Innlent

Má ekki fara í sund

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Sigurður Ingi Þórðarson.
Sigurður Ingi Þórðarson. vísir/stefán

Sigurður Ingi Þórðarson, oft þekktur sem Siggi hakkari, má ekki fara í sund. Sigurður hefur skrifað undir skjal þess efnis. Þetta kemur fram í DV í dag. 

Ákvörðunin var tekin eftir að foreldrar barna í Salaskóla kvörtuðu undan því að Sigurður stundaði Versalalaug í Kópavogi. Hann hafði verið gestur í lauginni að kvöldlagi en skólahald er nýhafið og þá fylgir skólasundið með. Viðvera Sigurðar í sundlauginn ollu foreldrum áhyggjum þar sem Sigurður hefur verið dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn börnum.

Sigurður var dæmdur í þriggja ára fangelsi í september á síðasta ári fyrir kynferðisbrot gegn níu drengjum. Hann braut fjörutíu sinnum á einum drengnum og fimmtán sinnum á öðrum. Alls voru brotin um sjötíu talsins en Sigurður bauð drengjunum, sem allir voru á táningsaldri, himinháar peningagreiðslur og vilyrði fyrir kynmök. Þá lofaði hann sumum að laga einkunnir þeirra með því að hakka sig inn í tölvukerfi skólanna. Hann var dæmdur til að greiða piltunum níu alls 8,6 milljónir króna í skaðabætur.

Sigurður losnaði úr fangelsi í júní síðastliðnum og mun afplána eftirstöðvar dómsins undir rafrænu eftirliti. Hann hefur verið nær daglegur gestur í sundlauginn síðan hann losnaði úr fangelsi.


Tengdar fréttir

Skólastjórar funda vegna sundferða dæmds barnaníðings

Fjórir skólastjórar í grunnskólum í Kópavogi hafa fundað með forstöðumanni Salalaugar vegna óánægju foreldra með að börn þeirra þurfi hugsanlega að vera í skólasundi á sama tíma og dæmdur barnaníðingur.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×