Innlent

Lögreglumenn fletti öllum sem þeir hafa afskipti af upp í upplýsingakerfum

Bjarki Ármannsson skrifar
Ríkislögreglustjóri hefur sent frá sér tilmæli í kjölfar hryðjuverkaárásanna í Brussel í gær.
Ríkislögreglustjóri hefur sent frá sér tilmæli í kjölfar hryðjuverkaárásanna í Brussel í gær. Vísir/Valli
Ríkislögreglustjóri hefur lagt fyrir allra lögreglustjóra landsins að þeir geri það að skyldum lögreglumanna að fletta einstaklingum sem þeir hafa afskipti af í alþjóðlegum upplýsingakerfum. Þetta er gert „í ljósi aukinnar hryðjuverkaógnar í Evrópu.“

Í fréttatilkynningu frá ríkislögreglustjóra segir að embættið haldi áfram að afla upplýsinga frá erlendum öryggisstofnunum og lögregluyfirvöldum um hryðjuverkaárásirnar í Brussel í gær. Ráðstafanir sem gerðar voru í gær til að efla eftirlit lögreglu á Keflavíkurflugvelli verði áfram í gildi þar til annað verður ákveðið.

Í fréttatilkynningunni kemur einnig fram að embættið hafi sent erindisbréf til allra lögreglustjóra og lögreglumanna, sem birt er hér að neðan:

„Í ljósi aukinnar hryðjuverkaógnar í Evrópu hefur Interpol beint því til aðildarríkja að leggja fyrir lögregluyfirvöld að nýta þau úrræði sem til staðar eru svo hafa megi hendur í hári hryðjuverkamanna. Með hliðsjón af þessu og fyrri tilmælum ríkislögreglustjóra, leggur ríkislögreglustjóri fyrir lögreglustjórana að gera það að skyldu lögreglumanna að fletta einstaklingum, sem þeir hafa afskipti af, upp í Interpol og Schengen upplýsingakerfunum.

Þá er sérstaklega lagt fyrir lögreglustjóra sem annast landamæragæslu að fylgjast grannt með mögulega fölsuðum ferðaskilríkjum.“


Tengdar fréttir

Lýst er eftir fjórða árásarmanninum

Sjálfsvígsrásirnar í Brussel kostuðu að minnsta kosti 30 manns lífið. Íslamska ríkið hefur lýst yfir ábyrgð. Tveir grunaðir vitorðsmenn voru handteknir og lýst er eftir þeim þriðja. Forsætisráðherra Belgíu hvetur fólk til að hald




Fleiri fréttir

Sjá meira


×