Erlent

Lögregluþjónn stunginn í Frakklandi

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP
Franskur lögregluþjónn var stunginn í dag þegar þrjár konur voru handteknar í Boussy-Saint-Antoine. Ein kvennanna var særðist þegar lögregluþjónn skaut hana eftir hnífstunguna. Konurnar voru handteknar í tengslum við rannsókn vegna sex gaskúta sem fundust í bíl við Notre Dame dómkirkjuna.

Bernard Cazeneuve, innanríkisráðherra Frakklands, segir útlit fyrir að konurnar hafi verið að skipuleggja hryðjuverkaárás.

Þær eru sagðar vera 19 til 39 ára gamlar. Áður höfðu tveir bræður og tvær kærustur þeirra verið handtekin vegna rannsóknarinnar.

Í áðurnefndum bíl fundust sex gashylki, þar af fimm full, díselolía en engar hvellettur. Heimildarmaður AFP fréttaveitunnar segir að ef að fólkið hafi skipulaggt hryðjuverk hafi aðferðir þeirra verið skringilegar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×