Enski boltinn

Lukaku genginn til liðs við Everton fyrir metfé

Romelu Lukaku og Roberto Martinez.
Romelu Lukaku og Roberto Martinez. Mynd/Twitter-síða Everton
Everton staðfesti rétt í þessu að félagið hefði gengið frá kaupunum á Romelu Lukaku frá Chelsea. Everton greiðir 28 milljónir punda fyrir Lukaku sem er nýtt met hjá félaginu.

Lukaku sem er aðeins 21 árs gamall hefur verið á mála hjá Chelsea frá árinu 2011 þegar hann gekk til liðs við félagið átján ára gamall. Hann fékk hinsvegar engin tækifæri hjá félaginu og lék aðeins tíu leiki fyrir Chelsea í ensku úrvalsdeildinni og eyddi mest öllum tíma sínum á láni.

Lukaku sló í gegn fyrir tveimur árum hjá West Bromwich Albion en valdi að fara á láni til Everton fyrir síðasta tímabil og þar hélt hann áfram góðu gengi sínu. Belgíski framherjinn lék 33 leiki fyrir Everton á síðasta tímabili og skoraði í þeim 16 mörk.

Ljóst var að hann ætti erfitt með að fá mínútur hjá Chelsea á þessu tímabili eftir að félagið gekk frá kaupunum á Diego Costa ásamt því að fá Didier Drogba á frjálsri sölu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×