Innlent

Lögreglan taldi fánaborg brot á fánalögum

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Fánanum í miðjunni svipar nokkuð til íslenska þjóðfánans, enda er það vinningstillagan.
Fánanum í miðjunni svipar nokkuð til íslenska þjóðfánans, enda er það vinningstillagan. VÍSIR/VILHELM
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu taldi fánaborg við Ráðhús Reykjavíkur mögulega vera brot á fánalögum. Lögreglan hafði samband við aðstandendur Hönnunarmars sem ber ábyrgð á fánunum. Rúv sagði frá þessu í dag.

Aðeins má flagga íslenska fánanum í fánaborg í kringum aðra þjóðfána. Lögreglan gerði jafnframt athugasemdir að fáninn hefði verið of lengi uppi.

Fánaborgin er hluti af innsetningu Hönnunarmars. Íslenski fáninn er hundrað ára í dag. Í aðdraganda þess að hann varð til var gerð opinber samkeppni og fjöldi tillagna sem barst.

„Nú er búið að teikna og prenta þessar tillögur sem sendar voru inn og við flöggum þeim víðsvegar um borgina,“ segir Greipur Gíslason, verkefnastjóri hátíðarinnar.

„Ein tillagan svipar til íslenska fánans, það er tillagan sem vann,“ segir Greipur. „Í því felst misskilningurinn.“

Sá fáni er þó ekki alveg eins og þjóðfáninn varð að lokum. Rauði og blái liturinn eru ekki alveg eins og hlutföllin eru önnur.

„Þar sem ekki var um þjóðfána Íslendinga að ræða var flöggun fánans ekki brot á fánalögum,“ segir Greipur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×