Innlent

Maður kýldi bíl í Vestmannaeyjum

SB skrifar
Talsverður erill hefur verið á Akureyri um helgina.
Talsverður erill hefur verið á Akureyri um helgina.

Ölvaður maður kýldi bíl í Vestmannaeyjum í nótt. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni var maðurinn svo ölvaður að hann vissi hvorki í þennan heim né annan. Á Akureyri var meiri ró yfir bænum en kvöldið áður þegar fjölmargir gistu fangageymslur. Að sögn lögreglunnar var þó talsverður erill í bænum enda Bíladagar í fullum gangi. Fjórir ökumenn voru stöðvaðir grunaðir um ölvunarakstur auk þess sem fíkniefni fundust á einum ökumanni.

Í gærkvöldi velti ferðamaður bíl sínum við Þjórsárbrú og grunar lögreglu að hann hafi sofnað undir stýri. Ferðamaðurinn er ekki illa slasaður. Í Hveragerði gerði ökumaður tilraun til þess að stinga lögregluna af, ökumaðurinn faldi sig í íbúðahverfi í Hveragerði en var um síðir handtekinn af lögreglunni. Hann er grunaður um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×