SUNNUDAGUR 26. MARS NÝJAST 16:45

Bjarki međ sex mörk í öruggum sigri

SPORT

Lýst yfir ţungum áhyggjum af fjárhagslegri stöđu grunnskólanna

 
Innlent
18:03 14. JANÚAR 2016
Félag skólastjórnenda í Reykjavík hefur verulegar áhyggjur af skertri ţjónustu viđ nemendur.
Félag skólastjórnenda í Reykjavík hefur verulegar áhyggjur af skertri ţjónustu viđ nemendur. VÍSIR/VILHELM

Félag skólastjórnenda í Reykjavík lýsir yfir verulegum áhyggjum af fjárhagslegri stöðu grunnskólanna í borginni og skertri þjónustu við nemendur. Enn hafi ekki verið bætt úr niðurskurði sem gripið hafi verið til í kreppunni.

Í ályktun frá félaginu segir að gripið hafi verið til umtalsverðs niðurskurðar, bæði á almennum rekstri og stjórnun. Rekstur skólanna hafi því verið afar erfiður.

„Á síðustu árum hefur niðurskurður enn verið aukinn og í því sambandi má benda á beinan niðurskurð til sérkennslu á árinu 2015 auk niðurskurðar til annarra þátta. Sú ákvörðun borgaryfirvalda að skólar flytji nú með sér halla á rekstri ársins 2015 yfir á 2016 mun, um leið og boðaður er frekari niðurskurður, eingöngu leiða til skertrar þjónustu við nemendur í grunnskólum borgarinnar á komandi misserum,“ segir í ályktuninni.

Þá hafi fjármagn til grunnskólanna í borginni alls ekki fylgt þeirri verðlags- og launaþróun sem orðið hafi, né komið að fullu til móts við þær reglugerðar- og lagabreytingar sem hafi átt sér stað. Því megi segja að fjármagn til reksturs grunnskóla í Reykjavík sé alls ekki í takt við lögboðið hlutverk og skyldur hans.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Lýst yfir ţungum áhyggjum af fjárhagslegri stöđu grunnskólanna
Fara efst