Lögreglan hætt að vakta Reynisfjöru Magnús Hlynur Hreiðarsson og Una Sighvatsdóttir skrifa 24. febrúar 2016 15:51 Sveinn Kristján Rúnarsson í Reynisfjöru. Vísir/Magnús Hlynur Lögreglan á Suðurlandi er hætt að vakta Reynisfjöru en lögreglumenn höfðu staðið vaktina í fjörunni frá því erlendur ferðamaður lést þar fyrir sléttum tveimur vikum. Að sögn Sveins Kristjáns Rúnarssonar, yfirlögregluþjóns á Suðurlandi, er verið að koma upp merkingum og girðingum í fjörunni sem á að vara ferðamenn við og stýra umferð þeirra frá hættulegum stöðum. Í framhaldinu á að lagfæra bílastæðin og aðstöðuna frekar við fjöruna en það er langtímaverkefni í höndum staðarhaldara að sögn Sveins Kristjáns. „Þetta hefur bara gengið ljómandi vel allt saman, svona mest megnis, höfum verið í þessu verkefni núna í hálfan mánuði, og mikið af fólki náttúrulega í alls konar erindagjörðum í fjörunni,“ sagði Sveinn Rúnar í fréttum Bylgjunnar fyrr í dag. „Það sem við höfum einna helst verið að skipta okkur af er þegar fólk fer of nálægt fjöruborðinu og ætlar að leika sér í öldunum eða flæðarmálinu.“Og það hefur sýnt sig að fólk er einmitt að því? Og áttar sig ekki á hættunni?„Já, það er alveg greinilegt að fólk hefur ekkert áttað sig á því hvaða hættur eru þarna og leika sér að eldinum.“Um leið var líka verið að meta stöðuna og það er þá eitthvað sem verður unnið úr núna eða hvað?„Í framhaldinu var vinnuhópur sem var að vinna að því að sjá hvaða framtíðarlausnir væri hægt að gera þarna og það er verið í dag og á morgun að setja upp skilti og leiðbeiningar þarna á bílastæðinu til þess að fólk fái frekari upplýsingar um hvað beri að varast og leiða fólk fram hjá skiltunum. Við ætlum að láta reyna á skynsemi fólks.“ Hann segir að meta þurfi einnig hættur af öðrum fjölförnum ferðamannastöðum í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi. „Það er sú vinna sem er farin af stað núna, og það sem ráðherra hefur lagt áherslu á að verði sett í forgang. Þannig að það sé hægt að tryggja öryggi ferðamanna eins og best verður á kosið.“ Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Björgunarsveitarmenn, björgunarskip, sjúkralið og þyrla Landhelgisgæslunnar voru kölluð út um klukkan 10.30 vegna alvarlegs slyss 10. febrúar 2016 11:05 Ætluðu að stinga sér til sunds í sjónum við Reynisfjöru Lögreglan á Suðurlandi hefur nú í viku verið með vakt í Reynisfjöru í kjölfar þess að kínverskur ferðamaður lést í fjörunni. 18. febrúar 2016 14:46 Reynisfjara verður ekki lokuð ferðamönnum Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir ekki koma til greina að loka Reynisfjöru fyrir ferðamönnum en vill að fjaran verði vöktuð allan sólarhringinn. 10. febrúar 2016 19:30 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Sjá meira
Lögreglan á Suðurlandi er hætt að vakta Reynisfjöru en lögreglumenn höfðu staðið vaktina í fjörunni frá því erlendur ferðamaður lést þar fyrir sléttum tveimur vikum. Að sögn Sveins Kristjáns Rúnarssonar, yfirlögregluþjóns á Suðurlandi, er verið að koma upp merkingum og girðingum í fjörunni sem á að vara ferðamenn við og stýra umferð þeirra frá hættulegum stöðum. Í framhaldinu á að lagfæra bílastæðin og aðstöðuna frekar við fjöruna en það er langtímaverkefni í höndum staðarhaldara að sögn Sveins Kristjáns. „Þetta hefur bara gengið ljómandi vel allt saman, svona mest megnis, höfum verið í þessu verkefni núna í hálfan mánuði, og mikið af fólki náttúrulega í alls konar erindagjörðum í fjörunni,“ sagði Sveinn Rúnar í fréttum Bylgjunnar fyrr í dag. „Það sem við höfum einna helst verið að skipta okkur af er þegar fólk fer of nálægt fjöruborðinu og ætlar að leika sér í öldunum eða flæðarmálinu.“Og það hefur sýnt sig að fólk er einmitt að því? Og áttar sig ekki á hættunni?„Já, það er alveg greinilegt að fólk hefur ekkert áttað sig á því hvaða hættur eru þarna og leika sér að eldinum.“Um leið var líka verið að meta stöðuna og það er þá eitthvað sem verður unnið úr núna eða hvað?„Í framhaldinu var vinnuhópur sem var að vinna að því að sjá hvaða framtíðarlausnir væri hægt að gera þarna og það er verið í dag og á morgun að setja upp skilti og leiðbeiningar þarna á bílastæðinu til þess að fólk fái frekari upplýsingar um hvað beri að varast og leiða fólk fram hjá skiltunum. Við ætlum að láta reyna á skynsemi fólks.“ Hann segir að meta þurfi einnig hættur af öðrum fjölförnum ferðamannastöðum í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi. „Það er sú vinna sem er farin af stað núna, og það sem ráðherra hefur lagt áherslu á að verði sett í forgang. Þannig að það sé hægt að tryggja öryggi ferðamanna eins og best verður á kosið.“
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Björgunarsveitarmenn, björgunarskip, sjúkralið og þyrla Landhelgisgæslunnar voru kölluð út um klukkan 10.30 vegna alvarlegs slyss 10. febrúar 2016 11:05 Ætluðu að stinga sér til sunds í sjónum við Reynisfjöru Lögreglan á Suðurlandi hefur nú í viku verið með vakt í Reynisfjöru í kjölfar þess að kínverskur ferðamaður lést í fjörunni. 18. febrúar 2016 14:46 Reynisfjara verður ekki lokuð ferðamönnum Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir ekki koma til greina að loka Reynisfjöru fyrir ferðamönnum en vill að fjaran verði vöktuð allan sólarhringinn. 10. febrúar 2016 19:30 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Sjá meira
Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Björgunarsveitarmenn, björgunarskip, sjúkralið og þyrla Landhelgisgæslunnar voru kölluð út um klukkan 10.30 vegna alvarlegs slyss 10. febrúar 2016 11:05
Ætluðu að stinga sér til sunds í sjónum við Reynisfjöru Lögreglan á Suðurlandi hefur nú í viku verið með vakt í Reynisfjöru í kjölfar þess að kínverskur ferðamaður lést í fjörunni. 18. febrúar 2016 14:46
Reynisfjara verður ekki lokuð ferðamönnum Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir ekki koma til greina að loka Reynisfjöru fyrir ferðamönnum en vill að fjaran verði vöktuð allan sólarhringinn. 10. febrúar 2016 19:30