Innlent

Maður handtekinn vegna nauðgunar í Eyjum

Jakob Bjarnar skrifar
Jóhannes Ólafsson yfirlögregluþjónn staðfestir að maður hafi verið handtekinn og gisti nú fangageymslur vegna gruns um nauðgun.
Jóhannes Ólafsson yfirlögregluþjónn staðfestir að maður hafi verið handtekinn og gisti nú fangageymslur vegna gruns um nauðgun. visir/pjetur
Jóhannes Ólafsson yfirlögregluþjónn í Eyjum staðfestir það við Vísi að maður hafi verið handtekinn vegna nauðgunar sem ætlað er að hafi átt sér stað aðfararnótt sunnudags.

„Það er mál í rannsókn hjá okkur en ekkert hægt að segja, við munum gefa út tilkynningu þegar meira liggur fyrir. Málið er á viðkvæmu rannsóknarstigi, en ég get staðfest að maður var handtekinn og hefur gist fangageymslu vegna þeirrar rannsóknar.“

Samkvæmt heimildum Vísis var þetta snemma morguns, vitni sá hvað átti sér stað, hringdi í lögregluna og mun sá hafa tekið myndir sem eiga að renna stoðum undir það að um nauðgun hafi verið að ræða. Spurður hvort um væri að ræða „aðkomumann“ sagði Jóhannes að úti í Eyjum væru allir Eyjamenn, og vildi ekki svara því til.

Mikill erill var vegna Goslokahátíðar og annars hjá lögreglu. En, að sögn Jóhannesar komu ekki upp nein önnur stærri líkamsárásarmál. Umræða um nauðganir í tengslum við Þjóðhátíð, sem nú nálgast, hafa reynst Eyjamönnum erfiðar, en Jóhannes segir að mikil öryggisgæsla verði og myndavélakerfi komið upp; mikið eftirlit allra sem að koma. „Það var engin kæra í fyrra. Okkar markmið er að svo verði einnig í ár.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×