Innlent

Maggi mix: „Lagið þetta! Hættið þið að skemma bílana!“

Jakob Bjarnar skrifar
Maggi mix fer um göturnar og lýsir ástandinu sem skelfilegu -- hann lýkir Íslandi við ost: Hola við holu í götum borgarinnar.
Maggi mix fer um göturnar og lýsir ástandinu sem skelfilegu -- hann lýkir Íslandi við ost: Hola við holu í götum borgarinnar.
„Ég er að velta því fyrir mér hvort Ísland sé ostur? þetta gengur ekki með vegina á Íslandi lengur. Þetta er allt í holum. Veg eftir veg, götu eftir götu.“

Þannig hefst ávarp skemmtikraftsins og samfélagsrýnisins Magga mix. Hann sendir aðdáendum sýnum reglulega myndskeið á netinu þar sem hann segir gamansögur, kemur með húsráð og uppskriftir en nú er Magga ekki skemmt. Hann fór á bíl sínum til að kanna ástand gatnakerfisins. Hann tók það upp á vídeó og setti á netið. Víst er að margir eru sammála Magga og þeim boðskap sem hann setur fram.

Magga þykir þetta skjóta skökku við, bíleigendur eru skattlagðir í bak og fyrir, til dæmis í gegnum bensínverðið, en Maggi getur ekki séð að króna af því fari í vegaframkvæmdir. Því hann sér ekki nokkurn mann vera að laga þó allar götur séu holóttar.

„Lagið þetta! Hættið að skemma bílana og hugsa um eigin rassgöt. Það eru Íslendingar sem eru að keyra á flottum og nýjum bílum og þeir vilja ekki skemma bílana sína með því að keyra ofan í holur. Þetta gengur ekki þetta helvítis kjaftæði. Afsakið orðbragðið,“ segir Maggi en krafa hans er skýr: Lagið gatnakerfið!

Minnihlutinn í borginni hefur bent á að gatnakerfið sé hrunið, en það lagðist reyndar ekki vel í upplýsingafulltrúa borgarinnar eins og frægt er orðið í frétt fyrir tæpri viku. Ekki er víst að Bjarni Brynjólfsson vogi sér að svara Magga mix en hann færist í aukana eftir því sem á ávarp hans líður og er sjón sögu ríkari.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×