Innlent

Lundinn kom tveimur vikum fyrr

Freyr Bjarnason skrifar
Erpur Snær Hansen að störfum með holumyndavél sem er notuð til að koma auga á lunda í holum sínum.
Erpur Snær Hansen að störfum með holumyndavél sem er notuð til að koma auga á lunda í holum sínum.
Lundinn kom tveimur vikum síðar en venjulega í byggðir í Vestmannaeyjum, sem hefur ekki gerst síðan mælingar hófust árið 1952, eða í 62 ár.

Fuglinn sást fyrst 2. maí síðastliðinn en yfirleitt kemur hann í Eyjar í kringum 18. apríl.

„Mig grunar að þetta sé ekki góður fyrirboði,“ segir Erpur Snær Hansen, doktor í líffræði. „Yfirleitt er svona seinkun vísbending um að eitthvað sé að, annaðhvort á vetrarstöðvunum eða að fæðan í Selvogsbanka er ekki nógu mikil.“

Fylgst verður með lundanum í sumar og til stendur að setja upp sjálfvirkar myndavélar til að mæla varpið. „Þetta er ný aðferðafræði í samvinnu við Oxford-háskóla. Notuð er tölva sem getur þekkt lunda og talið þá en þeir eru búnir að gera þetta mikið með mörgæsir á Suðurskautslandinu. Það hefur tekist mjög vel og þeir eru að færa sig yfir á norðurhvelið núna og lundinn varð fyrir valinu,“ segir Erpur Snær.

Fyrir viku fór hópur Eyjapeyja í árlegan leiðangur frá Vestmannaeyjahöfn til Helliseyjar til eggjatöku. Þar komu þeir ekki auga á neinn lunda, sem er óvenjulegt á þessum árstíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×