Lögreglubílar í höfuðborginni verða búnir byssum í desember Nadine Guðrún Yaghi skrifar 26. nóvember 2015 07:00 Lögregluþjónn á Akureyri mætti vopnaður með skammbyssu sér við mjöðm á þennan vettvang umferðarslyss í síðustu viku. Stefnt er að því að skammbyssum verði komið fyrir í sérstökum vopnakassa í lögreglubílum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um miðjan desember. Þessi breyting er endir á þriggja ára þjálfunaráætlun lögreglunnar sem lýkur 10. desember. Eftir þann tíma verður hafist handa við að koma vopnum fyrir í bílunum. Til þessa hefur sérsveitin verið eina lögregluliðið á höfuðborgarsvæðinu með vopn á sér og eru sérsveitarmenn sérþjálfaðir til þess að nota vopn í starfi. Á síðustu árum hafa hins vegar almennir lögregluþjónar stundað skotvopnaæfingar.Brúa bið eftir sérsveitinni Að sögn Ásgeirs Þórs Ágeirssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, er tilgangurinn með breytingunum að minnka viðbragðstíma vopnaðra lögreglumanna þar sem það getur tekið sérsveit ríkislögreglustjóra nokkurn tíma að mæta á vettvang. Ásgeir hefur tekið þátt í valdbeitingarþjálfun embættisins. „Það er staðarlögreglan sem ber ábyrgð á fyrstu viðbrögðum í öllum málum og einnig vopnamálum. Þegar sérsveitin kemur á vettvang yfirtaka þeir hann en staðarlögreglan þarf að geta varið sig sem og borgarana,“ segir Ásgeir og bætir við að sérsveitin geti ekki gert allt ein síns liðs. Ásgeir segir að meðal breytinga í desember sé einnig að skjólbúnaði verði komið fyrir í bílunum og tekur dæmi um hjálma og skotvesti.Þurfa aðgangskóða yfirmanns „Við erum sem sagt að fara að ljúka öðrum hring í grunnþjálfun lögreglumanna en þjálfunin mun þó halda áfram. Þetta er ekki einungis skotvopnaþjálfun heldur einnig þjálfun í lögreglutökum og fleira.“ Lögregluþjónar munu ekki koma til með að hafa aðgang að skammbyssunum nema þar til bær yfirmaður láti þeim í té aðgangskóða að vopnakassanum eftir að hann hefur verið upplýstur um málavexti. Yfirmaður mun þá meta nauðsyn þess í hverju tilviki fyrir sig. „Það liggur ekki neitt fyrir um aðrar tegundir af skotvopnum og það þyrfti að breyta reglunum til þess að hríðskotabyssur yrðu settar í bílana,“ segir Ásgeir sem ekki vill geta sér til um hvort vopnakassar verði í hverjum einum og einasta bíl embættisins. „Lögreglumenn á Íslandi vilja áfram vera vopnlausir en vilja geta unnið störf sín vel og geta komið sjálfum sér og öðrum í þjóðfélaginu til bjargar.“Lögreglumenn vopnbúnir á flugverndaræfingum „Sama dag fór fram flugverndaræfing á Akureyrarflugvelli. Þegar slíkar æfingar eru í gangi þá eru lögreglumenn sendir vopnaðir á vettvang í þeim tilgangi að æfa sig í að fást við vopnaða einstaklinga,“ segir Daníel Guðjónsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra, um það að sést hafi til lögregluþjóns með skammbyssu á vettvangi umferðarslyss í vikunni. „Byssan var ekki hlaðin og umræddur lögreglumaður var á æfingunni. Það varð þetta alvarlega slys og það þurfti að losa hann af æfingunni og hann var sendur á vettvang til að loka fyrir umferð,“ segir Daníel og bætir við að lögregluþjónninn hafi ekki haft tíma til þess að skila vopninu á lögreglustöðina. „Hann gat heldur ekki skilið byssuna eftir óvarða í bílnum. Í bílnum var engin læst vopnageymsla.“ Daníel segir að fyrirhugað sé að nýir lögreglubílar verði útbúnir vopnakassa. Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Stefnt er að því að skammbyssum verði komið fyrir í sérstökum vopnakassa í lögreglubílum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um miðjan desember. Þessi breyting er endir á þriggja ára þjálfunaráætlun lögreglunnar sem lýkur 10. desember. Eftir þann tíma verður hafist handa við að koma vopnum fyrir í bílunum. Til þessa hefur sérsveitin verið eina lögregluliðið á höfuðborgarsvæðinu með vopn á sér og eru sérsveitarmenn sérþjálfaðir til þess að nota vopn í starfi. Á síðustu árum hafa hins vegar almennir lögregluþjónar stundað skotvopnaæfingar.Brúa bið eftir sérsveitinni Að sögn Ásgeirs Þórs Ágeirssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, er tilgangurinn með breytingunum að minnka viðbragðstíma vopnaðra lögreglumanna þar sem það getur tekið sérsveit ríkislögreglustjóra nokkurn tíma að mæta á vettvang. Ásgeir hefur tekið þátt í valdbeitingarþjálfun embættisins. „Það er staðarlögreglan sem ber ábyrgð á fyrstu viðbrögðum í öllum málum og einnig vopnamálum. Þegar sérsveitin kemur á vettvang yfirtaka þeir hann en staðarlögreglan þarf að geta varið sig sem og borgarana,“ segir Ásgeir og bætir við að sérsveitin geti ekki gert allt ein síns liðs. Ásgeir segir að meðal breytinga í desember sé einnig að skjólbúnaði verði komið fyrir í bílunum og tekur dæmi um hjálma og skotvesti.Þurfa aðgangskóða yfirmanns „Við erum sem sagt að fara að ljúka öðrum hring í grunnþjálfun lögreglumanna en þjálfunin mun þó halda áfram. Þetta er ekki einungis skotvopnaþjálfun heldur einnig þjálfun í lögreglutökum og fleira.“ Lögregluþjónar munu ekki koma til með að hafa aðgang að skammbyssunum nema þar til bær yfirmaður láti þeim í té aðgangskóða að vopnakassanum eftir að hann hefur verið upplýstur um málavexti. Yfirmaður mun þá meta nauðsyn þess í hverju tilviki fyrir sig. „Það liggur ekki neitt fyrir um aðrar tegundir af skotvopnum og það þyrfti að breyta reglunum til þess að hríðskotabyssur yrðu settar í bílana,“ segir Ásgeir sem ekki vill geta sér til um hvort vopnakassar verði í hverjum einum og einasta bíl embættisins. „Lögreglumenn á Íslandi vilja áfram vera vopnlausir en vilja geta unnið störf sín vel og geta komið sjálfum sér og öðrum í þjóðfélaginu til bjargar.“Lögreglumenn vopnbúnir á flugverndaræfingum „Sama dag fór fram flugverndaræfing á Akureyrarflugvelli. Þegar slíkar æfingar eru í gangi þá eru lögreglumenn sendir vopnaðir á vettvang í þeim tilgangi að æfa sig í að fást við vopnaða einstaklinga,“ segir Daníel Guðjónsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra, um það að sést hafi til lögregluþjóns með skammbyssu á vettvangi umferðarslyss í vikunni. „Byssan var ekki hlaðin og umræddur lögreglumaður var á æfingunni. Það varð þetta alvarlega slys og það þurfti að losa hann af æfingunni og hann var sendur á vettvang til að loka fyrir umferð,“ segir Daníel og bætir við að lögregluþjónninn hafi ekki haft tíma til þess að skila vopninu á lögreglustöðina. „Hann gat heldur ekki skilið byssuna eftir óvarða í bílnum. Í bílnum var engin læst vopnageymsla.“ Daníel segir að fyrirhugað sé að nýir lögreglubílar verði útbúnir vopnakassa.
Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira