Enski boltinn

Luis Suárez: Ég kallaði Evra bara það sem liðsfélagarnir kalla hann

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Luis Suárez og Patrice Evra.
Luis Suárez og Patrice Evra. Mynd/Nordic Photos/Getty
Liverpool-maðurinn Luis Suárez tjáði sig um ásakanirnar á hendur honum við komuna til Úrúgvæ þar sem hann er að fara að spila með landsliðinu. Manchester United maðurinn Patrice Evra sakaði Suárez um kynþáttafordóma gagnvart sér í leik Liverpool og Manchester United 15.október síðastliðinn.

„Það eru engar sannanir fyrir því að ég hafi sagt eitthvað ósæmilegt við Evra. Ég var með enga kynþáttafordóma. Samtalið fór bæði fram á spænsku og ensku. Ég móðgaði hann ekki og var bara að tjá mig í hita leiksins," sagði

Luis Suárez.

„Ég kallaði hann bara það sem liðsfélagarnir hjá Manchester United kalla hann og þeir voru meira að segja hissa á viðbrögðum hans," sagði Suárez.

„Svona hlutir gerast í fótbolta í hita leiksins og þeir líta aldrei vel út. Við verðum bara að bíða eftir niðurstöðunni í málinu og þá verður gott að hreinsa loftið. Hver sem á sökina þá verðum við að biðja hvorn annan afsökunar," sagði Suárez.

Suárez gæti hafa komið sér í vandræði með þessu en enska knattspyrnusambandið fyrirskipaði að engir málsðaðilar mættu tjá sig opinberlega um málið á meðan það væri í rannsókn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×