefur orðið tvísaga um fjölda þátttakenda í samkeppninni, annars vegar segir í fundargerð valnefndar 8. apríl 2014 að þátttakendur hafi verið 70 en á blaðamannafundi 1. október 2014 var fjöldinn orðinn 71. Þá kemur fram í greinargerð úrskurðarnefndar að nefndin hafi undir höndum mikilvæg tilboðsgögn frá Lagardére Services, sem dagsett eru 11. júlí, en lokafrestur til að skila gögnum var 25. júní. Rétt er að minna á að þetta franska fyrirtæki er hinn stóri sigurvegari samkeppninnar með nánast alla útsölustaði matar og drykkja í flugstöðinni. Ég vil vekja athygli á tveimur öðrum staðreyndum sem koma fram í úrskurðinum. Isavia neitaði ekki eingöngu Kaffitári um aðgang að stigagjöf annarra þátttakenda, heldur neitaði hún einnig úrskurðarnefndinni um þessi gögn, þrátt fyrir tilmæli um að þau yrðu aðeins afhent nefndinni í trúnaði. Beiðni um aðgang að gögnum sem útskýra einkunnagjöf og val á fyrirtækjum var svarað með því að engin slík gögn væru til í skjalavörslu fyrirtækisins. Á mannamáli þýðir þetta að engar fundargerðir, engin vinnuskjöl eða minnisblöð, engin greinargerð eða glærukynning er til hjá fyrirtækinu sem útskýrir hvers vegna valnefnd lagði til við stjórn Isavia að gengið yrði til samninga við tiltekin fyrirtæki og stjórn Isavia finnst boðleg vinnubrögð að hafa engin skrifleg gögn til að styðjast við þegar tekin var ákvörðun um ráðstöfun gæða sem teljast til opinberra hagsmuna. Með hliðsjón af öllu þessu ákvarðaði úrskurðarnefnd upplýsingamála að Isavia skyldi afhenda Kaffitári einkunnablöð og öll tilboð og fylgiskjöl fyrirtækja sem tóku þátt í samkeppninni í þeim flokki sem um ræðir, en eðli málsins samkvæmt er ekki hægt að skylda Isavia til að afhenda gögn sem ekki eru til eða hefur verið eytt. Slíkt heyrir undir aðrar eftirlitsstofnanir ríkisins og kallar í raun á stjórnsýsluúttekt á starfsháttum fyrirtækisins. Ég gæti hagsmuna míns fyrirtækis og þess vegna óska ég eftir aðgangi að gögnum. Lesendum ætti þó að vera ljóst að hér er á ferðinni miklu stærra mál og varðar hagsmuni almennings. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Sjá meira
Ingimundur Sigurpálsson formaður stjórnar Isavia ohf. staðhæfði á blaðamannafundi 1. október sl. að samkeppnisferlið um verslunar- og veitingarými í Leifsstöð hafi verið ,,eins opið og gagnsætt eins og frekast er kostur“. Nú hefur úrskurðarnefnd um upplýsingamál komist að niðurstöðu um að það er rangt. Þvert á móti ber úrskurður nefndarinnar um kæru Kaffitárs með sér að stjórn Isavia er staðráðin í að koma í veg fyrir að þátttakendur í samkeppninni geti kannað hvort annarlegar og ómálefnalegar ástæður hafi ráðið vali á fyrirtækjum. Ætla mætti að það stæði ekki í stjórn Isavia að upplýsa hvaða fyrirtæki tóku þátt í samkeppninni, en það er röng ályktun. Í fyrstu bar fyrirtækið fyrir sig trúnaði við þátttökufyrirtækin og meintan álitshnekki þeirra sem urðu undir í samkeppninni. Þá bar Isavia fyrir sig að líklega tækju fleiri fyrirtæki þátt í slíkri samkeppni ef leynd hvíldi yfir samkeppnisferlinu. Úrskurðarnefndin gaf lítið fyrir þessi rök og krafðist þess að fá nafnalistann afhentan í trúnaði. Þá „upplýsti“ Isavia að gögnunum hefði verið eytt, nafnalistanum og öllum forvalsgögnum sem innhéldu m.a. upplýsingar um fyrirtækin, vöruframboð, verð- og markaðsstefnu! Úrskurðarnefndin var augljóslega gáttuð á þessu svari og fannst ástæða til að minna á lög um opinber skjalasöfn sem Isavia virðist hafa brotið með framferði sínu, enda mætti leggja úrskurðarnefndina niður ef það væri látið óátalið að aðilar sem heyra undir upplýsingalög eyði óþægilegum gögnum. Sú spurning verður áleitin hvort Isavia eyddi gögnunum áður en niðurstaða samkeppninnar lá fyrir eða hvort það var gert eftir að Kaffitár bað um gögnin 21. ágúst og opinber umræða um leynimakk hófst. Þessi nafnalisti og forvalsgögn eru mikilvæg vegna þess að Isavia hefur orðið tvísaga um fjölda þátttakenda í samkeppninni, annars vegar segir í fundargerð valnefndar 8. apríl 2014 að þátttakendur hafi verið 70 en á blaðamannafundi 1. október 2014 var fjöldinn orðinn 71. Þá kemur fram í greinargerð úrskurðarnefndar að nefndin hafi undir höndum mikilvæg tilboðsgögn frá Lagardére Services, sem dagsett eru 11. júlí, en lokafrestur til að skila gögnum var 25. júní. Rétt er að minna á að þetta franska fyrirtæki er hinn stóri sigurvegari samkeppninnar með nánast alla útsölustaði matar og drykkja í flugstöðinni. Ég vil vekja athygli á tveimur öðrum staðreyndum sem koma fram í úrskurðinum. Isavia neitaði ekki eingöngu Kaffitári um aðgang að stigagjöf annarra þátttakenda, heldur neitaði hún einnig úrskurðarnefndinni um þessi gögn, þrátt fyrir tilmæli um að þau yrðu aðeins afhent nefndinni í trúnaði. Beiðni um aðgang að gögnum sem útskýra einkunnagjöf og val á fyrirtækjum var svarað með því að engin slík gögn væru til í skjalavörslu fyrirtækisins. Á mannamáli þýðir þetta að engar fundargerðir, engin vinnuskjöl eða minnisblöð, engin greinargerð eða glærukynning er til hjá fyrirtækinu sem útskýrir hvers vegna valnefnd lagði til við stjórn Isavia að gengið yrði til samninga við tiltekin fyrirtæki og stjórn Isavia finnst boðleg vinnubrögð að hafa engin skrifleg gögn til að styðjast við þegar tekin var ákvörðun um ráðstöfun gæða sem teljast til opinberra hagsmuna. Með hliðsjón af öllu þessu ákvarðaði úrskurðarnefnd upplýsingamála að Isavia skyldi afhenda Kaffitári einkunnablöð og öll tilboð og fylgiskjöl fyrirtækja sem tóku þátt í samkeppninni í þeim flokki sem um ræðir, en eðli málsins samkvæmt er ekki hægt að skylda Isavia til að afhenda gögn sem ekki eru til eða hefur verið eytt. Slíkt heyrir undir aðrar eftirlitsstofnanir ríkisins og kallar í raun á stjórnsýsluúttekt á starfsháttum fyrirtækisins. Ég gæti hagsmuna míns fyrirtækis og þess vegna óska ég eftir aðgangi að gögnum. Lesendum ætti þó að vera ljóst að hér er á ferðinni miklu stærra mál og varðar hagsmuni almennings.
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun