Innlent

Lögreglan varar við Officemax-svindli

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Svindl er eitthvað sem allir verða að vara sig á.
Svindl er eitthvað sem allir verða að vara sig á. Vísir
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við svindli sem byggist á því að fyrirtækjum berst reikningur fyrir kaup á forritum. 

Svindlið felst í því að fyrirtæki fá reikninga fyrir kaupum á forritum frá fyrirtæki sem nefnist Officemax. Reikningarnir virðast allir vera upp á 1280 evrur, um 120 þúsund íslenskra króna. Eru þeir sendir á fjölda fyrirtækja í þeirri von um að einhver þeirra greiði reikninginn án þess að átta sig á því að um svindl sé að ræða.

Dæmi um reikning sem fyrirtækjum hefur verið að berast.
Þeir sem standa að baki þessu svindli nýta sér nafn þekkts fyrirtækisis frá Bandaríkjunm, OfficeMax, sem seldi skrifstofuvörur en var sameinað OfficeDepot árið 2013.

Svindlararnir hafa einnig sett upp heimasíðu og látið hanna merki. Síðan lítur út fyrir að vera trúverðug en þegar hún er grannskoðuð sést að þar má finna lítið sem ekkert.

Lögreglan hvetur fyrirtæki til þess að borga ekki þá reikninga sem berast frá OfficeMax.

Í síðasta mánuði varaði lögreglan við tvenns konar internetsvindlum. „Önnur er hjálparbeiðni vinar í útlöndum og hin er svindl lán,“ sagði á Facebook-síðu embættisins.

Lögreglu hefur einnig verið að berast tilkynningar um fjárkúganir sem virka þannig að einstaklingar hafa sýnt nektarmyndir af sér eða fækkað fötum fyrir framan vefmyndavélar, líkt og greint var frá á Vísi fyrr í mánuðinum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×