Lúpínufár 8. júlí 2010 06:00 Nú hafa vinstri grænir uppvakið mikið lúpínufár og sagt henni stríð á hendur. Þetta er flokkurinn sem kennir sig við græna náttúruna. Hann fer nú í fararbroddi við að eyða grænum gróðri í uppblásnu eyðimerkurlandi eins og Ísland er nú orðið. Til fulltingis eru landgræðslustjóri og forstjóri Náttúrufræðistofnunar kallaðir til, til að blessa þessar aðfarir. Það er sorglegt að hugsa til þess að landgræðslustjóri komi til með að sá lúpínufræjum með annarri hendi og eyða henni með hinni. Og hver er orsökin fyrir þessu fári? Jú, misskilinn Ríósamningur þar sem Íslendingar hafa samþykkt að koma í veg fyrir innflutning á erlendum tegundum sem ógnað gætu vistkerfum hér. Skoðum þetta betur, því bæði lúpína og kerfill (sem líka á að eyða) hafa örugglega verið í landinu í um 60 til 70 ár, áður en þessi samningur var undirritaður og þar með á hann ekki við í þessu tilviki. Það er ekki um neinn nýjan innflutning að ræða sem þarf að koma í veg fyrir. Annað. Hvers vegna á að eyða þessum tegundum sem klæða nú örlítinn hluta landsins og gera ekkert annað en að fegra það og auðga? Ógna þessar plöntur einhverjum sjaldgæfum vistkerfum? Melum, móum, graslendi, mosaþembum? Kannski söndum og ösku? Nei, ég sé ekki að þær ógni einu eða neinu. Þvert á móti gleðja þær augað og kæta hjartað. Mosi, lyng og grös eru algengustu tegundirnar í landinu og fari eitthvað af þeim forgörðum um tíma vegna lúpínu eða kerfils er enginn skaði skeður. Komist lúpína inn á svæði þar sem einhver gróður er, er það vegna þess að viðkomandi gróðurþekja er svo götótt og slitin eftir illa meðferð okkar í yfir 1.100 ár. Hún er plástur sem kemur til með að græða sárin og auðga jarðveginn. Að lokum langar mig að benda á leiðir sem ég fer oft. Önnur er um Hafnarskóg og hin milli Akraness og Reykjavíkur. Ég þreytist aldrei á að aka til Reykjavíkur að sumri til, þegar lúpínan hefur vaxið það hátt að hún hylur allt ruslið. Mikil er fegurðin í Kollafirðinum þar sem samspil lúpínu og kerfils er eins og fegursta djásn. Og mikið er gaman að sjá hvernig til hefur tekist við að rækta lúpínuna í Hafnarskógi sem áður var að verða einn drullumelur. Bláar lúpínubreiður þar sem áður voru melar og mold. Hreint dásamleg sjón og ég hugsa oft hve það væri gaman ef allar auðnir og öll nakin fjöll á Íslandi væru orðin blá að sumri til og svo græn að blómgun lokinni, langt fram á haust. Þá væri gaman að taka undir með skáldinu og syngja „eitt sumar á landinu bláa“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Nú hafa vinstri grænir uppvakið mikið lúpínufár og sagt henni stríð á hendur. Þetta er flokkurinn sem kennir sig við græna náttúruna. Hann fer nú í fararbroddi við að eyða grænum gróðri í uppblásnu eyðimerkurlandi eins og Ísland er nú orðið. Til fulltingis eru landgræðslustjóri og forstjóri Náttúrufræðistofnunar kallaðir til, til að blessa þessar aðfarir. Það er sorglegt að hugsa til þess að landgræðslustjóri komi til með að sá lúpínufræjum með annarri hendi og eyða henni með hinni. Og hver er orsökin fyrir þessu fári? Jú, misskilinn Ríósamningur þar sem Íslendingar hafa samþykkt að koma í veg fyrir innflutning á erlendum tegundum sem ógnað gætu vistkerfum hér. Skoðum þetta betur, því bæði lúpína og kerfill (sem líka á að eyða) hafa örugglega verið í landinu í um 60 til 70 ár, áður en þessi samningur var undirritaður og þar með á hann ekki við í þessu tilviki. Það er ekki um neinn nýjan innflutning að ræða sem þarf að koma í veg fyrir. Annað. Hvers vegna á að eyða þessum tegundum sem klæða nú örlítinn hluta landsins og gera ekkert annað en að fegra það og auðga? Ógna þessar plöntur einhverjum sjaldgæfum vistkerfum? Melum, móum, graslendi, mosaþembum? Kannski söndum og ösku? Nei, ég sé ekki að þær ógni einu eða neinu. Þvert á móti gleðja þær augað og kæta hjartað. Mosi, lyng og grös eru algengustu tegundirnar í landinu og fari eitthvað af þeim forgörðum um tíma vegna lúpínu eða kerfils er enginn skaði skeður. Komist lúpína inn á svæði þar sem einhver gróður er, er það vegna þess að viðkomandi gróðurþekja er svo götótt og slitin eftir illa meðferð okkar í yfir 1.100 ár. Hún er plástur sem kemur til með að græða sárin og auðga jarðveginn. Að lokum langar mig að benda á leiðir sem ég fer oft. Önnur er um Hafnarskóg og hin milli Akraness og Reykjavíkur. Ég þreytist aldrei á að aka til Reykjavíkur að sumri til, þegar lúpínan hefur vaxið það hátt að hún hylur allt ruslið. Mikil er fegurðin í Kollafirðinum þar sem samspil lúpínu og kerfils er eins og fegursta djásn. Og mikið er gaman að sjá hvernig til hefur tekist við að rækta lúpínuna í Hafnarskógi sem áður var að verða einn drullumelur. Bláar lúpínubreiður þar sem áður voru melar og mold. Hreint dásamleg sjón og ég hugsa oft hve það væri gaman ef allar auðnir og öll nakin fjöll á Íslandi væru orðin blá að sumri til og svo græn að blómgun lokinni, langt fram á haust. Þá væri gaman að taka undir með skáldinu og syngja „eitt sumar á landinu bláa“.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar