Golf

Luke Donald fékk tvö högg í víti á fyrsta hring

Donald þarf að leika vel í dag til að komast í gegn um niðurskurðinn.
Donald þarf að leika vel í dag til að komast í gegn um niðurskurðinn. AP/Getty
Fyrrum besti kylfingur heims, Luke Donald, gerðist sekur um kjánaleg mistök þegar hann var rúmlega hálfnaður með fyrsta hring á Mastersmótinu í gær.

Kylfa Donald snerti sandinn í sandglompu á níundu holu áður en hann tók þriðja högg sitt upp úr henni og fyrir það fékk hann tvö högg í víti. Donald fékk því fjórfaldan skolla á níundu holu en hann lék fyrsta hring á 79 höggum eða sjö yfir pari.

Hann svaraði fyrir mistökin á samskiptasíðunni Twitter eftir hringinn. „Frekar heimskulegt af minni hálfu, ég get tekið því að slá léleg högg af og til en svona mistök eiga ekki að sjást. Það er lítið sem ég get gert í þessu núna, verð bara að gleyma þessu og vona eftir mörgum fuglum á morgun.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×