Erlent

Lögregla í Þýskalandi gerir húsleit í fimm sambandsríkjum

Atli Ísleifsson skrifar
Þýskir fjölmiðlar segja rannsóknina snúa að fjármögnun hryðjuverkastarfsemi.
Þýskir fjölmiðlar segja rannsóknina snúa að fjármögnun hryðjuverkastarfsemi. Vísir/AFP
Lögregla í Þýskalandi hefur gert húsleit á þrettán stöðum í alls fimm sambandsríkjum í tengslum við rannsókn á skipulagningu á mögulegri hryðjuverkaárás.

Húsleit var gerð á tólf heimilum og einum samkomusal fyrir hælisleitendur Þýringalandi, Hamborg, Norðurrín-Vestfalíu, Saxlandi og Bæjaralandi í morgun. Þýska blaðið Spiegel greinir frá þessu.

Rannsóknin beinist að 28 ára rússneskum ríkisborgara sem á að hafa gengið til liðs við ISIS og unnið að skipulagningu hryðjuverkaárásar.

Lögregla rannsakar einnig þátt tíu karlmanna og þriggja kvenna, öll með rússneskan ríkisborgararétt, í tengslum við rannsóknina.

Frankfurter Allgemeine segir að rannsóknin snúi að fjármögnun hryðjuverkastarfsemi. Allir hinna grunuðu eru sagðir vera hælisleitendur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×