LPGA golfstjarnan okkar er ekki lofthrćdd

 
Golf
16:30 10. MARS 2017
Ólafía Ţórunn Kristinsdóttir í fjallagöngu sinni á Squaw Peak.
Ólafía Ţórunn Kristinsdóttir í fjallagöngu sinni á Squaw Peak. MYND/INSTAGRAM/OLAFIAKRI

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er kominn til Bandaríkjanna þar sem hún er að undirbúa sig fyrir næsta mótið sitt á LPGA mótaröðinni.

Ólafía Þórunn hefur tekið þátt í tveimur mótum á mótaröðinni og komst í gegnum niðurskurðinn á þeim báðum.

Þriðja mótið hennar verður í Phoenix í Arizona-fylki 16. til 19. mars næstkomandi.

Ólafía Þórunn hefur verið dugleg að birta myndir af sér á Instagram og hefur áhugasömum þannig tækifæri að fylgjast með þessu sögulega tímabili hennar. Ólafía Þórunn er fyrst Íslendinga til að taka þátt í bandarísku LPGA mótaröðinni og hún er því að taka risaskref fyrir íslenskt golf á þessu tímabili.

Ólafía Þórunn og vinkona hennar Cheyenne Woods æfðu saman í aðdraganda mótsins í Phoenix sem fer fram í næstu viku og okkar kona tók skemmtilega mynd af þeim saman.  

Flottasta myndin er þó örugglega af Ólafíu Þórunni sem hún hafði farið í fjallgöngu á Squaw Peak sem er 796 metra fjall rétt hjá Phoenix.

Hér fyrir neðan má sjá tvær skemmtilegar myndir af Instagram-síðu Ólafíu Þórunnar.

International women's day getting stronger together! @cheyenne_woods

A post shared by Ólafía Kristinsdóttir (@olafiakri) on


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Golf / LPGA golfstjarnan okkar er ekki lofthrćdd
Fara efst