Losun hafta, ekki afnám Vala Valtýsdóttir skrifar 8. nóvember 2016 09:00 Nú nýverið tóku gildi breytingar á gjaldeyrislögum er varða losun gjaldeyrishafta. Heildarheimild fjármagnshreyfinga samkvæmt ákvæðunum nemur allt að 30 milljónum fram til áramóta og síðan hækkar þessi heimild í 100 milljónir frá og með 1. janúar 2017 (ótímabundið en ekki per ár).Hvað má og hvað má ekki Það má fyrirframgreiða og uppgreiða lán. Auk þess má fjárfesta í verðbréfum í erlendum gjaldeyri og tekur sú heimild gildi 1. janúar 2017. Bein erlend fjárfesting innlendra aðila er heimil að því gefnu að fjárfestingin nemi a.m.k. 10%. Einnig er heimilt nú að fyrirframgreiða arf milli landa – já, það er ótrúlegt að þetta hafi verið harðbannað. Einstaklingar mega kaupa eina fasteign erlendis á ári og það er heimilt að greiða staðfestingargjald af kaupverði fasteignar án fyrirfram samþykkis Seðlabankans. Það má hins vegar ekki taka út gjaldeyri af eigin gjaldeyrisreikningi hérlendis nema viðkomandi eigi ónýtta heimild (100 milljónir). Þó er heimilt að taka út eigin gjaldeyri í íslenskum banka ef hann er notaður til fyrirframgreiðslu láns eða uppgreiðslu að því gefnu að viðkomandi hafi ekki nýtt sér heildarheimildina. Það er ekki hægt að kaupa gjaldeyri nema sé um að ræða undanþegna fjármagnsflutninga. Til dæmis er nú heimilt að kaupa aðra fasteign fyrir tjónabætur sem viðkomandi móttekur vegna tjóns á annarri fasteign. Síðan er líka heimilt að nota leigutekjur af erlendri fasteign til að greiða rekstrarkostnað af þeirri fasteign.Bindiskylda erlendra aðilaErlendir fjárfestar geta þurft að sæta því að 40% af fjárfestingu, í íslenskum krónum, sæti bindiskyldu í eitt ár. Bindiskyldan á við um fjárfestingu sem ber 3% vexti eða meira.Meðferð aflandskrónaUm svipað leyti og breytingar voru gerðar á gjaldeyrislögum vegna losunar hafta voru sett lög um meðferð krónueigna sem í daglegu tali eru nefndar aflandskrónur. Aðferðin við að taka á því „vandamáli“ var að efna til gjaldeyrisútboðs þar sem eigendur fengu evrur í stað krónueignanna, á afslætti að sjálfsögðu. Það sem kom á óvart vegna þessarar lagasetningar var hins vegar að innlendir aðilar sem voru svo óheppnir að eiga t.d. ríkisskuldabréf, sem voru í vörslu erlendra fjármálastofnana, lentu einnig í þessari „eignaupptöku“. Að sjálfsögðu er umfjöllunin hér að framan mjög yfirborðskennd en er vonandi eitthvað lýsandi fyrir lesendur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Nú nýverið tóku gildi breytingar á gjaldeyrislögum er varða losun gjaldeyrishafta. Heildarheimild fjármagnshreyfinga samkvæmt ákvæðunum nemur allt að 30 milljónum fram til áramóta og síðan hækkar þessi heimild í 100 milljónir frá og með 1. janúar 2017 (ótímabundið en ekki per ár).Hvað má og hvað má ekki Það má fyrirframgreiða og uppgreiða lán. Auk þess má fjárfesta í verðbréfum í erlendum gjaldeyri og tekur sú heimild gildi 1. janúar 2017. Bein erlend fjárfesting innlendra aðila er heimil að því gefnu að fjárfestingin nemi a.m.k. 10%. Einnig er heimilt nú að fyrirframgreiða arf milli landa – já, það er ótrúlegt að þetta hafi verið harðbannað. Einstaklingar mega kaupa eina fasteign erlendis á ári og það er heimilt að greiða staðfestingargjald af kaupverði fasteignar án fyrirfram samþykkis Seðlabankans. Það má hins vegar ekki taka út gjaldeyri af eigin gjaldeyrisreikningi hérlendis nema viðkomandi eigi ónýtta heimild (100 milljónir). Þó er heimilt að taka út eigin gjaldeyri í íslenskum banka ef hann er notaður til fyrirframgreiðslu láns eða uppgreiðslu að því gefnu að viðkomandi hafi ekki nýtt sér heildarheimildina. Það er ekki hægt að kaupa gjaldeyri nema sé um að ræða undanþegna fjármagnsflutninga. Til dæmis er nú heimilt að kaupa aðra fasteign fyrir tjónabætur sem viðkomandi móttekur vegna tjóns á annarri fasteign. Síðan er líka heimilt að nota leigutekjur af erlendri fasteign til að greiða rekstrarkostnað af þeirri fasteign.Bindiskylda erlendra aðilaErlendir fjárfestar geta þurft að sæta því að 40% af fjárfestingu, í íslenskum krónum, sæti bindiskyldu í eitt ár. Bindiskyldan á við um fjárfestingu sem ber 3% vexti eða meira.Meðferð aflandskrónaUm svipað leyti og breytingar voru gerðar á gjaldeyrislögum vegna losunar hafta voru sett lög um meðferð krónueigna sem í daglegu tali eru nefndar aflandskrónur. Aðferðin við að taka á því „vandamáli“ var að efna til gjaldeyrisútboðs þar sem eigendur fengu evrur í stað krónueignanna, á afslætti að sjálfsögðu. Það sem kom á óvart vegna þessarar lagasetningar var hins vegar að innlendir aðilar sem voru svo óheppnir að eiga t.d. ríkisskuldabréf, sem voru í vörslu erlendra fjármálastofnana, lentu einnig í þessari „eignaupptöku“. Að sjálfsögðu er umfjöllunin hér að framan mjög yfirborðskennd en er vonandi eitthvað lýsandi fyrir lesendur.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun