Losun hafta, ekki afnám Vala Valtýsdóttir skrifar 8. nóvember 2016 09:00 Nú nýverið tóku gildi breytingar á gjaldeyrislögum er varða losun gjaldeyrishafta. Heildarheimild fjármagnshreyfinga samkvæmt ákvæðunum nemur allt að 30 milljónum fram til áramóta og síðan hækkar þessi heimild í 100 milljónir frá og með 1. janúar 2017 (ótímabundið en ekki per ár).Hvað má og hvað má ekki Það má fyrirframgreiða og uppgreiða lán. Auk þess má fjárfesta í verðbréfum í erlendum gjaldeyri og tekur sú heimild gildi 1. janúar 2017. Bein erlend fjárfesting innlendra aðila er heimil að því gefnu að fjárfestingin nemi a.m.k. 10%. Einnig er heimilt nú að fyrirframgreiða arf milli landa – já, það er ótrúlegt að þetta hafi verið harðbannað. Einstaklingar mega kaupa eina fasteign erlendis á ári og það er heimilt að greiða staðfestingargjald af kaupverði fasteignar án fyrirfram samþykkis Seðlabankans. Það má hins vegar ekki taka út gjaldeyri af eigin gjaldeyrisreikningi hérlendis nema viðkomandi eigi ónýtta heimild (100 milljónir). Þó er heimilt að taka út eigin gjaldeyri í íslenskum banka ef hann er notaður til fyrirframgreiðslu láns eða uppgreiðslu að því gefnu að viðkomandi hafi ekki nýtt sér heildarheimildina. Það er ekki hægt að kaupa gjaldeyri nema sé um að ræða undanþegna fjármagnsflutninga. Til dæmis er nú heimilt að kaupa aðra fasteign fyrir tjónabætur sem viðkomandi móttekur vegna tjóns á annarri fasteign. Síðan er líka heimilt að nota leigutekjur af erlendri fasteign til að greiða rekstrarkostnað af þeirri fasteign.Bindiskylda erlendra aðilaErlendir fjárfestar geta þurft að sæta því að 40% af fjárfestingu, í íslenskum krónum, sæti bindiskyldu í eitt ár. Bindiskyldan á við um fjárfestingu sem ber 3% vexti eða meira.Meðferð aflandskrónaUm svipað leyti og breytingar voru gerðar á gjaldeyrislögum vegna losunar hafta voru sett lög um meðferð krónueigna sem í daglegu tali eru nefndar aflandskrónur. Aðferðin við að taka á því „vandamáli“ var að efna til gjaldeyrisútboðs þar sem eigendur fengu evrur í stað krónueignanna, á afslætti að sjálfsögðu. Það sem kom á óvart vegna þessarar lagasetningar var hins vegar að innlendir aðilar sem voru svo óheppnir að eiga t.d. ríkisskuldabréf, sem voru í vörslu erlendra fjármálastofnana, lentu einnig í þessari „eignaupptöku“. Að sjálfsögðu er umfjöllunin hér að framan mjög yfirborðskennd en er vonandi eitthvað lýsandi fyrir lesendur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Sjá meira
Nú nýverið tóku gildi breytingar á gjaldeyrislögum er varða losun gjaldeyrishafta. Heildarheimild fjármagnshreyfinga samkvæmt ákvæðunum nemur allt að 30 milljónum fram til áramóta og síðan hækkar þessi heimild í 100 milljónir frá og með 1. janúar 2017 (ótímabundið en ekki per ár).Hvað má og hvað má ekki Það má fyrirframgreiða og uppgreiða lán. Auk þess má fjárfesta í verðbréfum í erlendum gjaldeyri og tekur sú heimild gildi 1. janúar 2017. Bein erlend fjárfesting innlendra aðila er heimil að því gefnu að fjárfestingin nemi a.m.k. 10%. Einnig er heimilt nú að fyrirframgreiða arf milli landa – já, það er ótrúlegt að þetta hafi verið harðbannað. Einstaklingar mega kaupa eina fasteign erlendis á ári og það er heimilt að greiða staðfestingargjald af kaupverði fasteignar án fyrirfram samþykkis Seðlabankans. Það má hins vegar ekki taka út gjaldeyri af eigin gjaldeyrisreikningi hérlendis nema viðkomandi eigi ónýtta heimild (100 milljónir). Þó er heimilt að taka út eigin gjaldeyri í íslenskum banka ef hann er notaður til fyrirframgreiðslu láns eða uppgreiðslu að því gefnu að viðkomandi hafi ekki nýtt sér heildarheimildina. Það er ekki hægt að kaupa gjaldeyri nema sé um að ræða undanþegna fjármagnsflutninga. Til dæmis er nú heimilt að kaupa aðra fasteign fyrir tjónabætur sem viðkomandi móttekur vegna tjóns á annarri fasteign. Síðan er líka heimilt að nota leigutekjur af erlendri fasteign til að greiða rekstrarkostnað af þeirri fasteign.Bindiskylda erlendra aðilaErlendir fjárfestar geta þurft að sæta því að 40% af fjárfestingu, í íslenskum krónum, sæti bindiskyldu í eitt ár. Bindiskyldan á við um fjárfestingu sem ber 3% vexti eða meira.Meðferð aflandskrónaUm svipað leyti og breytingar voru gerðar á gjaldeyrislögum vegna losunar hafta voru sett lög um meðferð krónueigna sem í daglegu tali eru nefndar aflandskrónur. Aðferðin við að taka á því „vandamáli“ var að efna til gjaldeyrisútboðs þar sem eigendur fengu evrur í stað krónueignanna, á afslætti að sjálfsögðu. Það sem kom á óvart vegna þessarar lagasetningar var hins vegar að innlendir aðilar sem voru svo óheppnir að eiga t.d. ríkisskuldabréf, sem voru í vörslu erlendra fjármálastofnana, lentu einnig í þessari „eignaupptöku“. Að sjálfsögðu er umfjöllunin hér að framan mjög yfirborðskennd en er vonandi eitthvað lýsandi fyrir lesendur.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun