Lyfjaskortur getur tafið meðferð Snærós Sindradóttir skrifar 11. júní 2014 00:01 Konan sem Fréttablaðið ræddi við segist oft hafa lent í því að lyfin sem hún notar séu ekki til. Henni hefur verið bent á að nota samheitalyf sem henni finnst ekki virka jafn vel. Fréttablaðið/Valli Lyfjastofnun er ekki skylt að halda sameiginlegt yfirlit yfir lyfjabirgðir í landinu og slíkt yfirlit er ekki til. Dæmi eru um að mikilvæg lyf hafi ekki verið til á landinu og sjúklingar hafi þurft að minnka lyfjaskammta sína og breyta lyfjagjöf vegna þess. „Undanþágukerfið grípur samt inn í ef mikið liggur við. Þá er náð í lyf með hraði til annarra landa,“ segir Helga Þórisdóttir, staðgengill forstjóra Lyfjastofnunar. Krabbameinssjúk kona fékk lyfin sín ekki afgreidd úr apóteki Landspítalans í síðustu viku. Hún segir að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem hún lendi í því að lyfin hennar séu ekki til. Konan, sem er með eitilfrumukrabbamein, notar sjaldgæft krabbameinslyf sem kallast Targretin og ógleðilyfið Zofran. Ógleðilyfið hefur ekki verið fáanlegt síðan 15. apríl síðastliðinn en samkvæmt upplýsingum frá lækni á krabbameinsdeild Landspítalans er lyfið mjög algengt fyrir fólk í krabbameinsmeðferð. Til er samheitalyf fyrir Zofran en konan segir að lyfið sé það eina á töfluformi sem hafi reynst virka fyrir hana. Engar skýringar fengust á því hvers vegna ógleðilyfið hefur verið ófáanlegt. Apótek Landspítalans þarf að panta krabbameinslyfið Targretin sérstaklega vegna lítillar notkunar þess hérlendis. Konan þarf að byggja upp lyfjaþol vegna þess hve sterkt lyfið er en vegna skortsins neyðist hún til að hefja ferlið aftur á byrjunarreit. Konan segist hafa fengið þær skýringar hjá apóteki Landspítalans að vegna skulda spítalans við lyfjabirgja hafi ekki verið hægt að leysa lyfið út. Inga Arnardóttir, yfirlyfjafræðingur á Landspítalanum, vísar þessu á bug. „Landspítalinn skuldar engin lyf og hefur ekki gert í mörg ár. Þetta var viðvarandi vandamál fyrir hrun og á árum áður en þetta hlýtur að vera misskilningur. Ég trúi ekki að nokkur starfsmaður hafi sagt þetta.“ Inga segir að vegna þess hve sjaldgæft lyfið sé þá verði sjúklingar að segja frá því þegar þá fer að skorta lyfið. „Með svona dýr lyf þá liggjum við ekki með þau á lager. Mörg af þessum krabbameinslyfjum eru einstök. Það er sameiginleg ábyrgð líka.“ Konan segist hafa hringt tímanlega í apótekið og pantað lyfin sín. Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Hefur áhyggjur af arftaka sínum Innlent Fleiri fréttir Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Sjá meira
Lyfjastofnun er ekki skylt að halda sameiginlegt yfirlit yfir lyfjabirgðir í landinu og slíkt yfirlit er ekki til. Dæmi eru um að mikilvæg lyf hafi ekki verið til á landinu og sjúklingar hafi þurft að minnka lyfjaskammta sína og breyta lyfjagjöf vegna þess. „Undanþágukerfið grípur samt inn í ef mikið liggur við. Þá er náð í lyf með hraði til annarra landa,“ segir Helga Þórisdóttir, staðgengill forstjóra Lyfjastofnunar. Krabbameinssjúk kona fékk lyfin sín ekki afgreidd úr apóteki Landspítalans í síðustu viku. Hún segir að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem hún lendi í því að lyfin hennar séu ekki til. Konan, sem er með eitilfrumukrabbamein, notar sjaldgæft krabbameinslyf sem kallast Targretin og ógleðilyfið Zofran. Ógleðilyfið hefur ekki verið fáanlegt síðan 15. apríl síðastliðinn en samkvæmt upplýsingum frá lækni á krabbameinsdeild Landspítalans er lyfið mjög algengt fyrir fólk í krabbameinsmeðferð. Til er samheitalyf fyrir Zofran en konan segir að lyfið sé það eina á töfluformi sem hafi reynst virka fyrir hana. Engar skýringar fengust á því hvers vegna ógleðilyfið hefur verið ófáanlegt. Apótek Landspítalans þarf að panta krabbameinslyfið Targretin sérstaklega vegna lítillar notkunar þess hérlendis. Konan þarf að byggja upp lyfjaþol vegna þess hve sterkt lyfið er en vegna skortsins neyðist hún til að hefja ferlið aftur á byrjunarreit. Konan segist hafa fengið þær skýringar hjá apóteki Landspítalans að vegna skulda spítalans við lyfjabirgja hafi ekki verið hægt að leysa lyfið út. Inga Arnardóttir, yfirlyfjafræðingur á Landspítalanum, vísar þessu á bug. „Landspítalinn skuldar engin lyf og hefur ekki gert í mörg ár. Þetta var viðvarandi vandamál fyrir hrun og á árum áður en þetta hlýtur að vera misskilningur. Ég trúi ekki að nokkur starfsmaður hafi sagt þetta.“ Inga segir að vegna þess hve sjaldgæft lyfið sé þá verði sjúklingar að segja frá því þegar þá fer að skorta lyfið. „Með svona dýr lyf þá liggjum við ekki með þau á lager. Mörg af þessum krabbameinslyfjum eru einstök. Það er sameiginleg ábyrgð líka.“ Konan segist hafa hringt tímanlega í apótekið og pantað lyfin sín.
Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Hefur áhyggjur af arftaka sínum Innlent Fleiri fréttir Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Sjá meira