Viðskipti innlent

LOGOS kostar stöðu lektors í HÍ

Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, Gunnar Sturluson, framkvæmdastjóri LOGOS, og Páll Hreinsson, forseti lagadeildar Háskóla Íslands, takast í hendur við undirritun samningsins.
Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, Gunnar Sturluson, framkvæmdastjóri LOGOS, og Páll Hreinsson, forseti lagadeildar Háskóla Íslands, takast í hendur við undirritun samningsins.

LOGOS lögmannsþjónusta kostar stöðu lektors við lagadeild Háskóla Íslands næstu þrjú árin. Kristín Ingólfsdóttir rektor, Páll Hreinsson, forseti lagadeildar, og Gunnar Sturluson, framkvæmdastjóri LOGOS, undirrituðu samning þessa efnis í gær.

Kostnaður LOGOS vegna þessa nemur um 15 milljónum króna en markmiðið er að efla kennslu og rannsóknir við lagadeild Háskóla Íslands á sviði stjórnsýsluréttar með áherslu á reglur um eftirlit stjórnvalda með starfsemi á fjármálamarkaði, að því er segir í tilkynningu.

LOGOS fagnar aldarafmæli á þessu ári og er samningurinn við HÍ þáttur í því að minnast tímamótanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×