Viðskipti innlent

Má skrifa uppganginn á heppni?

Þorbjörn Þórðarson skrifar
Gylfa Zoëga prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands.
Gylfa Zoëga prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands.
Már Guðmundsson seðlabankastjóri segist á öllum sínum starfsferli ekki muna eftir jafngóðri stöðu í íslensku efnahagslífi og í dag og þjóðin sé þegar byrjuð að njóta þess. Þetta kom fram í viðtali við Má á Bylgjunni í morgun.

Við leituðum til eins fremsta hagvísindamanns landsins, Gylfa Zoëga, prófessors í hagfræði við Háskóla Íslands til að fá álit hans á þessu en Gylfi situr í peningastefnunefnd Seðlabankans.

„Þessi tímamót verða fyrst og fremst vegna þess að út í heimi hefur smekkur ferðamanna breyst þannig að þeir vilja í meira mæli koma hingað. Það hefur orðið stór fjölgun í fjölda ferðamanna. Það er lykilþáttur. Viðskiptakjör hafa batnað vegna þess að olíuverð hefur lækkað og fiskverð hefur farið upp. Svo að hluta til er þetta heppni,“ segir Gylfi.

Nánar verður rætt við Gylfa í kvöldfréttum Stöðvar 2 kl. 18:30. 

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×