Lögreglumaður kærður fyrir gáleysislega hegðun á slysstað Valur Grettisson skrifar 12. janúar 2011 10:47 Lögreglumaður hefur verið kærður fyrir hegðun sína á slysstað. Ríkissaksóknari hefur hafið rannsókn á lögreglumanni sem er sakaður um að hafa afturkallað aðstoð neyðarlínunnar eftir að unnusta hans ók á barn. Það voru foreldrar barnsins sem kærðu. Valtýr Sigurðsson ríkissaksóknari staðfestir í samtali við Vísi að málið hafi komið inn á þeirra borð fyrir um viku. Hann hefur falið fulltrúa sínum að rannsaka málið en embættið rannsakar lögregluna þegar svo ber við. Þá hefur embættið aðstöðu hjá lögregluskólanum til þess að rannsaka málið. Það var DV sem greindi frá málinu í dag. Þar kemur fram að unnusta lögreglumannsins hafi ekið á barnið þannig það fór undir bílinn fyrir nokkrum vikum. Lögreglumaðurinn var með í för. Hann á að hafa hringt í neyðarlínuna og tilkynnt að hann hefði orðið vitni að óhappinu. Hann sagði hinsvegar ekki í samtali við neyðarvörð að unnustan hefði verið ökumaðurinn samkvæmt DV. Nóttina eftir óhappið á barnið að hafa verið með uppköst og í ljós komið að það var með heilahristing. Foreldrarnir kærðu lögreglumanninn fyrir um viku síðan fyrir kæruleysislega hegðun á slysstaðnum. Lögreglumaðurinn mun áður hafa fengið tiltal frá lögreglunni. Þá einnig vegna unnustu hans sem ók drukkin. Aftur var lögreglumaðurinn með í för. Kollegar mannsins stöðvuðu konuna en lögreglumaðurinn reyndi að fá samstarfsmenn sína til þess að láta málið niður falla á vettvangi. Í kjölfarið fékk hann alvarlegt tiltal en ekki þótti ástæða til þess að víkja honum frá störfum samkvæmt DV. Fram kemur í frétt DV að mikil ólga sé á meðal lögreglumanna vegna málsins. Margir eru óánægðir með að maðurinn sé enn að störfum. Eins og fyrr segir er málið í rannsókn. Það er á frumstigi. Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni Sjá meira
Ríkissaksóknari hefur hafið rannsókn á lögreglumanni sem er sakaður um að hafa afturkallað aðstoð neyðarlínunnar eftir að unnusta hans ók á barn. Það voru foreldrar barnsins sem kærðu. Valtýr Sigurðsson ríkissaksóknari staðfestir í samtali við Vísi að málið hafi komið inn á þeirra borð fyrir um viku. Hann hefur falið fulltrúa sínum að rannsaka málið en embættið rannsakar lögregluna þegar svo ber við. Þá hefur embættið aðstöðu hjá lögregluskólanum til þess að rannsaka málið. Það var DV sem greindi frá málinu í dag. Þar kemur fram að unnusta lögreglumannsins hafi ekið á barnið þannig það fór undir bílinn fyrir nokkrum vikum. Lögreglumaðurinn var með í för. Hann á að hafa hringt í neyðarlínuna og tilkynnt að hann hefði orðið vitni að óhappinu. Hann sagði hinsvegar ekki í samtali við neyðarvörð að unnustan hefði verið ökumaðurinn samkvæmt DV. Nóttina eftir óhappið á barnið að hafa verið með uppköst og í ljós komið að það var með heilahristing. Foreldrarnir kærðu lögreglumanninn fyrir um viku síðan fyrir kæruleysislega hegðun á slysstaðnum. Lögreglumaðurinn mun áður hafa fengið tiltal frá lögreglunni. Þá einnig vegna unnustu hans sem ók drukkin. Aftur var lögreglumaðurinn með í för. Kollegar mannsins stöðvuðu konuna en lögreglumaðurinn reyndi að fá samstarfsmenn sína til þess að láta málið niður falla á vettvangi. Í kjölfarið fékk hann alvarlegt tiltal en ekki þótti ástæða til þess að víkja honum frá störfum samkvæmt DV. Fram kemur í frétt DV að mikil ólga sé á meðal lögreglumanna vegna málsins. Margir eru óánægðir með að maðurinn sé enn að störfum. Eins og fyrr segir er málið í rannsókn. Það er á frumstigi.
Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni Sjá meira