Lögreglumenn segja full laun ákærðs aðstoðarmanns mismunun Garðar Örn Úlfarsson skrifar 18. september 2014 07:00 Gísli Freyr Valdórsson lýsti sig saklausan af ákæru ríkissaksóknara er málið gegn honum var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á þriðjudag. Fréttablaðið/GVA Gísli Freyr Valdórsson, sem ákærður er fyrir trúnaðarbrot í innanríkisráðuneytinu, er á fullum launum í leyfi þar til dómsmálinu lýkur. Lögreglumenn í slíkri stöðu eru settir á hálf laun. Mismunun, segir formaður Landssambands lögreglumanna. „Já, þetta skýtur svolítið skökku við, verður að segjast. Þegar kemur að lögreglumönnum þá er um að ræða hálf grunnlaun, það er að segja dagvinnulaunin, en umræddur aðstoðarmaður ráðherra nýtur fullra launa,“ segir Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna.Embættismenn fá hálf laun undir málarekstri Samkvæmt lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins á embættismaður sem leystur er frá störfum um stundarsakir að njóta helmings af föstum launum sem embætti hans fylgja. Þessu ákvæði hefur meðal annars verið beitt í máli lögreglumanns sem ákærður var fyrir harkalega handtöku og lögreglumanns sem ákærður var fyrir misnotkun trúnaðargagna. Ef starfsmaðurinn er sýknaður í dómsmálinu fær hann hinn helming launanna greiddan. Í svari frá innanríkisráðuneytinu við fyrirspurn Fréttablaðsins segir að þar sem Gísli Freyr sé ekki embættismaður heldur ráðinn sem starfsmaður eigi ofangreint ákvæði ekki við. Af því leiði að Gísli Freyr haldi fullum launum, sem eru 893 þúsund krónur á mánuði. Snorri segir vandann fólginn í kaflanum um embættismenn í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Þar sé mælt fyrir um hálf grunnlaun þegar mál varði til dæmis lögreglumenn og aðra sem sérstaklega eru skilgreindir sem embættismenn. Hins vegar sé ekkert slíkt ákvæði í lögunum um aðra starfsmenn ríkisins. Þeir haldi því fullum launum þar til endanleg ákvörðun er tekin um brottvísun úr starfi.Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna.Áralöng gagnrýni árangurslaus „Hér er alveg klárlega um hreina mismunun að ræða gagnvart starfsmönnum hins opinbera og má í raun og veru segja að „embættismaðurinn“ hafi að hluta til verið fundinn sekur um refsivert athæfi þrátt fyrir að endanleg niðurstaða dómstóla liggi ekki fyrir um sekt eða sýknu í máli viðkomandi. Það er byrjað að refsa viðkomandi fjárhagslega strax í upphafi máls og á þeim tíma sem hann má í raun síst við því þar sem svona málum fylgir jafnan umtalsverður kostnaður strax á fyrstu dögum þeirra,“ segir Snorri, sem kveður lögreglumenn hafa gagnrýnt þetta í áraraðir án árangurs: „Ögmundur Jónasson, fyrrverandi innanríkisráðherra, fór, að áeggjan okkar og eftir samtal við mig, af stað með vinnu sem laut að því að girða fyrir það misræmi sem er að birtast varðandi launaþáttinn og hraðari málsmeðferð. Vinnuhópurinn, sem Landssamband lögreglumanna átti fulltrúa í, skilaði fullbúnum reglum til ráðherra en honum auðnaðist því miður ekki tími til að klára verkið og liggur það nú ofan í einhverri skúffu í dómsmálaráðuneytinu.“ Lekamálið Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Sjá meira
Gísli Freyr Valdórsson, sem ákærður er fyrir trúnaðarbrot í innanríkisráðuneytinu, er á fullum launum í leyfi þar til dómsmálinu lýkur. Lögreglumenn í slíkri stöðu eru settir á hálf laun. Mismunun, segir formaður Landssambands lögreglumanna. „Já, þetta skýtur svolítið skökku við, verður að segjast. Þegar kemur að lögreglumönnum þá er um að ræða hálf grunnlaun, það er að segja dagvinnulaunin, en umræddur aðstoðarmaður ráðherra nýtur fullra launa,“ segir Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna.Embættismenn fá hálf laun undir málarekstri Samkvæmt lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins á embættismaður sem leystur er frá störfum um stundarsakir að njóta helmings af föstum launum sem embætti hans fylgja. Þessu ákvæði hefur meðal annars verið beitt í máli lögreglumanns sem ákærður var fyrir harkalega handtöku og lögreglumanns sem ákærður var fyrir misnotkun trúnaðargagna. Ef starfsmaðurinn er sýknaður í dómsmálinu fær hann hinn helming launanna greiddan. Í svari frá innanríkisráðuneytinu við fyrirspurn Fréttablaðsins segir að þar sem Gísli Freyr sé ekki embættismaður heldur ráðinn sem starfsmaður eigi ofangreint ákvæði ekki við. Af því leiði að Gísli Freyr haldi fullum launum, sem eru 893 þúsund krónur á mánuði. Snorri segir vandann fólginn í kaflanum um embættismenn í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Þar sé mælt fyrir um hálf grunnlaun þegar mál varði til dæmis lögreglumenn og aðra sem sérstaklega eru skilgreindir sem embættismenn. Hins vegar sé ekkert slíkt ákvæði í lögunum um aðra starfsmenn ríkisins. Þeir haldi því fullum launum þar til endanleg ákvörðun er tekin um brottvísun úr starfi.Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna.Áralöng gagnrýni árangurslaus „Hér er alveg klárlega um hreina mismunun að ræða gagnvart starfsmönnum hins opinbera og má í raun og veru segja að „embættismaðurinn“ hafi að hluta til verið fundinn sekur um refsivert athæfi þrátt fyrir að endanleg niðurstaða dómstóla liggi ekki fyrir um sekt eða sýknu í máli viðkomandi. Það er byrjað að refsa viðkomandi fjárhagslega strax í upphafi máls og á þeim tíma sem hann má í raun síst við því þar sem svona málum fylgir jafnan umtalsverður kostnaður strax á fyrstu dögum þeirra,“ segir Snorri, sem kveður lögreglumenn hafa gagnrýnt þetta í áraraðir án árangurs: „Ögmundur Jónasson, fyrrverandi innanríkisráðherra, fór, að áeggjan okkar og eftir samtal við mig, af stað með vinnu sem laut að því að girða fyrir það misræmi sem er að birtast varðandi launaþáttinn og hraðari málsmeðferð. Vinnuhópurinn, sem Landssamband lögreglumanna átti fulltrúa í, skilaði fullbúnum reglum til ráðherra en honum auðnaðist því miður ekki tími til að klára verkið og liggur það nú ofan í einhverri skúffu í dómsmálaráðuneytinu.“
Lekamálið Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Sjá meira