Innlent

Lögreglan hætt rannsókn

Björn Lárus Örvar framkvæmdastjóri ORF.
Björn Lárus Örvar framkvæmdastjóri ORF.

Lögregla hefur hætt rannsókn á skemmdum sem aðgerðasinnar unnu á byggræktun nýsköpunarfyrirtækisins ORF Líftækni í Gunnarsholti. Skemmdirnar hljóðuðu upp á tugi milljóna króna, en framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir það halda ótrautt áfram þrátt fyrir áfallið.

Það var í ágúst á síðasta ári sem öll tilraunaræktun fyrirtækisins í Gunnarsholti var gjöreyðilögð. Í nafnlausum pósti sem fréttastofa fékk sendan lýsti hópurinn Illgresi verknaðinum á hendur sér. Héðan í frá munu erfðabreytingar ekki fara fram á Íslandi án okkar íhlutunar, sagði í póstinum.

Byggið sem aðgerðasinnarnir eyðilögðu er erfðabreytt og hefur verið í tilraunaræktun hjá ORF síðan árið 2003, en fyrirtækið getur unnið úr því prótein sem hægt er að nota í læknisfræðilegar rannsóknir, snyrtivöruiðnaðinn og lyfjaþróun.

Björn Lárus Örvar, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir skemmdarverkin hafa veitt fyrirtækinu þungar búsifjar. Það hafi seinkað niðurstöðum tilraunanna um eitt ár, auk þess sem beint tjón hafi verið nokkurt.

„Já, það nemur nokkrum milljónum. 10 til tólf milljónir. En svo er ómögulegt að sjá hvaða áhrif þetta hefur haft á viðskiptatækifæri.

Málið var kært til lögreglu. Að sögn Björns voru einhverjir yfirheyrðir í tengslum við málið, en lítið hafi komið úr því.

„Við fengum nýlega að vita að rannsókn væri lokið og gætu ekki skoðað þetta frekar eða fundið sökudólgana."

Fyrirtækið hafi þó ekki lagt árar í bát. „Við ætlum að halda ótrauðir áfram," segir Björn.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×