Lögreglumenn vilja Ísland úr Schengen 31. október 2009 06:00 Lögreglumenn á Vestfjörðum telja farsælla að Ísland hætti í Schengen og efli í staðinn eigið landamæraeftirlit. fréttablaðið/Stefán Félagsmenn í Lögreglufélagi Vestfjarða vilja að Ísland hætti þátttöku í Schengen-samstarfinu og taki í staðinn upp vegabréfaeftirlit eins og tíðkaðist áður en til Schengen-aðildar kom 2001. Ályktun þess efnis var samþykkt á aðalfundi félagsins á miðvikudag og skorað á ríkisstjórn og Alþingi að skoða málið. Gylfi Þór Gíslason, lögreglumaður á Ísafirði og formaður lögreglufélagsins, segir að aðild að Schengen hafi ekki gefið góða raun. Fólk sem hingað komi í þeim tilgangi að fremja afbrot eigi greiða leið inn í landið. Hann segir að lögreglan hafi ekki mannafla til að stemma stigu við vaxandi glæpastarfsemi í landinu og því verði að bregðast við með einhverjum hætti. Þó að fjölga þyrfti fólki í landamæraeftirliti myndi það álag sem fylgir löggæslu og öðru umstangi vegna glæpa minnka. Gylfi telur einsýnt að með sjálfstæðu og öflugu landamæraeftirliti yrði hægt að stöðva talsvert af því fólki sem kemur til landsins til að fremja glæpi. Sú skipulagða glæpastarfsemi sem talin er hafa skotið hér rótum kunni að hafa gert það í skjóli frjálsu fararinnar. Á aðalfundinum var jafnframt ályktað um rafbyssur og ákvörðun ríkislögreglustjóra um að sérsveitarmenn einir noti slík valdbeitingartæki hörmuð. „Þetta er spurning um öryggi. Við getum lent í að fást við brjálaða menn og getum kannski ekki annað en beðið eftir sérsveitarmönnum,“ segir Gylfi. Óskað er skýringa ríkislögreglustjóra á ákvörðuninni. Aðalfundurinn skorar jafnframt á dómsmálaráðherra að hætta við fyrirhugaðan niðurskurð hjá lögreglu enda komi hann niður á öryggi lögreglumanna og þjónustu þeirra við landsmenn. bjorn@frettabladid.is Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Félagsmenn í Lögreglufélagi Vestfjarða vilja að Ísland hætti þátttöku í Schengen-samstarfinu og taki í staðinn upp vegabréfaeftirlit eins og tíðkaðist áður en til Schengen-aðildar kom 2001. Ályktun þess efnis var samþykkt á aðalfundi félagsins á miðvikudag og skorað á ríkisstjórn og Alþingi að skoða málið. Gylfi Þór Gíslason, lögreglumaður á Ísafirði og formaður lögreglufélagsins, segir að aðild að Schengen hafi ekki gefið góða raun. Fólk sem hingað komi í þeim tilgangi að fremja afbrot eigi greiða leið inn í landið. Hann segir að lögreglan hafi ekki mannafla til að stemma stigu við vaxandi glæpastarfsemi í landinu og því verði að bregðast við með einhverjum hætti. Þó að fjölga þyrfti fólki í landamæraeftirliti myndi það álag sem fylgir löggæslu og öðru umstangi vegna glæpa minnka. Gylfi telur einsýnt að með sjálfstæðu og öflugu landamæraeftirliti yrði hægt að stöðva talsvert af því fólki sem kemur til landsins til að fremja glæpi. Sú skipulagða glæpastarfsemi sem talin er hafa skotið hér rótum kunni að hafa gert það í skjóli frjálsu fararinnar. Á aðalfundinum var jafnframt ályktað um rafbyssur og ákvörðun ríkislögreglustjóra um að sérsveitarmenn einir noti slík valdbeitingartæki hörmuð. „Þetta er spurning um öryggi. Við getum lent í að fást við brjálaða menn og getum kannski ekki annað en beðið eftir sérsveitarmönnum,“ segir Gylfi. Óskað er skýringa ríkislögreglustjóra á ákvörðuninni. Aðalfundurinn skorar jafnframt á dómsmálaráðherra að hætta við fyrirhugaðan niðurskurð hjá lögreglu enda komi hann niður á öryggi lögreglumanna og þjónustu þeirra við landsmenn. bjorn@frettabladid.is
Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira