Lögreglan hefur 26 sinnum haldlagt peninga útlendinga Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 8. febrúar 2016 07:00 Lögregluþjónar á Keflavíkurflugvelli. Fréttablaðið/Stefán Embætti ríkislögreglustjóra hefur 26 sinnum á árunum 2005 til 2014 beitt heimild í útlendingalögum til að leggja hald á fjármuni eða flugmiða af útlendingum sem sendir eru úr landi. Um er að ræða fjármagn upp á 2.550.923 krónur sem runnið hefur í ríkissjóð. Þetta kemur fram í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins til embættis ríkislögreglustjóra. Haldlagt fé er til dæmis lausafé eða gjaldeyrir sem útlendingur er með í fórum sínum þegar lögregla hefur afskipti af útlendingi eða þegar málsmeðferð hefst. Fjármunirnir sem hér um ræðir eru ekki peningar sem krafist er eftir á, til að mynda í gegn um útgáfu skuldaviðurkenningar. 56. grein útlendingalaga kveður á um að útlendingum sem vísað sé úr landi sé skylt að greiða fyrir eigin flugfargjöld. Í lögunum segir ennfremur að „Lögreglunni er heimilt að leggja hald á farseðla sem finnast í fórum útlendingsins til notkunar við brottför. Sama gildir um fjármuni til greiðslu á kröfu vegna kostnaðar við brottför og gæslu samkvæmt ákvæði þessu.“ Um þessar mundir er unnið að endurskoðun útlendingalaga en í nýjum lagadrögum eru enn ríkar heimildir til þess að gera fjármagn upptækt af útlendingum eða krefja þá um endurgreiðslu. til að mynda stendur 56. grein laganna nánast orðrétt í nýju lagadrögunum. Ekki óeðlilegt að endurskoða ákvæðiÓttarr ProppéÓttarr Proppé, þingmaður Bjartrar Framtíðar hefur leitt vinnu starfshóps sem endurskoðar útlendingalög. „Í nýju ákvæði frumvarpsins um réttaraðstoð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd er ekki heimild til þess að krefja útlending um endurgreiðslu kostnaðar af réttaraðstoð,“ segir hann í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins. „Hins vegar er í frumvarpinu áfram að finna almennt ákvæði um mögulega ábyrgð útlendinga á kostnaði samhljóða því ákvæði sem finna má í núgildandi lögum,“ segir hann og bendir á að drögin svipa til laga í Noregi og eru afar ólík nýjum lögum í danmörku sem heimila lögreglu að gera eigur flóttamanna upptækar við komu til landsins „Hins vegar finnst mér ekki óeðlilegt að þessi ákvæði verði skoðuð betur í ljósi þeirrar þróunar sem orðið hefur í Evrópu og þeirrar umræðu sem orðið hefur í kjölfar lagasetningarinnar í Danmörku. Það er mikilvægt að það sé skýrt að þessi ákvæði frumvarpsins séu í takt við þann anda mannúðar og skilvirkni sem þingmannanefndin setti á oddinn í sinni vinnu,“ segir Óttarr. Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Embætti ríkislögreglustjóra hefur 26 sinnum á árunum 2005 til 2014 beitt heimild í útlendingalögum til að leggja hald á fjármuni eða flugmiða af útlendingum sem sendir eru úr landi. Um er að ræða fjármagn upp á 2.550.923 krónur sem runnið hefur í ríkissjóð. Þetta kemur fram í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins til embættis ríkislögreglustjóra. Haldlagt fé er til dæmis lausafé eða gjaldeyrir sem útlendingur er með í fórum sínum þegar lögregla hefur afskipti af útlendingi eða þegar málsmeðferð hefst. Fjármunirnir sem hér um ræðir eru ekki peningar sem krafist er eftir á, til að mynda í gegn um útgáfu skuldaviðurkenningar. 56. grein útlendingalaga kveður á um að útlendingum sem vísað sé úr landi sé skylt að greiða fyrir eigin flugfargjöld. Í lögunum segir ennfremur að „Lögreglunni er heimilt að leggja hald á farseðla sem finnast í fórum útlendingsins til notkunar við brottför. Sama gildir um fjármuni til greiðslu á kröfu vegna kostnaðar við brottför og gæslu samkvæmt ákvæði þessu.“ Um þessar mundir er unnið að endurskoðun útlendingalaga en í nýjum lagadrögum eru enn ríkar heimildir til þess að gera fjármagn upptækt af útlendingum eða krefja þá um endurgreiðslu. til að mynda stendur 56. grein laganna nánast orðrétt í nýju lagadrögunum. Ekki óeðlilegt að endurskoða ákvæðiÓttarr ProppéÓttarr Proppé, þingmaður Bjartrar Framtíðar hefur leitt vinnu starfshóps sem endurskoðar útlendingalög. „Í nýju ákvæði frumvarpsins um réttaraðstoð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd er ekki heimild til þess að krefja útlending um endurgreiðslu kostnaðar af réttaraðstoð,“ segir hann í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins. „Hins vegar er í frumvarpinu áfram að finna almennt ákvæði um mögulega ábyrgð útlendinga á kostnaði samhljóða því ákvæði sem finna má í núgildandi lögum,“ segir hann og bendir á að drögin svipa til laga í Noregi og eru afar ólík nýjum lögum í danmörku sem heimila lögreglu að gera eigur flóttamanna upptækar við komu til landsins „Hins vegar finnst mér ekki óeðlilegt að þessi ákvæði verði skoðuð betur í ljósi þeirrar þróunar sem orðið hefur í Evrópu og þeirrar umræðu sem orðið hefur í kjölfar lagasetningarinnar í Danmörku. Það er mikilvægt að það sé skýrt að þessi ákvæði frumvarpsins séu í takt við þann anda mannúðar og skilvirkni sem þingmannanefndin setti á oddinn í sinni vinnu,“ segir Óttarr.
Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira