Loksins farinn að æfa aukalega Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. maí 2015 06:15 Sigurður Egill Lárusson Sigurður Egill Lárusson er leikmaður 3. umferðar Pepsi-deildar karla að mati Fréttablaðsins en hann átti stórleik í 2-0 sigri Vals á FH á sunnudaginn. „Þetta var frábær dagur og nánast fullkominn leikur,“ sagði Sigurður í samtali við Fréttablaðið í gær en hann skoraði bæði mörk Vals í leiknum og hefur því komið með beinum hætti að öllum fjórum mörkum Valsmanna á tímabilinu en hann lagði upp bæði mörkin í 2-2 jafntefli við Víking í 2. umferðinni. Sigurður segir að leikáætlun Valsmanna gengið fullkomlega upp.Lengsta æfing sem ég man eftir „Það var lykilatriði að fá ekki á sig mark í fyrri hálfleik þegar þeir voru með vindinn í bakið. Við vörðumst gríðarlega vel og þeir sköpuðu sér lítið. Svo nýttum við okkur vindinn í seinni hálfleik og fengum fullt af færum og nýttum tvö þeirra,“ sagði Sigurður en kom frammistaðan honum á óvart? „Í rauninni ekki. Mér fannst leikurinn á móti Víkingi virkilega góður og við ætluðum að byggja ofan á hann. Svo þekkir Óli (Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals) vel til FH-liðsins og hann lagði leikinn vel upp. Fyrir leikinn tókum við einhverja lengstu æfingu sem ég man eftir, þar sem við fórum yfir FH-liðið og sérstaklega föstu leikatriðin,“ sagði Sigurður en fjögur af fimm mörkum sem Valur hafði fengið á sig komu eftir uppsett atriði. Eins og fyrr sagði hefur Sigurður, sem er uppalinn Víkingur, byrjað tímabilið af miklum krafti og er þegar búinn að tvöfalda markafjölda sinn síðan í fyrra. Hann segist hafa æft vel í vetur. „Ég hef sjaldan verið í eins góðu formi og núna. Maður er loksins farinn að æfa aðeins aukalega og leggja meira á sig. Og það virðist vera að skila sér,“ sagði Sigurður sem líður best á hægri kantinum. „Mér líður vel þegar ég er kominn á hægri kantinn og get keyrt inn á völlinn en annars er ég ekki að spila öðruvísi en síðustu ár,“ sagði Sigurður sem er á sínu þriðja tímabili með Val.Evrópusætið er markmiðið En hversu langt getur Valsliðið farið í sumar að mati Sigurðar? „Ég hef trú á liðinu og við ætlum okkur að vera í toppbaráttu. Við settum okkur markmið fyrir mót að berjast um Evrópusæti.“ Valsmenn sækja Breiðablik heim í kvöld en þá fer heil umferð fram. Sigurður býst við erfiðum leik gegn Kópavogsliðinu sem er með þrjú stig eftir fyrstu þrjár umferðirnar. „Við erum að fara að mæta sterku liði Blika sem við lágum illa fyrir í átta-liða úrslitum Lengjubikarnum fyrir um mánuði síðan. Við eigum harma að hefna gegn þeim,“ sagði Sigurður Egill Lárusson að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Pedro skaut Chelsea í úrslitin Fótbolti Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Fótbolti Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Íslenski boltinn EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti Fleiri fréttir Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Sjá meira
Sigurður Egill Lárusson er leikmaður 3. umferðar Pepsi-deildar karla að mati Fréttablaðsins en hann átti stórleik í 2-0 sigri Vals á FH á sunnudaginn. „Þetta var frábær dagur og nánast fullkominn leikur,“ sagði Sigurður í samtali við Fréttablaðið í gær en hann skoraði bæði mörk Vals í leiknum og hefur því komið með beinum hætti að öllum fjórum mörkum Valsmanna á tímabilinu en hann lagði upp bæði mörkin í 2-2 jafntefli við Víking í 2. umferðinni. Sigurður segir að leikáætlun Valsmanna gengið fullkomlega upp.Lengsta æfing sem ég man eftir „Það var lykilatriði að fá ekki á sig mark í fyrri hálfleik þegar þeir voru með vindinn í bakið. Við vörðumst gríðarlega vel og þeir sköpuðu sér lítið. Svo nýttum við okkur vindinn í seinni hálfleik og fengum fullt af færum og nýttum tvö þeirra,“ sagði Sigurður en kom frammistaðan honum á óvart? „Í rauninni ekki. Mér fannst leikurinn á móti Víkingi virkilega góður og við ætluðum að byggja ofan á hann. Svo þekkir Óli (Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals) vel til FH-liðsins og hann lagði leikinn vel upp. Fyrir leikinn tókum við einhverja lengstu æfingu sem ég man eftir, þar sem við fórum yfir FH-liðið og sérstaklega föstu leikatriðin,“ sagði Sigurður en fjögur af fimm mörkum sem Valur hafði fengið á sig komu eftir uppsett atriði. Eins og fyrr sagði hefur Sigurður, sem er uppalinn Víkingur, byrjað tímabilið af miklum krafti og er þegar búinn að tvöfalda markafjölda sinn síðan í fyrra. Hann segist hafa æft vel í vetur. „Ég hef sjaldan verið í eins góðu formi og núna. Maður er loksins farinn að æfa aðeins aukalega og leggja meira á sig. Og það virðist vera að skila sér,“ sagði Sigurður sem líður best á hægri kantinum. „Mér líður vel þegar ég er kominn á hægri kantinn og get keyrt inn á völlinn en annars er ég ekki að spila öðruvísi en síðustu ár,“ sagði Sigurður sem er á sínu þriðja tímabili með Val.Evrópusætið er markmiðið En hversu langt getur Valsliðið farið í sumar að mati Sigurðar? „Ég hef trú á liðinu og við ætlum okkur að vera í toppbaráttu. Við settum okkur markmið fyrir mót að berjast um Evrópusæti.“ Valsmenn sækja Breiðablik heim í kvöld en þá fer heil umferð fram. Sigurður býst við erfiðum leik gegn Kópavogsliðinu sem er með þrjú stig eftir fyrstu þrjár umferðirnar. „Við erum að fara að mæta sterku liði Blika sem við lágum illa fyrir í átta-liða úrslitum Lengjubikarnum fyrir um mánuði síðan. Við eigum harma að hefna gegn þeim,“ sagði Sigurður Egill Lárusson að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Pedro skaut Chelsea í úrslitin Fótbolti Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Fótbolti Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Íslenski boltinn EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti Fleiri fréttir Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Sjá meira