SUNNUDAGUR 26. MARS NÝJAST 11:00

Tímamót á bankamarkađi

VIĐSKIPTI

Lögreglan á villigötum í rannsókn morđmáls

 
Lífiđ
09:02 22. FEBRÚAR 2016
Lögreglan reyndist á algjörum villigötum viđ lausn morđgátunnar.
Lögreglan reyndist á algjörum villigötum viđ lausn morđgátunnar.
skrifar

Rannsóknardeild Lögreglunnar á Norðurlandi eystra blandaði sér óvænt í vangaveltur á Facebook um hver væri morðinginn í Ófærð.

Verulegar umræður voru um þetta atriði í gær á samfélagsmiðlunum en tveir lokaþættir sjónvarpsþáttaraðarinnar voru sýndir í gærkvöldi.

Tilgáta rannsóknardeildar Lögreglunnar á Norðurlandi eystra gengur út á að hauslausa líkið, „sem hefur nú fundist í tvígang, sé alls ekki téður Geirmundur. Sé tilgátan rétt bíður það svo á móti upp á athyglisverðan vinkil á morðinu á Hrafni bæjarstjóra. Hvað haldið þið? ‪#‎máliðertilrannsóknar ‪#‎ófærð‪#‎bíðumspennteftirkvöldinu

Sigurjón Kjartansson, einn handritshöfunda, hefur biðlað til Íslendinga um að gaspra ekki um hvernig í pottinn er búið með morðmálin á hinum óræða stað sem er sögusvið Ófærðar. Þetta er vegna þess að enn á eftir að sýna þættina erlendis og netið virðir engin landamæri.

Vísir vonar ekki sé neinu spillt né of mikið sagt þegar það tilkynnist hér með að rannsóknardeild lögreglunnar á Norðurlandi eystra reyndist á algjörum villigötum með kenningar sínar.


Rannsóknardeild Lögreglunnar á Norđurlandi eystra hefur sett fram ţá tilgátu ađ hauslausa líkiđ, sem hefur nú fundist í...

Posted by Lögreglan á Norđurlandi eystra on 21. febrúar 2016
Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ

TAROT DAGSINS

Dragđu spil og sjáđu hvađa spádóm ţađ geymir.
Forsíđa / Lífiđ / Lífiđ / Lögreglan á villigötum í rannsókn morđmáls
Fara efst