Magnús Scheving afhendir TBS Latabæ Samúel Karl Ólason skrifar 30. maí 2014 11:07 Magnús Scheving hefur ákveðið að afhenda eiganda Latabæjar, alþjóðlegu fjölmiðlasamsteypunni Turner Broadcasting System Latabæ, en hann samdi Latabæ fyrir 20 árum og hefur verið forstjóri síðan. Ekki verður lengur not fyrir myndver Latabæjar hér á landi.Latabæ verður stýrt af skrifstofu Turner í London og munu fimm fastráðnir starfsmenn hverfa á braut. Samkvæmt tilkynningu frá Latabæ mun Magnús áfram vera Turner innan handar sem ráðgjafi og sérstakur sendiherra Latabæjar næstu tvö til þrjú árin hið minnsta. „Eftir að ég fór úr búningnum þá hefur hlutverk mitt sem sendiherra fyrir heilbrigðan lífsstíl víðs vegar um heiminn aukist og eftirspurnin eftir mér sem fyrirlesara einnig og ég mun halda því áfram,“ segir Magnús Scheving í tilkynningunni. „Þá hef ég einnig hug á að snúa mér að spennandi verkefnum sem ég hef ekki komist í vegna anna síðustu 20 árin. Ég er stoltur og ánægður með að Latibær sé í höndum eins stærsta afþreyingafyrirtæki heims, Turner sem er hluti af Time Warner samsteypunni. Aðila sem hefur allt sem þarf til að láta Latabæ vaxa og dafna um ókomna framtíð. Ég er jafnframt virkilega spenntur að sjá Latabæ í Þjóðleikhúsinu og það er góð tilfinning að nýjar kynslóðir geti upplifað Latabæ á sviði alveg eins og þegar ævintýrið hófst fyrir 20 árum síðan.“ Turnar keypti fyrirtækið árið 2011 og síðan hafa tvær nýjar sjónvarpsþáttaraðir verið framleiddar. „Eftir framleiðslu á síðustu seríu var þeim merka áfanga náð að eiga yfir 100 þætti um lífið í Latabæ, en það er það magn sem þarft til að svara eftirspurn yngstu kynslóðarinnar um ókomna tíð,“ segir í tilkynningunni. Tilkynninguna í má lesa í heild sinni hér að neðan:Magnús tekur stærsta stökkið í sögu LatabæjarSíðustu 20 ár hefur Magnús Scheving verið höfundur og forstjóri Latabæjar en nú er komið að því að íþróttaálfurinn fyrrverandi taki stærsta stökkið í sögu bæjarins. Samningi Magnúsar er að ljúka og hefur hann ákveðið að endurnýja hann ekki og því afhenda keflið yfir til eiganda Latabæjar, alþjóðlegu fjölmiðlasamsteypunnar Turner Broadcasting System. Þeir vilja þó ekki sleppa honum alveg strax og Magnús mun því verða Turner áfram innan handar sem ráðgjafi og sérstakur sendiherra Latabæjar næstu 2-3 árin hið minnsta.Frá því að Turner keypti fyrirtækið árið 2011 hafa verið framleiddar tvær nýjar sjónvarpsþáttaraðir um Latabæ. Eftir framleiðslu á síðustu seríu var þeim merka áfanga náð að eiga yfir 100 þætti um lífið í Latabæ – en það er það magn sem þarf til að svara eftirspurn yngstu kynslóðarinnar um ókomna tíð. Ekki verða því not lengur fyrir stúdíóið góða hér á landi sem skilað hefur fyrirtækinu þessum mikla fjársjóði af sjónvarpsefni. Aðkoma Turner hefur skilað 5 milljörðum í erlendum gjaldeyri inn í íslenskt efnahagslíf og yfir 160 ársverk hafa verið sköpuð árlega þessi þrjú ár.Turner mun frumsýna nýju sjónvarpsþáttaraðirnar á sjónvarpsstöðvum sínum um allan heim í haust. Samhliða ætla þeir sér að stórauka fjárfestingu í leiksýningum og sækja af meiri krafti með Latabæ inn í netheima. Verkefnið verður leitt af skrifstofu Turner í London þar sem haldið er utan um öll alþjóðleg vörumerki samsteypunnar. Í tengslum við þessa breytingu hverfa fimm fastráðnir starfsmenn Latabæjar á braut. Í október síðastliðnum lauk tökum á seinni þáttaröðinni og hvarf þá meirihluti þeirra 160 verktaka sem störfuðu við framleiðsluna til annarra verkefna en 40 unnu við eftirvinnsluna og luku störfum í apríl síðastliðnum. Ísland verður fyrirtækinu áfram mikilvægt og stærsta verkefni ársins hér á landi verður 20 ára afmælissýning Latabæjar í Þjóðleikhúsinu en hátt í 70 manns munu starfa að uppsetningunni.Magnús Scheving: „Eftir að ég fór úr búningnum þá hefur hlutverk mitt sem sendiherra fyrir heilbrigðan lífsstíl víðs vegar um heiminn aukist og eftirspurnin eftir mér sem fyrirlesara einnig og ég mun halda því áfram. Þá hef ég einnig hug á að snúa mér að spennandi verkefnum sem ég hef ekki komist í vegna anna síðustu 20 árin. Ég er stoltur og ánægður með að Latibær sé í höndum eins stærsta afþreyingafyrirtæki heims, Turner sem er hluti af Time Warner samsteypunni. Aðila sem hefur allt sem þarf til að láta Latabæ vaxa og dafna um ókomna framtíð. Ég er jafnframt virkilega spenntur að sjá Latabæ í Þjóðleikhúsinu og það er góð tilfinning að nýjar kynslóðir geti upplifað Latabæ á sviði alveg eins og þegar ævintýrið hófst fyrir 20 árum síðan. Mest lesið Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fleiri fréttir Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Sjá meira
Magnús Scheving hefur ákveðið að afhenda eiganda Latabæjar, alþjóðlegu fjölmiðlasamsteypunni Turner Broadcasting System Latabæ, en hann samdi Latabæ fyrir 20 árum og hefur verið forstjóri síðan. Ekki verður lengur not fyrir myndver Latabæjar hér á landi.Latabæ verður stýrt af skrifstofu Turner í London og munu fimm fastráðnir starfsmenn hverfa á braut. Samkvæmt tilkynningu frá Latabæ mun Magnús áfram vera Turner innan handar sem ráðgjafi og sérstakur sendiherra Latabæjar næstu tvö til þrjú árin hið minnsta. „Eftir að ég fór úr búningnum þá hefur hlutverk mitt sem sendiherra fyrir heilbrigðan lífsstíl víðs vegar um heiminn aukist og eftirspurnin eftir mér sem fyrirlesara einnig og ég mun halda því áfram,“ segir Magnús Scheving í tilkynningunni. „Þá hef ég einnig hug á að snúa mér að spennandi verkefnum sem ég hef ekki komist í vegna anna síðustu 20 árin. Ég er stoltur og ánægður með að Latibær sé í höndum eins stærsta afþreyingafyrirtæki heims, Turner sem er hluti af Time Warner samsteypunni. Aðila sem hefur allt sem þarf til að láta Latabæ vaxa og dafna um ókomna framtíð. Ég er jafnframt virkilega spenntur að sjá Latabæ í Þjóðleikhúsinu og það er góð tilfinning að nýjar kynslóðir geti upplifað Latabæ á sviði alveg eins og þegar ævintýrið hófst fyrir 20 árum síðan.“ Turnar keypti fyrirtækið árið 2011 og síðan hafa tvær nýjar sjónvarpsþáttaraðir verið framleiddar. „Eftir framleiðslu á síðustu seríu var þeim merka áfanga náð að eiga yfir 100 þætti um lífið í Latabæ, en það er það magn sem þarft til að svara eftirspurn yngstu kynslóðarinnar um ókomna tíð,“ segir í tilkynningunni. Tilkynninguna í má lesa í heild sinni hér að neðan:Magnús tekur stærsta stökkið í sögu LatabæjarSíðustu 20 ár hefur Magnús Scheving verið höfundur og forstjóri Latabæjar en nú er komið að því að íþróttaálfurinn fyrrverandi taki stærsta stökkið í sögu bæjarins. Samningi Magnúsar er að ljúka og hefur hann ákveðið að endurnýja hann ekki og því afhenda keflið yfir til eiganda Latabæjar, alþjóðlegu fjölmiðlasamsteypunnar Turner Broadcasting System. Þeir vilja þó ekki sleppa honum alveg strax og Magnús mun því verða Turner áfram innan handar sem ráðgjafi og sérstakur sendiherra Latabæjar næstu 2-3 árin hið minnsta.Frá því að Turner keypti fyrirtækið árið 2011 hafa verið framleiddar tvær nýjar sjónvarpsþáttaraðir um Latabæ. Eftir framleiðslu á síðustu seríu var þeim merka áfanga náð að eiga yfir 100 þætti um lífið í Latabæ – en það er það magn sem þarf til að svara eftirspurn yngstu kynslóðarinnar um ókomna tíð. Ekki verða því not lengur fyrir stúdíóið góða hér á landi sem skilað hefur fyrirtækinu þessum mikla fjársjóði af sjónvarpsefni. Aðkoma Turner hefur skilað 5 milljörðum í erlendum gjaldeyri inn í íslenskt efnahagslíf og yfir 160 ársverk hafa verið sköpuð árlega þessi þrjú ár.Turner mun frumsýna nýju sjónvarpsþáttaraðirnar á sjónvarpsstöðvum sínum um allan heim í haust. Samhliða ætla þeir sér að stórauka fjárfestingu í leiksýningum og sækja af meiri krafti með Latabæ inn í netheima. Verkefnið verður leitt af skrifstofu Turner í London þar sem haldið er utan um öll alþjóðleg vörumerki samsteypunnar. Í tengslum við þessa breytingu hverfa fimm fastráðnir starfsmenn Latabæjar á braut. Í október síðastliðnum lauk tökum á seinni þáttaröðinni og hvarf þá meirihluti þeirra 160 verktaka sem störfuðu við framleiðsluna til annarra verkefna en 40 unnu við eftirvinnsluna og luku störfum í apríl síðastliðnum. Ísland verður fyrirtækinu áfram mikilvægt og stærsta verkefni ársins hér á landi verður 20 ára afmælissýning Latabæjar í Þjóðleikhúsinu en hátt í 70 manns munu starfa að uppsetningunni.Magnús Scheving: „Eftir að ég fór úr búningnum þá hefur hlutverk mitt sem sendiherra fyrir heilbrigðan lífsstíl víðs vegar um heiminn aukist og eftirspurnin eftir mér sem fyrirlesara einnig og ég mun halda því áfram. Þá hef ég einnig hug á að snúa mér að spennandi verkefnum sem ég hef ekki komist í vegna anna síðustu 20 árin. Ég er stoltur og ánægður með að Latibær sé í höndum eins stærsta afþreyingafyrirtæki heims, Turner sem er hluti af Time Warner samsteypunni. Aðila sem hefur allt sem þarf til að láta Latabæ vaxa og dafna um ókomna framtíð. Ég er jafnframt virkilega spenntur að sjá Latabæ í Þjóðleikhúsinu og það er góð tilfinning að nýjar kynslóðir geti upplifað Latabæ á sviði alveg eins og þegar ævintýrið hófst fyrir 20 árum síðan.
Mest lesið Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fleiri fréttir Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Sjá meira