Erlent

Maðurinn sem myrti franskt lögreglupar sagður hafa svarað kalli ISIS

Birgir Olgeirsson skrifar
Francois Hollande, forseti Frakklands, kallaði þetta ódæði hryðjuverk.
Francois Hollande, forseti Frakklands, kallaði þetta ódæði hryðjuverk. Vísir/Getty
Maðurinn sem myrti franskt lögreglupar á heimili þeirra nærri París í gærkvöldi var að sögn lögreglu að svara kalli hryðjuverkasamtakanna ISIS um að myrða trúleysingja.

Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC greinir frá því að morðinginn, Larossi Abballa, sem var felldur af lögreglu, hafi játað hollustu sína við Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtoga ISIS.

Eftir að hafa myrt manninn, sem var lögreglumaður, og konu hans, sem starfaði hjá lögregluembættinu, tók hann þriggja ára gamalt barn þeirra í gíslingu en lögreglan náði að bjarga barninu.

Forseti Frakklands, Francois Hollande, kallaði þetta ódæði hryðjuverk og að Frakklandi stafi enn mikil ógn af hryðjuverkamönnum.

Aballa hafði áður verið fangelsaður vegna tengsla við hryðjuverkasamtök en lögreglan segir hann hafa haft nokkrar opinberar manneskjur sem skotmörk.

Er því haldið fram á vef BBC að hann lögreglan hafi verið með hann undir eftirliti og meðal annars hlerað síma hans.

Þrjár manneskjur með tengsl við Aballa hafa verið handteknar að sögn lögreglu í Frakklandi. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×