Erlent

Lögreglumaður skaut árásargjarna skjaldböku til bana

Stefán Ó. Jónsson skrifar
VISIR/AFP
Lögreglumanni er gefið að sök að hafa skotið skjaldböku til bana á heimili sínu á dögum.

Lögregluþjónninn, Charles Onegiu sem búsettur er í Nebbi-héraði í Úganda, segist hafa verið að slaka á heimili sínu þegar hinn harðskeljaði árásarmaður veittist að honum

„Ég reyndi að hræða burt skjaldbökuna sem varð í kjölfarið mjög æst. Ég tók mér spýtu í hönd og hljóp á eftir henni en það reyndist bara gera hann enn árásargjarnari,“ segir Onegiu í samtali við blaðið New Vision í heimalandinu.

Eftir að hafa ögrað skjaldbökunni með plaststól gafst hún loks upp og yfirgaf heimili mannsins. Það var þá sem að Oregiu greip byssu sína og hleypti af í átt að hinni „stóru hvítu skjaldböku“ rétt eins og um ósjálfráð viðbrögð væri að ræða.  

„Ég er ennþá viti mínu fjær af hræðslu því þetta er í fyrsta sinn sem ég hef lent í öðru eins atviki,“ sagði Oregiu.

Kristinn söfnuður á svæðinu bað í kjölfar skotárásarinnar fyrir Oregiu, „áður en hann brenndi jarðneskar leifar skriðdýrsins til ösku,“ segir í New Vision.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×