ŢRIĐJUDAGUR 28. FEBRÚAR NÝJAST 12:00

Koeman: Rooney er velkominn til Everton

SPORT

Lögregluvakt verđur í Reynisfjöru frá og međ morgundeginum

 
Innlent
18:24 10. FEBRÚAR 2016
Úr Reynisfjöru.
Úr Reynisfjöru. VÍSIR

Í ljósi endurtekinna atburða í Reynisfjöru og síðast banaslyss í dag hafa innanríkisráðherra og iðnaðar- og viðskiptaráðherra, í samráði við lögregluna á Suðurlandi, ákveðið að lögregluvakt verði í Reynisfjöru. Vaktin hefst á morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu.

Kínverskur maður á fertugsaldri fórst í morgun eftir að alda reif hann út í sjó. Hann var á ferðalagi hér á landi ásamt konu sinni. Björgunarteymi fór á bát til að bjarga honum en hann var látinn þegar það kom að honum.

Í tilkynningunni kemur einnig fram að áhættugreining verði gerð á svæðinu í samræmi við tillögur nefndar sem innanríkisráðherra skipaði á síðasta ári til að gera tillögur um öryggi ferðamanna. Í kjölfar niðurstöðu hennar verður tekin ákvörðun um frekari aðgerðir til að tryggja öryggi ferðamanna sem fara um svæðið.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Lögregluvakt verđur í Reynisfjöru frá og međ morgundeginum
Fara efst