Innlent

Lögreglan ekki meðvituð um samskipti Sigríðar og Gísla ólíkt því sem hún segir

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Samskipti Gísla og Sigríðar voru ekki öllum kunn.
Samskipti Gísla og Sigríðar voru ekki öllum kunn. Vísir
Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari segir að lögreglan hafi ekki vitað af tölvupósti sem Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri sendi Gísla Frey Valdórssyni, þáverandi aðstoðarmanni innanríkisráðherra. Sigríður Björk sagði í viðtali við Morgunblaðið að lögreglan hefðu vitað af öllum samskiptum hennar við Gísla.



Kjarninn greinir frá þessu og vitnar í svar Helga Magnúsar við fyrirspurn miðilsins. Þar segir hann: „Ákæruvaldið fékk fyrst upplýsingar um að greinargerðin hefði verið send þegar Sigríður greindi frá því í fjölmiðlum eftir að umfjöllun um símasamskipti hennar við Gísla Frey komu til umræðu eftir að dómur gekk.“



Sigríður hefur viðurkennt að hafa sent Gísla Frey tölvupóst með greinargerð um mál hælisleitandans Tony Omos daginn sem fréttir birtust byggðar á gögnum sem fram komu í minnisblaði sem aðstoðarmaðurinn lak til fjölmiðla. Persónuvernd úrskurðaði nýverið að sendingin hafi ekki átt sér stoð í lögum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×