Lögreglumenn hafa fengið á sig 117 kærur en aðeins 5 dóma síðastliðin ár 27. febrúar 2007 19:00 Lögreglan hefur hundrað og sautján sinnum verið kærð fyrir meint harðræði við handtöku á síðustu árum en aðeins fimm dómar hafa fallið í þessum málum. Dalvískri konu, sem segir lögregluna hafa beitt sig miklu harðræði, var ráðlagt af lögmanni að hætta við kæru; ómögulegt væri að vinna mál gegn lögreglunni. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var sagt frá harkalegum aðferðum lögreglunnar um síðustu helgi við handtöku 19 ára gamallar stúlku í miðbæ Reykjavíkur. Hún sagði frá miklu harðræði sem hún var beitt og niðurlægjandi ummæli lögreglumanna um húðlit sinn. Stúlkan íhugar nú að kæra lögreglumennina fyrir framkomuna. Fleiri konur hafa haft samband við fréttastofu í dag og rakið svipaða sögu af framkomu lögreglumanna við handtöku. Ein af þeim er María Rakel Pétursdóttir sem var í Hrísey við hátíðarhöld í sumar þegar eiginmaður hennar varð fyrir fólskulegri árás. Þegar María Rakel vildi vita hvernig manni hennar liði, svaraði lögreglukona henni að það kæmi henni ekki við. Þegar maður hennar jafnaði sig fóru þau í göngutúr og gengu fram á stympingar milli lögreglu og nokkurra manna. Þegar þau spurðu hvað gengi á var þeim sagt að halda sig fjarri og ýtt var við þeim af lögreglu en María Rakel segist hafa ýtt á móti. Við það var hún snúin niður og að hennar sögn dregin 200 - 300 metra á bakinu um borð í Hríseyjarferjuna þar sem hún og maður hennar voru sett í járn. Þegar þau leituðu eftir skýringum á því fengu þau ekki fullnægjandi svör, fengu ekki að hringja í börnin sín til að láta vita hvar þau væru né að fara á salernið María Rakel fékk í kjölfarið kæru á sig um ölvun á almannafæri. Sjálf segist hún hafa talað við lögmann sem tjáði henni að ómögulegt væri að sækja mál gegn lögreglunni. Því hafi hún hætt við kæru. Hún segist hafa orðið mjög hrædd í langan tíma eftir handtökuna og andlega niðurbrotin enda er andlegt áfall fyrir venjulegt fólk að verða handtekið samkvæmt sérfræðingum sem fréttastofa talaði við í dag. Ef kæra berst á hendur lögreglumanni flyst málið til Ríkissaksóknara sem stýrir rannsókninni og tekur ákvörðun um saksókn. Kærur á hendur lögreglumanna sem borist til Ríkissaksóknara síðastliðin ár hafa verið 117 en aðeins hafa 7 dómar fallið. Flestar kærurnar snúast um harðræði við handtöku en sönnunarbyrðin reynist kærendum oft erfið. Eftirlitsmyndavélar eru til að mynda á göngum lögreglustöðvarinnar í Reykjavík en ekki inni í fangaklefunum sjálfum, enda stangast það á við persónuvernd, og því ekki hægt að sjá hvað fer fram við handtöku inni í fangaklefunum. Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Lögreglan hefur hundrað og sautján sinnum verið kærð fyrir meint harðræði við handtöku á síðustu árum en aðeins fimm dómar hafa fallið í þessum málum. Dalvískri konu, sem segir lögregluna hafa beitt sig miklu harðræði, var ráðlagt af lögmanni að hætta við kæru; ómögulegt væri að vinna mál gegn lögreglunni. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var sagt frá harkalegum aðferðum lögreglunnar um síðustu helgi við handtöku 19 ára gamallar stúlku í miðbæ Reykjavíkur. Hún sagði frá miklu harðræði sem hún var beitt og niðurlægjandi ummæli lögreglumanna um húðlit sinn. Stúlkan íhugar nú að kæra lögreglumennina fyrir framkomuna. Fleiri konur hafa haft samband við fréttastofu í dag og rakið svipaða sögu af framkomu lögreglumanna við handtöku. Ein af þeim er María Rakel Pétursdóttir sem var í Hrísey við hátíðarhöld í sumar þegar eiginmaður hennar varð fyrir fólskulegri árás. Þegar María Rakel vildi vita hvernig manni hennar liði, svaraði lögreglukona henni að það kæmi henni ekki við. Þegar maður hennar jafnaði sig fóru þau í göngutúr og gengu fram á stympingar milli lögreglu og nokkurra manna. Þegar þau spurðu hvað gengi á var þeim sagt að halda sig fjarri og ýtt var við þeim af lögreglu en María Rakel segist hafa ýtt á móti. Við það var hún snúin niður og að hennar sögn dregin 200 - 300 metra á bakinu um borð í Hríseyjarferjuna þar sem hún og maður hennar voru sett í járn. Þegar þau leituðu eftir skýringum á því fengu þau ekki fullnægjandi svör, fengu ekki að hringja í börnin sín til að láta vita hvar þau væru né að fara á salernið María Rakel fékk í kjölfarið kæru á sig um ölvun á almannafæri. Sjálf segist hún hafa talað við lögmann sem tjáði henni að ómögulegt væri að sækja mál gegn lögreglunni. Því hafi hún hætt við kæru. Hún segist hafa orðið mjög hrædd í langan tíma eftir handtökuna og andlega niðurbrotin enda er andlegt áfall fyrir venjulegt fólk að verða handtekið samkvæmt sérfræðingum sem fréttastofa talaði við í dag. Ef kæra berst á hendur lögreglumanni flyst málið til Ríkissaksóknara sem stýrir rannsókninni og tekur ákvörðun um saksókn. Kærur á hendur lögreglumanna sem borist til Ríkissaksóknara síðastliðin ár hafa verið 117 en aðeins hafa 7 dómar fallið. Flestar kærurnar snúast um harðræði við handtöku en sönnunarbyrðin reynist kærendum oft erfið. Eftirlitsmyndavélar eru til að mynda á göngum lögreglustöðvarinnar í Reykjavík en ekki inni í fangaklefunum sjálfum, enda stangast það á við persónuvernd, og því ekki hægt að sjá hvað fer fram við handtöku inni í fangaklefunum.
Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira