Lúkasarmálið lifir enn - vill skaðabætur 16. nóvember 2010 20:40 Lúkasarmálinu svokallaða er langt frá því að vera lokið. Maður sem grunaður var um að hafa orðið hundinum Lúkasi að bana og mátti þola ofsóknir í kjölfarið ætlar að freista þess að sækja skaðabætur frá þeim sem gengu hvað lengst. Lúkasarmálið er eitt undarlegasta fréttamál sem upp hefur komið á síðari árum. Það snérist um hundinn Lúkas sem hvarf sumarið 2007 en af einhverjum ástæðum bitu nokkrir bloggarar það í sig að Helgi Rafn Brynjarsson ætti einhvern hlut að máli. Eigandi Lúkasar sagði í júlí 2007 að einhverjir einstaklingar hafi sett Lúkas í íþróttatösku og sparkað henni sín á milli þangað til hann hætti að öskra. „Þegar þar kemur við sögu fer þetta vitni bara í burtu og taldi að hundurinn væri dauður." Viðbrögðin voru ótrúleg kertafleytingar og minningarvökur voru haldnar á Akureyri og í Reykjavík og hinn meinti hundaníðingur, Helgi Rafn var gjörsamlega tekinn af lífi í bloggheimum og það hafði afleiðingar í för með sér „Það var meðal annars setið um heimilið hans og foreldra hans og hótunum rigndi inn með SMS-skeytum og tölvupóstum og jafnvel var ráðist á hann þegar hann fór út í búð að kaupa sér í matinn," segir Arnar Kormákur Sigurðsson, lögmaður Helga Rafns. Þetta gerði það að verkum að Helgi þorði varla út úr húsi í nokkrar vikur, hann missti í kjölfarið vinnuna og þurfti að leita sér ýmis konar aðstoðar. En eins og allir vita var hundurin Lúkas svo ekkert drepinn. Hann strauk til fjalla og skilaði sér aftur um haustið. Helgi snéri þá vörn í sókn og sendi þeim átta aðilum sem lengst gengu í níðskrifunum á netinu bréf með boði um að ljúka málinu með sátt og greiðslu 500 þúsund krónur í skaðabætur. Einn aðili sættist á þau málalok. En til greina kemur að stefna þeim sjö sem eftir eru krefja þá um skaðbætur. Helgi hefur þegar höfað fyrsta málið og er dóms beðið í því. Niðurstaðan ræður miklu um hvort fleiri mál verði höfðuð. „Við munum tvímælalaust skoða niðurstöðuna í þessum dómi og íhuga það hvort að við munum snúa okkur að öðrum aðilum sem að við höfum áður verið í sambandi við," segir Arnar Kormákur. Lúkasarmálið Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira
Lúkasarmálinu svokallaða er langt frá því að vera lokið. Maður sem grunaður var um að hafa orðið hundinum Lúkasi að bana og mátti þola ofsóknir í kjölfarið ætlar að freista þess að sækja skaðabætur frá þeim sem gengu hvað lengst. Lúkasarmálið er eitt undarlegasta fréttamál sem upp hefur komið á síðari árum. Það snérist um hundinn Lúkas sem hvarf sumarið 2007 en af einhverjum ástæðum bitu nokkrir bloggarar það í sig að Helgi Rafn Brynjarsson ætti einhvern hlut að máli. Eigandi Lúkasar sagði í júlí 2007 að einhverjir einstaklingar hafi sett Lúkas í íþróttatösku og sparkað henni sín á milli þangað til hann hætti að öskra. „Þegar þar kemur við sögu fer þetta vitni bara í burtu og taldi að hundurinn væri dauður." Viðbrögðin voru ótrúleg kertafleytingar og minningarvökur voru haldnar á Akureyri og í Reykjavík og hinn meinti hundaníðingur, Helgi Rafn var gjörsamlega tekinn af lífi í bloggheimum og það hafði afleiðingar í för með sér „Það var meðal annars setið um heimilið hans og foreldra hans og hótunum rigndi inn með SMS-skeytum og tölvupóstum og jafnvel var ráðist á hann þegar hann fór út í búð að kaupa sér í matinn," segir Arnar Kormákur Sigurðsson, lögmaður Helga Rafns. Þetta gerði það að verkum að Helgi þorði varla út úr húsi í nokkrar vikur, hann missti í kjölfarið vinnuna og þurfti að leita sér ýmis konar aðstoðar. En eins og allir vita var hundurin Lúkas svo ekkert drepinn. Hann strauk til fjalla og skilaði sér aftur um haustið. Helgi snéri þá vörn í sókn og sendi þeim átta aðilum sem lengst gengu í níðskrifunum á netinu bréf með boði um að ljúka málinu með sátt og greiðslu 500 þúsund krónur í skaðabætur. Einn aðili sættist á þau málalok. En til greina kemur að stefna þeim sjö sem eftir eru krefja þá um skaðbætur. Helgi hefur þegar höfað fyrsta málið og er dóms beðið í því. Niðurstaðan ræður miklu um hvort fleiri mál verði höfðuð. „Við munum tvímælalaust skoða niðurstöðuna í þessum dómi og íhuga það hvort að við munum snúa okkur að öðrum aðilum sem að við höfum áður verið í sambandi við," segir Arnar Kormákur.
Lúkasarmálið Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira