Lyfjaskortur getur tafið meðferð Snærós Sindradóttir skrifar 11. júní 2014 00:01 Konan sem Fréttablaðið ræddi við segist oft hafa lent í því að lyfin sem hún notar séu ekki til. Henni hefur verið bent á að nota samheitalyf sem henni finnst ekki virka jafn vel. Fréttablaðið/Valli Lyfjastofnun er ekki skylt að halda sameiginlegt yfirlit yfir lyfjabirgðir í landinu og slíkt yfirlit er ekki til. Dæmi eru um að mikilvæg lyf hafi ekki verið til á landinu og sjúklingar hafi þurft að minnka lyfjaskammta sína og breyta lyfjagjöf vegna þess. „Undanþágukerfið grípur samt inn í ef mikið liggur við. Þá er náð í lyf með hraði til annarra landa,“ segir Helga Þórisdóttir, staðgengill forstjóra Lyfjastofnunar. Krabbameinssjúk kona fékk lyfin sín ekki afgreidd úr apóteki Landspítalans í síðustu viku. Hún segir að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem hún lendi í því að lyfin hennar séu ekki til. Konan, sem er með eitilfrumukrabbamein, notar sjaldgæft krabbameinslyf sem kallast Targretin og ógleðilyfið Zofran. Ógleðilyfið hefur ekki verið fáanlegt síðan 15. apríl síðastliðinn en samkvæmt upplýsingum frá lækni á krabbameinsdeild Landspítalans er lyfið mjög algengt fyrir fólk í krabbameinsmeðferð. Til er samheitalyf fyrir Zofran en konan segir að lyfið sé það eina á töfluformi sem hafi reynst virka fyrir hana. Engar skýringar fengust á því hvers vegna ógleðilyfið hefur verið ófáanlegt. Apótek Landspítalans þarf að panta krabbameinslyfið Targretin sérstaklega vegna lítillar notkunar þess hérlendis. Konan þarf að byggja upp lyfjaþol vegna þess hve sterkt lyfið er en vegna skortsins neyðist hún til að hefja ferlið aftur á byrjunarreit. Konan segist hafa fengið þær skýringar hjá apóteki Landspítalans að vegna skulda spítalans við lyfjabirgja hafi ekki verið hægt að leysa lyfið út. Inga Arnardóttir, yfirlyfjafræðingur á Landspítalanum, vísar þessu á bug. „Landspítalinn skuldar engin lyf og hefur ekki gert í mörg ár. Þetta var viðvarandi vandamál fyrir hrun og á árum áður en þetta hlýtur að vera misskilningur. Ég trúi ekki að nokkur starfsmaður hafi sagt þetta.“ Inga segir að vegna þess hve sjaldgæft lyfið sé þá verði sjúklingar að segja frá því þegar þá fer að skorta lyfið. „Með svona dýr lyf þá liggjum við ekki með þau á lager. Mörg af þessum krabbameinslyfjum eru einstök. Það er sameiginleg ábyrgð líka.“ Konan segist hafa hringt tímanlega í apótekið og pantað lyfin sín. Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fleiri fréttir Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Sjá meira
Lyfjastofnun er ekki skylt að halda sameiginlegt yfirlit yfir lyfjabirgðir í landinu og slíkt yfirlit er ekki til. Dæmi eru um að mikilvæg lyf hafi ekki verið til á landinu og sjúklingar hafi þurft að minnka lyfjaskammta sína og breyta lyfjagjöf vegna þess. „Undanþágukerfið grípur samt inn í ef mikið liggur við. Þá er náð í lyf með hraði til annarra landa,“ segir Helga Þórisdóttir, staðgengill forstjóra Lyfjastofnunar. Krabbameinssjúk kona fékk lyfin sín ekki afgreidd úr apóteki Landspítalans í síðustu viku. Hún segir að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem hún lendi í því að lyfin hennar séu ekki til. Konan, sem er með eitilfrumukrabbamein, notar sjaldgæft krabbameinslyf sem kallast Targretin og ógleðilyfið Zofran. Ógleðilyfið hefur ekki verið fáanlegt síðan 15. apríl síðastliðinn en samkvæmt upplýsingum frá lækni á krabbameinsdeild Landspítalans er lyfið mjög algengt fyrir fólk í krabbameinsmeðferð. Til er samheitalyf fyrir Zofran en konan segir að lyfið sé það eina á töfluformi sem hafi reynst virka fyrir hana. Engar skýringar fengust á því hvers vegna ógleðilyfið hefur verið ófáanlegt. Apótek Landspítalans þarf að panta krabbameinslyfið Targretin sérstaklega vegna lítillar notkunar þess hérlendis. Konan þarf að byggja upp lyfjaþol vegna þess hve sterkt lyfið er en vegna skortsins neyðist hún til að hefja ferlið aftur á byrjunarreit. Konan segist hafa fengið þær skýringar hjá apóteki Landspítalans að vegna skulda spítalans við lyfjabirgja hafi ekki verið hægt að leysa lyfið út. Inga Arnardóttir, yfirlyfjafræðingur á Landspítalanum, vísar þessu á bug. „Landspítalinn skuldar engin lyf og hefur ekki gert í mörg ár. Þetta var viðvarandi vandamál fyrir hrun og á árum áður en þetta hlýtur að vera misskilningur. Ég trúi ekki að nokkur starfsmaður hafi sagt þetta.“ Inga segir að vegna þess hve sjaldgæft lyfið sé þá verði sjúklingar að segja frá því þegar þá fer að skorta lyfið. „Með svona dýr lyf þá liggjum við ekki með þau á lager. Mörg af þessum krabbameinslyfjum eru einstök. Það er sameiginleg ábyrgð líka.“ Konan segist hafa hringt tímanlega í apótekið og pantað lyfin sín.
Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fleiri fréttir Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Sjá meira