Lýðræðinu hætta búin með viðskiptasamningi Smári McCarthy skrifar 24. nóvember 2011 06:00 Fáir á Íslandi hafa heyrt um alþjóðlega viðskiptasamninginn ACTA (Anti-Counterfeiting Trade Agreement), sem er ekki skrýtið, því Ísland er ekki aðili að honum. Flest stærstu iðnríki heims eru þó aðilar, þar með talin Bandaríkin og Evrópusambandið. Samningurinn hefur verið um þrjú ár í vinnslu og er samstarfsverkefni 38 landa, en ólíkt flestum viðskiptasamningum snýst ACTA ekki um viðskipti, heldur refsingar og viðskiptatálmanir. Samningurinn var saminn á bak við luktar dyr utan við allar hefðbundnar alþjóðastofnanir á borð við WIPO og WTO, og fjallar um samræmdar refsiaðgerðir og eignaupptökur í tilfelli höfundalagabrota eða brota á einkaleyfum. Einungis Mexíkó og Evrópusambandið eiga eftir að samþykkja hann formlega til þess að hann öðlist gildi. Samningsaðilarnir voru ekki kjörnir fulltrúar heldur embættismenn, og eina ástæðan fyrir því að við vitum af þessum samningi er að hann lak margsinnis út af fundum samninganefndarinnar, yfirleitt til frönsku samtakanna La Quadrature du Net. Raunar voru þeir einu sem fengu aðkomu að samningagerðinni, utan fulltrúa þessara 38 ríkja, fulltrúar frá stórum fyrirtækjasamtökum á borð við Motion Picture Association of America (MPAA), RecordingIndustry Association of America (RIAA) og Pharmaceutical Research and Manufacturers of America (PhRMA), sem segir sitt um hvaða hagsmuni er verið að verja. Með þessum samningi er hugmyndin að fara á svig við lýðræðisleg ferli í þátttökulöndunum og koma á lagaumhverfi sem hentar eigendum hugverka. Til dæmis á að gera netveitur lagalega ábyrgar fyrir öllum gögnum sem fara um kerfin þeirra. Þannig á að neyða netveitur til að fylgjast með allri netnotkun viðskiptavina sinna og láta fulltrúa rétthafa vita af öllum hugsanlegum brotum. Með því breytast netveitur í einkalögreglu fyrir höfundaréttariðnaðinn, meðan brotið er gróflega gegn friðhelgi einkalífsins. Einnig verða innleiddir með þessu viðskiptatálmar, sem felast meðal annars í umskipunarskoðun. Til dæmis ef samheitalyf væru framleidd í Indlandi og flutt til Brasilíu, en þeim umskipað í Rotterdam, þar sem ACTA-samningurinn gildir, væru þau gerð upptæk ef upprunalyfið er háð einkaleyfi í aðildarlöndum ACTA. Þetta myndi að sjálfsögðu hafa í för með sér að skip sem flytja slíka farma sniðgengju bara hafnir á ACTA-svæðunum, en ljóst er að löndin sem standa utan samningsins hafa litla burði til að mótmæla þessum aðgerðum. En hvaða máli skiptir þetta fyrir Ísland? Ef þessi samningur tekur gildi þá verða íslenskir aðilar óhjákvæmilega fyrir röskun vegna hans, hvort sem það felst í að löglegir farmar verði herteknir í Evrópu eða Bandaríkjunum eða að íslensk fjarskipti verði grandskoðuð af erlendum aðilum og jafnvel lokað á fullkomlega lögleg og eðlileg samskipti vegna gruns um höfundalagabrot. Svo ef Ísland myndi ganga í Evrópusambandið myndum við líklegast sjálfvirkt falla undir þennan samning. Það eru eflaust til ýmsar ágætar leiðir til að vernda hagsmuni hugverkarétthafa, en aðferðir ACTA-samningsins eru ólýðræðislegar og brjóta gegn mannréttindum. Það væri skynsamt fyrir íslensku ríkisstjórnina að láta kanna þær aukaverkanir samningsins sem kunna að hafa áhrif á Ísland og mótmæla samningnum á þeim grundvelli meðan umræðan er enn í gangi í Brussel. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Smári McCarthy Mest lesið Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Fáir á Íslandi hafa heyrt um alþjóðlega viðskiptasamninginn ACTA (Anti-Counterfeiting Trade Agreement), sem er ekki skrýtið, því Ísland er ekki aðili að honum. Flest stærstu iðnríki heims eru þó aðilar, þar með talin Bandaríkin og Evrópusambandið. Samningurinn hefur verið um þrjú ár í vinnslu og er samstarfsverkefni 38 landa, en ólíkt flestum viðskiptasamningum snýst ACTA ekki um viðskipti, heldur refsingar og viðskiptatálmanir. Samningurinn var saminn á bak við luktar dyr utan við allar hefðbundnar alþjóðastofnanir á borð við WIPO og WTO, og fjallar um samræmdar refsiaðgerðir og eignaupptökur í tilfelli höfundalagabrota eða brota á einkaleyfum. Einungis Mexíkó og Evrópusambandið eiga eftir að samþykkja hann formlega til þess að hann öðlist gildi. Samningsaðilarnir voru ekki kjörnir fulltrúar heldur embættismenn, og eina ástæðan fyrir því að við vitum af þessum samningi er að hann lak margsinnis út af fundum samninganefndarinnar, yfirleitt til frönsku samtakanna La Quadrature du Net. Raunar voru þeir einu sem fengu aðkomu að samningagerðinni, utan fulltrúa þessara 38 ríkja, fulltrúar frá stórum fyrirtækjasamtökum á borð við Motion Picture Association of America (MPAA), RecordingIndustry Association of America (RIAA) og Pharmaceutical Research and Manufacturers of America (PhRMA), sem segir sitt um hvaða hagsmuni er verið að verja. Með þessum samningi er hugmyndin að fara á svig við lýðræðisleg ferli í þátttökulöndunum og koma á lagaumhverfi sem hentar eigendum hugverka. Til dæmis á að gera netveitur lagalega ábyrgar fyrir öllum gögnum sem fara um kerfin þeirra. Þannig á að neyða netveitur til að fylgjast með allri netnotkun viðskiptavina sinna og láta fulltrúa rétthafa vita af öllum hugsanlegum brotum. Með því breytast netveitur í einkalögreglu fyrir höfundaréttariðnaðinn, meðan brotið er gróflega gegn friðhelgi einkalífsins. Einnig verða innleiddir með þessu viðskiptatálmar, sem felast meðal annars í umskipunarskoðun. Til dæmis ef samheitalyf væru framleidd í Indlandi og flutt til Brasilíu, en þeim umskipað í Rotterdam, þar sem ACTA-samningurinn gildir, væru þau gerð upptæk ef upprunalyfið er háð einkaleyfi í aðildarlöndum ACTA. Þetta myndi að sjálfsögðu hafa í för með sér að skip sem flytja slíka farma sniðgengju bara hafnir á ACTA-svæðunum, en ljóst er að löndin sem standa utan samningsins hafa litla burði til að mótmæla þessum aðgerðum. En hvaða máli skiptir þetta fyrir Ísland? Ef þessi samningur tekur gildi þá verða íslenskir aðilar óhjákvæmilega fyrir röskun vegna hans, hvort sem það felst í að löglegir farmar verði herteknir í Evrópu eða Bandaríkjunum eða að íslensk fjarskipti verði grandskoðuð af erlendum aðilum og jafnvel lokað á fullkomlega lögleg og eðlileg samskipti vegna gruns um höfundalagabrot. Svo ef Ísland myndi ganga í Evrópusambandið myndum við líklegast sjálfvirkt falla undir þennan samning. Það eru eflaust til ýmsar ágætar leiðir til að vernda hagsmuni hugverkarétthafa, en aðferðir ACTA-samningsins eru ólýðræðislegar og brjóta gegn mannréttindum. Það væri skynsamt fyrir íslensku ríkisstjórnina að láta kanna þær aukaverkanir samningsins sem kunna að hafa áhrif á Ísland og mótmæla samningnum á þeim grundvelli meðan umræðan er enn í gangi í Brussel.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun