Lögreglumenn vilja Ísland úr Schengen 31. október 2009 06:00 Lögreglumenn á Vestfjörðum telja farsælla að Ísland hætti í Schengen og efli í staðinn eigið landamæraeftirlit. fréttablaðið/Stefán Félagsmenn í Lögreglufélagi Vestfjarða vilja að Ísland hætti þátttöku í Schengen-samstarfinu og taki í staðinn upp vegabréfaeftirlit eins og tíðkaðist áður en til Schengen-aðildar kom 2001. Ályktun þess efnis var samþykkt á aðalfundi félagsins á miðvikudag og skorað á ríkisstjórn og Alþingi að skoða málið. Gylfi Þór Gíslason, lögreglumaður á Ísafirði og formaður lögreglufélagsins, segir að aðild að Schengen hafi ekki gefið góða raun. Fólk sem hingað komi í þeim tilgangi að fremja afbrot eigi greiða leið inn í landið. Hann segir að lögreglan hafi ekki mannafla til að stemma stigu við vaxandi glæpastarfsemi í landinu og því verði að bregðast við með einhverjum hætti. Þó að fjölga þyrfti fólki í landamæraeftirliti myndi það álag sem fylgir löggæslu og öðru umstangi vegna glæpa minnka. Gylfi telur einsýnt að með sjálfstæðu og öflugu landamæraeftirliti yrði hægt að stöðva talsvert af því fólki sem kemur til landsins til að fremja glæpi. Sú skipulagða glæpastarfsemi sem talin er hafa skotið hér rótum kunni að hafa gert það í skjóli frjálsu fararinnar. Á aðalfundinum var jafnframt ályktað um rafbyssur og ákvörðun ríkislögreglustjóra um að sérsveitarmenn einir noti slík valdbeitingartæki hörmuð. „Þetta er spurning um öryggi. Við getum lent í að fást við brjálaða menn og getum kannski ekki annað en beðið eftir sérsveitarmönnum,“ segir Gylfi. Óskað er skýringa ríkislögreglustjóra á ákvörðuninni. Aðalfundurinn skorar jafnframt á dómsmálaráðherra að hætta við fyrirhugaðan niðurskurð hjá lögreglu enda komi hann niður á öryggi lögreglumanna og þjónustu þeirra við landsmenn. bjorn@frettabladid.is Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira
Félagsmenn í Lögreglufélagi Vestfjarða vilja að Ísland hætti þátttöku í Schengen-samstarfinu og taki í staðinn upp vegabréfaeftirlit eins og tíðkaðist áður en til Schengen-aðildar kom 2001. Ályktun þess efnis var samþykkt á aðalfundi félagsins á miðvikudag og skorað á ríkisstjórn og Alþingi að skoða málið. Gylfi Þór Gíslason, lögreglumaður á Ísafirði og formaður lögreglufélagsins, segir að aðild að Schengen hafi ekki gefið góða raun. Fólk sem hingað komi í þeim tilgangi að fremja afbrot eigi greiða leið inn í landið. Hann segir að lögreglan hafi ekki mannafla til að stemma stigu við vaxandi glæpastarfsemi í landinu og því verði að bregðast við með einhverjum hætti. Þó að fjölga þyrfti fólki í landamæraeftirliti myndi það álag sem fylgir löggæslu og öðru umstangi vegna glæpa minnka. Gylfi telur einsýnt að með sjálfstæðu og öflugu landamæraeftirliti yrði hægt að stöðva talsvert af því fólki sem kemur til landsins til að fremja glæpi. Sú skipulagða glæpastarfsemi sem talin er hafa skotið hér rótum kunni að hafa gert það í skjóli frjálsu fararinnar. Á aðalfundinum var jafnframt ályktað um rafbyssur og ákvörðun ríkislögreglustjóra um að sérsveitarmenn einir noti slík valdbeitingartæki hörmuð. „Þetta er spurning um öryggi. Við getum lent í að fást við brjálaða menn og getum kannski ekki annað en beðið eftir sérsveitarmönnum,“ segir Gylfi. Óskað er skýringa ríkislögreglustjóra á ákvörðuninni. Aðalfundurinn skorar jafnframt á dómsmálaráðherra að hætta við fyrirhugaðan niðurskurð hjá lögreglu enda komi hann niður á öryggi lögreglumanna og þjónustu þeirra við landsmenn. bjorn@frettabladid.is
Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira