Lýst yfir ţungum áhyggjum af fjárhagslegri stöđu grunnskólanna

 
Innlent
18:03 14. JANÚAR 2016
Félag skólastjórnenda í Reykjavík hefur verulegar áhyggjur af skertri ţjónustu viđ nemendur.
Félag skólastjórnenda í Reykjavík hefur verulegar áhyggjur af skertri ţjónustu viđ nemendur. VÍSIR/VILHELM

Félag skólastjórnenda í Reykjavík lýsir yfir verulegum áhyggjum af fjárhagslegri stöðu grunnskólanna í borginni og skertri þjónustu við nemendur. Enn hafi ekki verið bætt úr niðurskurði sem gripið hafi verið til í kreppunni.

Í ályktun frá félaginu segir að gripið hafi verið til umtalsverðs niðurskurðar, bæði á almennum rekstri og stjórnun. Rekstur skólanna hafi því verið afar erfiður.

„Á síðustu árum hefur niðurskurður enn verið aukinn og í því sambandi má benda á beinan niðurskurð til sérkennslu á árinu 2015 auk niðurskurðar til annarra þátta. Sú ákvörðun borgaryfirvalda að skólar flytji nú með sér halla á rekstri ársins 2015 yfir á 2016 mun, um leið og boðaður er frekari niðurskurður, eingöngu leiða til skertrar þjónustu við nemendur í grunnskólum borgarinnar á komandi misserum,“ segir í ályktuninni.

Þá hafi fjármagn til grunnskólanna í borginni alls ekki fylgt þeirri verðlags- og launaþróun sem orðið hafi, né komið að fullu til móts við þær reglugerðar- og lagabreytingar sem hafi átt sér stað. Því megi segja að fjármagn til reksturs grunnskóla í Reykjavík sé alls ekki í takt við lögboðið hlutverk og skyldur hans.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Lýst yfir ţungum áhyggjum af fjárhagslegri stöđu grunnskólanna
Fara efst